Segir veitingaaðilum létt með óbreyttum reglum og styrkjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 14:18 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Reglur hvað varða veitingastaði hér á landi eru nokkurn veginn óbreyttar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta mikinn létti fyrir veitingahúsaeigendur og hótelrekendur sem hafi verið farnir að reikna með enn harðarði takmörkunum. Tíu mega koma saman í stað tuttugu frá miðnætti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar takmarkanir fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag. Nýjar takmarkanir gilda til 2. febrúar. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, staðgengill fjármálaráðherra, tilkynnti einnig að ráðist yrði í efnahagsaðgerðir til þess að bæta tekjufall. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þrjár leiðir til í minnisblaði sínu. Í þeirri leið sem ríkisstjórnin segist hafa farið eftir að mestu leyti lagði Þórólfur til að minnka hólfin á veitingastöðum í tíu manns úr tuttugu. Ríkisstjórnin féllst ekki á þetta. Allt verður óbreytt á veitingastöðum. Tuttugu í hólfi, má hleypa inn til 21 og allir komnir út fyrir klukkan 22. „Þetta er heldur skárra en það sýndist í upphafi fyrir veitingarekstur. Tíu manns er mjög erfitt. Ég heyrði strax af veitingamönnum sem höfðu í hyggju að loka,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Veitingastaðir og hótel geta því haldið áfram uppteknum hætti. „Þetta gerir þeim auðveldara að halda áfram með skynsamlegum hætt með þessum reglum.“ Nýjar reglur herði þó að starfsemi í ferðamennskunni. Þeir sem eru með hópa sem vilja komast í afþreyingu, hvalaskoðun, vélsleðaferðir og annað þurfi að minnka hópana. „Þetta þrengir að á ýmsan máta.“ Jóhannes fagnar því að ríkisstjórnin ætli að mæta aðilum í bransanum með úrræðum. „Koma til móts við þetta mikla og langvarandi tekjufall sem sóttvarnaaðgerðir eru að valda veitingastöðunum,“ segir Jóhannes. Hann vonar að horft verði til fyrri styrkveitinga í faraldrinum við útfærslu styrkjanna. Þórdís Kolbrún sagði reglugerð um styrki í smíðum í ráðuneytinu og aðgerðirnar yrðu ræddar á Alþingi á mánudag. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Tíu mega koma saman í stað tuttugu frá miðnætti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar takmarkanir fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag. Nýjar takmarkanir gilda til 2. febrúar. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, staðgengill fjármálaráðherra, tilkynnti einnig að ráðist yrði í efnahagsaðgerðir til þess að bæta tekjufall. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þrjár leiðir til í minnisblaði sínu. Í þeirri leið sem ríkisstjórnin segist hafa farið eftir að mestu leyti lagði Þórólfur til að minnka hólfin á veitingastöðum í tíu manns úr tuttugu. Ríkisstjórnin féllst ekki á þetta. Allt verður óbreytt á veitingastöðum. Tuttugu í hólfi, má hleypa inn til 21 og allir komnir út fyrir klukkan 22. „Þetta er heldur skárra en það sýndist í upphafi fyrir veitingarekstur. Tíu manns er mjög erfitt. Ég heyrði strax af veitingamönnum sem höfðu í hyggju að loka,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Veitingastaðir og hótel geta því haldið áfram uppteknum hætti. „Þetta gerir þeim auðveldara að halda áfram með skynsamlegum hætt með þessum reglum.“ Nýjar reglur herði þó að starfsemi í ferðamennskunni. Þeir sem eru með hópa sem vilja komast í afþreyingu, hvalaskoðun, vélsleðaferðir og annað þurfi að minnka hópana. „Þetta þrengir að á ýmsan máta.“ Jóhannes fagnar því að ríkisstjórnin ætli að mæta aðilum í bransanum með úrræðum. „Koma til móts við þetta mikla og langvarandi tekjufall sem sóttvarnaaðgerðir eru að valda veitingastöðunum,“ segir Jóhannes. Hann vonar að horft verði til fyrri styrkveitinga í faraldrinum við útfærslu styrkjanna. Þórdís Kolbrún sagði reglugerð um styrki í smíðum í ráðuneytinu og aðgerðirnar yrðu ræddar á Alþingi á mánudag. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Mun algengara að konan sé heima með börnin verði skólum lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03