Gæti komið í veg fyrir blindu milljóna í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2022 16:23 RetinaRisk-teymið. Efri röð frá vinstri: Thor Aspelund, Francisco Rojas, Einar Stefánsson, Bala Kamallakharan. Neðri röð frá vinstri: Ægir Þór Steinarsson,Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, Arna Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Stefán Einarsson. Aðsend Íslenska sprotafyrirtækið Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin (ADA) hafa gert með sér samkomulag um að gera RetinaRisk áhættureikninn, sem reiknar út áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnsjúkdómum, aðgengilegan almenningi í Bandaríkjunum. Reiknirinn er sá eini sinnar tegundar í heiminum og er afrakstur yfir 10 ára vísindarannsókna og þróunar á Íslandi og erlendis. Í tilkynningu segir að með þessu samstarfi sé stigið fyrsta skrefið með ADA á vegferð í átt að því að gjörbylta einstaklingsbundinni sykursýkismeðferð á heimsvísu. „Sykursýki er í dag ein helsta orsök blindu í fólki á vinnualdri um heim allan en koma má í veg fyrir sjónskerðinguna í yfir 90% tilvika með snemmgreiningu og viðeigandi meðferð. Það er til mikils að vinna þar sem Alþjóðasykursýkissamtökin (IDF) gera ráð fyrir að í dag séu í kringum hálfur milljarður manna með sykursýki og sú tala eigi eftir að fara yfir 700 milljónir árið 2045. RetinaRisk mun skipta sköpum til að auka líkur á snemmgreiningu og gera fólki kleift að bregðast við í tíma til að koma í veg fyrir sjónskerðingu og blindu,“ segir í tilkynningunni. Risk ehf. (retinarisk.com) var stofnað af Einari Stefánssyni augnlækni, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, og Örnu Guðmundsdóttur, innkirtlalækni. RetinaRisk áhættureiknirinn var þróaður með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs og innlendra fjárfesta og er sá fyrsti í röð áhættureikna fyrir sykursýki og aðra króníska sjúkdóma sem eru í þróun. Þörfin fyrir vísindalega nákvæmt áhættumat, eins og RetinaRisk, til að bera kennsl á fólk sem þarf aukna heilbrigðisþjónustu og eftirfylgni sé orðin gríðarlega mikilvæg í dag. „Sjúklingahópar með króníska sjúkdóma, eins og sykursýki, fara ört stækkandi og þörfin fyrir aukna og einstaklingsmiðaða upplýsingagjöf og snjallari forgangsröðun á framboði heilbrigðisþjónustu mun aukast verulega á næstu árum. Það sterka vísinda- og þróunarstarf sem Risk ehf. hefur unnið síðustu 10 ár setur fyrirtækið í fremstu röð til að mæta þessari þörf.“ Bandarísku sykursýkissamtökin, eða ADA (diabetes.org), eru stærstu sykursýkissamtök heims og leiðandi á sviði sykursýkismeðferðar. Mikið vísindastarf sé unnið innan samtakana og alþjóðlegir staðlar um meðferð og skilgreiningu á sjúkdómnum eigi oftar en ekki uppruna sinn innan veggja þeirra. Að sögn Sigurbjargar Ástu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra, munu Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin halda áfram að þróa samstarfið. „Við erum afar ánægð með þetta samstarf með ADA en í því felst mikil viðurkenning á RetinaRisk áhættureikninum. Samstarfið mun nýtast okkur sem stökkpallur inn á Bandaríkjamarkað, sem er einn af mikilvægustu mörkuðum heims fyrir stafrænar heilbrigðislausnir tengdar sykursýki,” segir Sigurbjörg Ásta. Áhugasamir geta nálgast RetinaRisk áhættureikninn hér og þeir sem eru með sykursýki geta reiknað út áhættu á sjónskerðandi augnsjúkdómum. Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Reiknirinn er sá eini sinnar tegundar í heiminum og er afrakstur yfir 10 ára vísindarannsókna og þróunar á Íslandi og erlendis. Í tilkynningu segir að með þessu samstarfi sé stigið fyrsta skrefið með ADA á vegferð í átt að því að gjörbylta einstaklingsbundinni sykursýkismeðferð á heimsvísu. „Sykursýki er í dag ein helsta orsök blindu í fólki á vinnualdri um heim allan en koma má í veg fyrir sjónskerðinguna í yfir 90% tilvika með snemmgreiningu og viðeigandi meðferð. Það er til mikils að vinna þar sem Alþjóðasykursýkissamtökin (IDF) gera ráð fyrir að í dag séu í kringum hálfur milljarður manna með sykursýki og sú tala eigi eftir að fara yfir 700 milljónir árið 2045. RetinaRisk mun skipta sköpum til að auka líkur á snemmgreiningu og gera fólki kleift að bregðast við í tíma til að koma í veg fyrir sjónskerðingu og blindu,“ segir í tilkynningunni. Risk ehf. (retinarisk.com) var stofnað af Einari Stefánssyni augnlækni, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, og Örnu Guðmundsdóttur, innkirtlalækni. RetinaRisk áhættureiknirinn var þróaður með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs og innlendra fjárfesta og er sá fyrsti í röð áhættureikna fyrir sykursýki og aðra króníska sjúkdóma sem eru í þróun. Þörfin fyrir vísindalega nákvæmt áhættumat, eins og RetinaRisk, til að bera kennsl á fólk sem þarf aukna heilbrigðisþjónustu og eftirfylgni sé orðin gríðarlega mikilvæg í dag. „Sjúklingahópar með króníska sjúkdóma, eins og sykursýki, fara ört stækkandi og þörfin fyrir aukna og einstaklingsmiðaða upplýsingagjöf og snjallari forgangsröðun á framboði heilbrigðisþjónustu mun aukast verulega á næstu árum. Það sterka vísinda- og þróunarstarf sem Risk ehf. hefur unnið síðustu 10 ár setur fyrirtækið í fremstu röð til að mæta þessari þörf.“ Bandarísku sykursýkissamtökin, eða ADA (diabetes.org), eru stærstu sykursýkissamtök heims og leiðandi á sviði sykursýkismeðferðar. Mikið vísindastarf sé unnið innan samtakana og alþjóðlegir staðlar um meðferð og skilgreiningu á sjúkdómnum eigi oftar en ekki uppruna sinn innan veggja þeirra. Að sögn Sigurbjargar Ástu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra, munu Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin halda áfram að þróa samstarfið. „Við erum afar ánægð með þetta samstarf með ADA en í því felst mikil viðurkenning á RetinaRisk áhættureikninum. Samstarfið mun nýtast okkur sem stökkpallur inn á Bandaríkjamarkað, sem er einn af mikilvægustu mörkuðum heims fyrir stafrænar heilbrigðislausnir tengdar sykursýki,” segir Sigurbjörg Ásta. Áhugasamir geta nálgast RetinaRisk áhættureikninn hér og þeir sem eru með sykursýki geta reiknað út áhættu á sjónskerðandi augnsjúkdómum.
Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira