Níu íbúar á Eir hjúkrunarheimili með Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2022 11:34 Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Vísir/Vilhelm Níu íbúar á Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi hafa greinst með Covid-19. Íbúarnir eru sagðir vera með lítil eða engin einkenni en flestir þeirra hafa verið þríbólusettir. Fyrsta tilfellið greindist um helgina og í kjölfarið voru aðrir íbúar og starfsmenn sendir í skimun. Þá greindust átta heimilismenn til viðbótar á sunnudag. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, á von á því að allir íbúarnir verði lausir úr einangrun á mánudag. Hún segir að faraldurinn hafi reynst hjúkrunarheimilunum mikil áskorun og nú séu um tíu til tuttugu prósent starfsmanna ýmist í sóttkví eða einangrun. „Erfiðast hjá okkur er auðvitað hjá okkur að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví. Íbúarnir fá nokkuð skerta þjónustu af því að við erum nánast undirmönnuð á hverri vakt. Það er nánast alltaf einhver í sóttkví eða einangrun, eða börn þeirra. Við finnum alveg verulega mikið álag á öllum vígstöðvum, við umönnun, í rekstrardeild og viðhaldi. Þetta er rosalega erfitt tímabil núna.“ Leyft að vinna í sóttkví Líkt og fleiri vinnustaðir hafa hjúkrunarheimilin nýtt nýja heimild í reglum um sóttkví og boðið þríbólusettum starfsmönnum að mæta til vinnu á meðan þeir eru í sóttkví. Þeir starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímu öllum stundum, eru með sér salerni og kaffiaðstöðu og draga úr umgengni við aðra eins og mögulegt er. „Það hefur gegnið vel en það auðvitað eykur álagið á viðkomandi starfsmann og samstarfsfólk, þetta er erfiðara,“ segir Þórdís Hulda. Hún segir stjórnendur hafi eðlilega þurft að draga verulega úr sameiginlegum viðburðum á heimilunum í sóttvarnaskyni sem hafi haft nokkur áhrif á íbúana. Þó sé enn boðið upp á iðju- og sjúkraþjálfun. „Það starfsfólk sem kemst til vinnu er ótrúlega duglegt og jákvætt, það er mikill liðsandi meðal starfsmanna sem maður er mjög þakklátur fyrir. Við höfum ekki lokað fyrir heimsóknir en við upplifum samt að aðstandendur séu aðeins að draga sig í hlé og er kannski að koma sjaldnar, styttra og færri í einu. Fyrir það erum við mjög þakklát.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Fyrsta tilfellið greindist um helgina og í kjölfarið voru aðrir íbúar og starfsmenn sendir í skimun. Þá greindust átta heimilismenn til viðbótar á sunnudag. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, á von á því að allir íbúarnir verði lausir úr einangrun á mánudag. Hún segir að faraldurinn hafi reynst hjúkrunarheimilunum mikil áskorun og nú séu um tíu til tuttugu prósent starfsmanna ýmist í sóttkví eða einangrun. „Erfiðast hjá okkur er auðvitað hjá okkur að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví. Íbúarnir fá nokkuð skerta þjónustu af því að við erum nánast undirmönnuð á hverri vakt. Það er nánast alltaf einhver í sóttkví eða einangrun, eða börn þeirra. Við finnum alveg verulega mikið álag á öllum vígstöðvum, við umönnun, í rekstrardeild og viðhaldi. Þetta er rosalega erfitt tímabil núna.“ Leyft að vinna í sóttkví Líkt og fleiri vinnustaðir hafa hjúkrunarheimilin nýtt nýja heimild í reglum um sóttkví og boðið þríbólusettum starfsmönnum að mæta til vinnu á meðan þeir eru í sóttkví. Þeir starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímu öllum stundum, eru með sér salerni og kaffiaðstöðu og draga úr umgengni við aðra eins og mögulegt er. „Það hefur gegnið vel en það auðvitað eykur álagið á viðkomandi starfsmann og samstarfsfólk, þetta er erfiðara,“ segir Þórdís Hulda. Hún segir stjórnendur hafi eðlilega þurft að draga verulega úr sameiginlegum viðburðum á heimilunum í sóttvarnaskyni sem hafi haft nokkur áhrif á íbúana. Þó sé enn boðið upp á iðju- og sjúkraþjálfun. „Það starfsfólk sem kemst til vinnu er ótrúlega duglegt og jákvætt, það er mikill liðsandi meðal starfsmanna sem maður er mjög þakklátur fyrir. Við höfum ekki lokað fyrir heimsóknir en við upplifum samt að aðstandendur séu aðeins að draga sig í hlé og er kannski að koma sjaldnar, styttra og færri í einu. Fyrir það erum við mjög þakklát.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira