„Gummi og Ómar Ingi þurfa að finna millilendingu til að hann nýtist“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2022 12:30 Enn er beðið eftir því að Ómar Ingi Magnússon sýni sparihliðarnar með íslenska landsliðinu. vísir/hulda margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson segja að nú sé kominn tími á að Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins 2021, springi út með íslenska landsliðinu. Þeir benda þó á að það sé einnig á ábyrgð þjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar. Ómar Ingi átti frábært ár í fyrra. Hann var marka- og næststoðsendingahæstur í þýsku úrvalsdeildinni, vann EHF-bikarinn og heimsmeistarakeppni félagsliða með Magdeburg sem situr núna á toppi þýsku deildarinnar og hefur unnið alla leiki sína nema einn. Og í árslok var Ómar Ingi valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Þrátt fyrir afar farsælan feril með sínum félagsliðum hefur Ómar Ingi ekki sýnt sparihliðarnar með íslenska A-landsliðinu. Það er því talsverð pressa á Selfyssingnum fyrir Evrópumótið eins og þeir Ásgeir Örn og Róbert ræddu um við Stefán Árna Pálsson í EM-hlaðvarpinu. „Jú, algjörlega. Nú viljum við virkilega sjá hann skila sínu. Eins og við vorum að tala um áðan þarf einhver að taka við af Aroni [Pálmarssyni]. Ég vil að við hendum því beint yfir á hann. Leyfum honum að taka fleiri ákvarðanir. En þá verðum við líka að gefa honum tækifæri til að spila vel. Hann verður að fá traust, taktíkin þarf að ganga upp og hann þarf að finna að hann eigi að vera miklu stærri prófíll en hann hefur verið,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er bæði hlutverk þjálfarans og hans, að stimpla þetta þannig inn að hann nái sínu fram. Þetta er þarna. Það er ekki nokkur spurning. Þeir þurfa að fá alvöru stöðuga frammistöðu frá honum.“ Róbert tók í sama streng og sagði að Ómar Ingi og Guðmundur þyrftu að mætast á miðri leið til að hann gæti blómstrað inni á vellinum. „Þetta er tveggja manna dans. Gummi þarf að nota hann rétt og hann þarf líka að aðlaga sig að leiknum hans Gumma. Eins og við töluðum oft um með Óla Stef þegar hann var í Ciudad Real. Hann ætlaði bara að spila eins og þar en við vorum bara ekki nógu góðir til að geta það. En um leið og hann kom niður um fimm hæðir til okkar fór liðið að smella,“ sagði Róbert. „Það skiptir ekki alltaf máli hvaða taktík eða kerfi þú spilar, heldur að allir spili það sama. Þarna þurfa Gummi og Ómar að ná saman og finna einhverja millilendingu til að hann nýtist. Hann var frábær í Danmörku og búinn að vera frábær í Þýskalandi.“ Ómar Ingi er á leið á sitt fimmta stórmót með íslenska landsliðinu. Hann hefur leikið 21 leik á stórmóti og skorað 38 mörk. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Portúgal annað kvöld klukkan 19:30. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Viggó vonast til að fá stórt hlutverk „Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær. 13. janúar 2022 12:01 Ísland á EM 2022: Spútnikstjörnur síðasta móts sem taka vonandi næsta skref Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót þegar þeir mæta á EM í handbolta 2022 13. janúar 2022 11:01 Stóru spurningum fyrir EM svarað: Sigurstranglegir Danir, Alfreð kemur á óvart og pressa á Íslendingum Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í dag. 13. janúar 2022 10:01 Elliði þekkir að vera í stúkunni og á vellinum á stórmótum Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka. 13. janúar 2022 09:01 Guðmundur: Leikirnir telja en ekki yfirlýsingarnar fyrir mót Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er nokkuð brattur í aðdraganda EM enda leikmenn heilir og undirbúningur gengið vel þrátt fyrir allt. 13. janúar 2022 08:01 Guðmundur búinn að vera í einangrun síðan fyrir jól Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól. 12. janúar 2022 20:31 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Ómar Ingi átti frábært ár í fyrra. Hann var marka- og næststoðsendingahæstur í þýsku úrvalsdeildinni, vann EHF-bikarinn og heimsmeistarakeppni félagsliða með Magdeburg sem situr núna á toppi þýsku deildarinnar og hefur unnið alla leiki sína nema einn. Og í árslok var Ómar Ingi valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Þrátt fyrir afar farsælan feril með sínum félagsliðum hefur Ómar Ingi ekki sýnt sparihliðarnar með íslenska A-landsliðinu. Það er því talsverð pressa á Selfyssingnum fyrir Evrópumótið eins og þeir Ásgeir Örn og Róbert ræddu um við Stefán Árna Pálsson í EM-hlaðvarpinu. „Jú, algjörlega. Nú viljum við virkilega sjá hann skila sínu. Eins og við vorum að tala um áðan þarf einhver að taka við af Aroni [Pálmarssyni]. Ég vil að við hendum því beint yfir á hann. Leyfum honum að taka fleiri ákvarðanir. En þá verðum við líka að gefa honum tækifæri til að spila vel. Hann verður að fá traust, taktíkin þarf að ganga upp og hann þarf að finna að hann eigi að vera miklu stærri prófíll en hann hefur verið,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er bæði hlutverk þjálfarans og hans, að stimpla þetta þannig inn að hann nái sínu fram. Þetta er þarna. Það er ekki nokkur spurning. Þeir þurfa að fá alvöru stöðuga frammistöðu frá honum.“ Róbert tók í sama streng og sagði að Ómar Ingi og Guðmundur þyrftu að mætast á miðri leið til að hann gæti blómstrað inni á vellinum. „Þetta er tveggja manna dans. Gummi þarf að nota hann rétt og hann þarf líka að aðlaga sig að leiknum hans Gumma. Eins og við töluðum oft um með Óla Stef þegar hann var í Ciudad Real. Hann ætlaði bara að spila eins og þar en við vorum bara ekki nógu góðir til að geta það. En um leið og hann kom niður um fimm hæðir til okkar fór liðið að smella,“ sagði Róbert. „Það skiptir ekki alltaf máli hvaða taktík eða kerfi þú spilar, heldur að allir spili það sama. Þarna þurfa Gummi og Ómar að ná saman og finna einhverja millilendingu til að hann nýtist. Hann var frábær í Danmörku og búinn að vera frábær í Þýskalandi.“ Ómar Ingi er á leið á sitt fimmta stórmót með íslenska landsliðinu. Hann hefur leikið 21 leik á stórmóti og skorað 38 mörk. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Portúgal annað kvöld klukkan 19:30.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Viggó vonast til að fá stórt hlutverk „Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær. 13. janúar 2022 12:01 Ísland á EM 2022: Spútnikstjörnur síðasta móts sem taka vonandi næsta skref Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót þegar þeir mæta á EM í handbolta 2022 13. janúar 2022 11:01 Stóru spurningum fyrir EM svarað: Sigurstranglegir Danir, Alfreð kemur á óvart og pressa á Íslendingum Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í dag. 13. janúar 2022 10:01 Elliði þekkir að vera í stúkunni og á vellinum á stórmótum Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka. 13. janúar 2022 09:01 Guðmundur: Leikirnir telja en ekki yfirlýsingarnar fyrir mót Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er nokkuð brattur í aðdraganda EM enda leikmenn heilir og undirbúningur gengið vel þrátt fyrir allt. 13. janúar 2022 08:01 Guðmundur búinn að vera í einangrun síðan fyrir jól Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól. 12. janúar 2022 20:31 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Viggó vonast til að fá stórt hlutverk „Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær. 13. janúar 2022 12:01
Ísland á EM 2022: Spútnikstjörnur síðasta móts sem taka vonandi næsta skref Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót þegar þeir mæta á EM í handbolta 2022 13. janúar 2022 11:01
Stóru spurningum fyrir EM svarað: Sigurstranglegir Danir, Alfreð kemur á óvart og pressa á Íslendingum Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í dag. 13. janúar 2022 10:01
Elliði þekkir að vera í stúkunni og á vellinum á stórmótum Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka. 13. janúar 2022 09:01
Guðmundur: Leikirnir telja en ekki yfirlýsingarnar fyrir mót Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er nokkuð brattur í aðdraganda EM enda leikmenn heilir og undirbúningur gengið vel þrátt fyrir allt. 13. janúar 2022 08:01
Guðmundur búinn að vera í einangrun síðan fyrir jól Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól. 12. janúar 2022 20:31