Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. janúar 2022 08:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í svari til heilbrigðisráðuneytisins að í delta-bylgjunni hafi fólk með einn skammt af Janssen verið þrisvar sinnum líklegra til að smitast en þeir sem voru með tvo skammta af öðru bóluefni. vísir/vilhelm Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis sem óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um það hvers vegna breytingar á reglum um sóttkví næðu ekki til þeirra sem hefðu aðeins fengið einn örvunarskammt í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Með breytingunum er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Margir þeir sem höfðu þegið einn örvunarskammt eftir að hafa hlotið grunnbólusetningu með Janssen undruðust að reglurnar næðu ekki til þeirra nema þeir hefðu einnig fengið þriðju sprautu. Þrefalt líklegri til að smitast Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis segir að við gerð nýju reglnanna hafi verið ákveðið að fylgja nýjustu læknisfræðilegu þekkingu á Covid-19 og þeim bóluefnum sem notuð hafa verið gegn sjúkdómnum. Þannig sé tekið mið af því „hversu vel ætla megi að einstaklingar séu varðir gegn COVID-19 í reynd en ekki endilega hvort markaðsleyfi bóluefnisins miði grunnbólusetningu við einn eða tvo skammta,“ eins og segir í svarinu. Við gerð þess ráðfærði heilbrigðisráðuneytið sig við sóttvarnalækni sem bendir meðal annars á að í ljós hafi komið, síðasta sumar þegar delta-afbrigðið tók yfir hér á landi, að smittíðni þeirra sem höfðu fengið einn skammt af Janssen væri þreföld miðað við smittíðni þeirra sem höfðu fengið tvo skammta af öðrum bóluefnum. Allar rannsóknir nú bendi þá til þess að einn skammtur af Janssen veiti sambærilega vernd og einn skammtur af öðrum bóluefnum og að grunnbólusetning með Janssen og einn örvunarskammtur með öðru bóluefni verndi eins vel og tveir skammtar af öðrum efnum. Því ætti að líta á það sem grunnbólusetningu við gerð sóttvarnareglna í framtíðinni þrátt fyrir að markaðsleyfi Janssen geri ráð fyrir að einn skammtur veiti grunnbólusetningu. Sóttvarnalæknir bendir á að einn skammtur af Janssen hafi virkað eins vel og til var ætlast gegn upprunalega afbrigði veirunnar en um leið og meira smitandi afbrigði hafi skotið upp kollinum hafi þetta misræmi komið fram. Því virðist sem svo að allar fyrri hugmyndir um Janssen séu fyrir bí í augum heilbrigðisyfirvalda og ef þeir sem fengu upprunalega Janssen vilja sleppa við ströngustu sóttkvíarreglur verða þeir að fá sér þriðja skammtinn af bóluefni. Þeir geta átt von á að fá boð í hann frá janúarlokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis sem óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um það hvers vegna breytingar á reglum um sóttkví næðu ekki til þeirra sem hefðu aðeins fengið einn örvunarskammt í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Með breytingunum er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Margir þeir sem höfðu þegið einn örvunarskammt eftir að hafa hlotið grunnbólusetningu með Janssen undruðust að reglurnar næðu ekki til þeirra nema þeir hefðu einnig fengið þriðju sprautu. Þrefalt líklegri til að smitast Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis segir að við gerð nýju reglnanna hafi verið ákveðið að fylgja nýjustu læknisfræðilegu þekkingu á Covid-19 og þeim bóluefnum sem notuð hafa verið gegn sjúkdómnum. Þannig sé tekið mið af því „hversu vel ætla megi að einstaklingar séu varðir gegn COVID-19 í reynd en ekki endilega hvort markaðsleyfi bóluefnisins miði grunnbólusetningu við einn eða tvo skammta,“ eins og segir í svarinu. Við gerð þess ráðfærði heilbrigðisráðuneytið sig við sóttvarnalækni sem bendir meðal annars á að í ljós hafi komið, síðasta sumar þegar delta-afbrigðið tók yfir hér á landi, að smittíðni þeirra sem höfðu fengið einn skammt af Janssen væri þreföld miðað við smittíðni þeirra sem höfðu fengið tvo skammta af öðrum bóluefnum. Allar rannsóknir nú bendi þá til þess að einn skammtur af Janssen veiti sambærilega vernd og einn skammtur af öðrum bóluefnum og að grunnbólusetning með Janssen og einn örvunarskammtur með öðru bóluefni verndi eins vel og tveir skammtar af öðrum efnum. Því ætti að líta á það sem grunnbólusetningu við gerð sóttvarnareglna í framtíðinni þrátt fyrir að markaðsleyfi Janssen geri ráð fyrir að einn skammtur veiti grunnbólusetningu. Sóttvarnalæknir bendir á að einn skammtur af Janssen hafi virkað eins vel og til var ætlast gegn upprunalega afbrigði veirunnar en um leið og meira smitandi afbrigði hafi skotið upp kollinum hafi þetta misræmi komið fram. Því virðist sem svo að allar fyrri hugmyndir um Janssen séu fyrir bí í augum heilbrigðisyfirvalda og ef þeir sem fengu upprunalega Janssen vilja sleppa við ströngustu sóttkvíarreglur verða þeir að fá sér þriðja skammtinn af bóluefni. Þeir geta átt von á að fá boð í hann frá janúarlokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu