Sanchez tryggði Inter Ofurbikarinn á síðustu mínútu framlengingar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 23:00 Sanchez fagnar sigurmarki sínu. Emilio Andreoli/Getty Images Það var heldur betur dramatík er Ítalíumeistarar Inter og Juventus mættust í leiknum um ítalska Ofurbikarinn í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútu framlengingar eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Juventus komst yfir um miðbik fyrri hálfleik þegar Álvaro Morata gaf fyrir á miðjumanninn Weston McKennie sem skoraði með skalla af stuttu færi. Adam var þó ekki lengi í paradís en tíu mínútum síðar fengu Ítalíumeistararnir vítaspyrnu er Mattia De Sciglio braut á Daniele Doveri innan vítateigs. Á punktinn steig argentíski framherjinn Lautaro Martinez og skoraði hann af öruggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var markalaus en bæði lið gerðu urmul skiptinga. Þegar stundarfjórðungur var til loka venjulega leiktíma kom Alexis Sanchez inn af bekknum. Talað hefur verið um að Inter sé tilbúið að leyfa honum að fara frítt í janúar en Sanchez minnti heldur betur á sig í kvöld. Staðan var enn jöfn 1-1 eftir 90 mínútur, því þurfti að framlengja. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni en á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Sanchez eftir darraðardans í vítateig Juventus. | PARTY TIME Pure Nerazzurri joy after @Alexis_Sanchez's winner! pic.twitter.com/9ukEC8gvTb— Inter (@Inter_en) January 12, 2022 Sanchez fagnaði með því að rífa sig úr búningnum sem og treyjunni sem var þar undir. Hann fékk gult spjald fyrir en gat vart verið meira sama. Staðan orðin 2-1 og var leikurinn flautaður af í kjölfarið. Ítalíumeistarar Inter vinna þar með Ofurbikarinn 2022. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira
Juventus komst yfir um miðbik fyrri hálfleik þegar Álvaro Morata gaf fyrir á miðjumanninn Weston McKennie sem skoraði með skalla af stuttu færi. Adam var þó ekki lengi í paradís en tíu mínútum síðar fengu Ítalíumeistararnir vítaspyrnu er Mattia De Sciglio braut á Daniele Doveri innan vítateigs. Á punktinn steig argentíski framherjinn Lautaro Martinez og skoraði hann af öruggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var markalaus en bæði lið gerðu urmul skiptinga. Þegar stundarfjórðungur var til loka venjulega leiktíma kom Alexis Sanchez inn af bekknum. Talað hefur verið um að Inter sé tilbúið að leyfa honum að fara frítt í janúar en Sanchez minnti heldur betur á sig í kvöld. Staðan var enn jöfn 1-1 eftir 90 mínútur, því þurfti að framlengja. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni en á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Sanchez eftir darraðardans í vítateig Juventus. | PARTY TIME Pure Nerazzurri joy after @Alexis_Sanchez's winner! pic.twitter.com/9ukEC8gvTb— Inter (@Inter_en) January 12, 2022 Sanchez fagnaði með því að rífa sig úr búningnum sem og treyjunni sem var þar undir. Hann fékk gult spjald fyrir en gat vart verið meira sama. Staðan orðin 2-1 og var leikurinn flautaður af í kjölfarið. Ítalíumeistarar Inter vinna þar með Ofurbikarinn 2022.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Sjá meira