Segir veitingaaðilum létt með óbreyttum reglum og styrkjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 14:18 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Reglur hvað varða veitingastaði hér á landi eru nokkurn veginn óbreyttar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta mikinn létti fyrir veitingahúsaeigendur og hótelrekendur sem hafi verið farnir að reikna með enn harðarði takmörkunum. Tíu mega koma saman í stað tuttugu frá miðnætti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar takmarkanir fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag. Nýjar takmarkanir gilda til 2. febrúar. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, staðgengill fjármálaráðherra, tilkynnti einnig að ráðist yrði í efnahagsaðgerðir til þess að bæta tekjufall. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þrjár leiðir til í minnisblaði sínu. Í þeirri leið sem ríkisstjórnin segist hafa farið eftir að mestu leyti lagði Þórólfur til að minnka hólfin á veitingastöðum í tíu manns úr tuttugu. Ríkisstjórnin féllst ekki á þetta. Allt verður óbreytt á veitingastöðum. Tuttugu í hólfi, má hleypa inn til 21 og allir komnir út fyrir klukkan 22. „Þetta er heldur skárra en það sýndist í upphafi fyrir veitingarekstur. Tíu manns er mjög erfitt. Ég heyrði strax af veitingamönnum sem höfðu í hyggju að loka,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Veitingastaðir og hótel geta því haldið áfram uppteknum hætti. „Þetta gerir þeim auðveldara að halda áfram með skynsamlegum hætt með þessum reglum.“ Nýjar reglur herði þó að starfsemi í ferðamennskunni. Þeir sem eru með hópa sem vilja komast í afþreyingu, hvalaskoðun, vélsleðaferðir og annað þurfi að minnka hópana. „Þetta þrengir að á ýmsan máta.“ Jóhannes fagnar því að ríkisstjórnin ætli að mæta aðilum í bransanum með úrræðum. „Koma til móts við þetta mikla og langvarandi tekjufall sem sóttvarnaaðgerðir eru að valda veitingastöðunum,“ segir Jóhannes. Hann vonar að horft verði til fyrri styrkveitinga í faraldrinum við útfærslu styrkjanna. Þórdís Kolbrún sagði reglugerð um styrki í smíðum í ráðuneytinu og aðgerðirnar yrðu ræddar á Alþingi á mánudag. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Tíu mega koma saman í stað tuttugu frá miðnætti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar takmarkanir fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag. Nýjar takmarkanir gilda til 2. febrúar. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, staðgengill fjármálaráðherra, tilkynnti einnig að ráðist yrði í efnahagsaðgerðir til þess að bæta tekjufall. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þrjár leiðir til í minnisblaði sínu. Í þeirri leið sem ríkisstjórnin segist hafa farið eftir að mestu leyti lagði Þórólfur til að minnka hólfin á veitingastöðum í tíu manns úr tuttugu. Ríkisstjórnin féllst ekki á þetta. Allt verður óbreytt á veitingastöðum. Tuttugu í hólfi, má hleypa inn til 21 og allir komnir út fyrir klukkan 22. „Þetta er heldur skárra en það sýndist í upphafi fyrir veitingarekstur. Tíu manns er mjög erfitt. Ég heyrði strax af veitingamönnum sem höfðu í hyggju að loka,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Veitingastaðir og hótel geta því haldið áfram uppteknum hætti. „Þetta gerir þeim auðveldara að halda áfram með skynsamlegum hætt með þessum reglum.“ Nýjar reglur herði þó að starfsemi í ferðamennskunni. Þeir sem eru með hópa sem vilja komast í afþreyingu, hvalaskoðun, vélsleðaferðir og annað þurfi að minnka hópana. „Þetta þrengir að á ýmsan máta.“ Jóhannes fagnar því að ríkisstjórnin ætli að mæta aðilum í bransanum með úrræðum. „Koma til móts við þetta mikla og langvarandi tekjufall sem sóttvarnaaðgerðir eru að valda veitingastöðunum,“ segir Jóhannes. Hann vonar að horft verði til fyrri styrkveitinga í faraldrinum við útfærslu styrkjanna. Þórdís Kolbrún sagði reglugerð um styrki í smíðum í ráðuneytinu og aðgerðirnar yrðu ræddar á Alþingi á mánudag. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03