Hinseginvika í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2022 14:06 Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar, sem er meðal annars í forsvari fyrir Hinseginvikuna í Sveitarfélaginu Árborg. gpp Hinseginvika verður haldin í fyrsta skipti í Sveitarfélaginu Árborg í næstu viku. Tilgangur vikunnar er að auka fræðslu og skapa umræður, sem tengjast hinseginmálum. Sérstakar hinseginkökur verða bakaðar. Vikan hefst formlega á mánudaginn og stendur til 23. janúar. Það er forvarnarteymi Árborgar í samvinnu við sveitarfélagið, sem standa að vikunni. Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar er í forsvari fyrir Hinseginvikuna. „Vikan er haldin til að auka fræðslu og sýnileika. Við viljum svo skapa umræður og veita stuðning til þeirra, sem tengja við hinseginmálefni á einn eða annan hátt,“ segir Dagbjörg og bætir við. Fjölbreytt dagskrá verður í boði alla vikuna þó Covid hafi þar einhver áhrif. „Það er kannski helst að nefna að við verðum með fræðslu frá Samtökunum 78. Sú fræðsla fer fram á Teams og er opin öllum og hægt að sjá upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu Árborgar. Við ætlum líka að vera mjög virk á Instagrami sveitarfélagsins þar sem verður hægt að finna alls konar áhugavert efni um málefnið. Við verðum líka með fræðslu inn í grunnskólunum og leikskólarnir ætla að vinna verkefni tengt hinseginleikanum og svo verða litlir viðburðir fyrir unglingana í félagsmiðstöðinni og svona fleira í þeim dúr,“ segir Dagbjört. Hinseginvikan fer fram dagana 17. til 23. janúar 2022.Aðsend Dagbjört segir að eitthvað af fyrirtækjum ætli að vera með í Hinseginvikunni, til dæmis GK bakarí á Selfossi, sem ætlar að baka í regnbogalitunum, 1905 blómahús ætlar að selja blómvendi í regnbogalitum og svo ætla fyrirtæki í nýja miðbænum að taka virkan þátt í vikunni. Þá ætlar bókaútgáfan Salka og Íslandsbanki að gefa öllum börnum í fyrsta bekk bókina „Vertu þú“. „Svo ætlum við að hvetja alla íbúa sveitarfélagsins að klæða sig í regnbogalitunum miðvikudaginn 19. janúar,“ segir Dagbjört. En hvað með fordóma fyrir hinseginmálum, finnur Dagbjört og hennar starfsfólk enn þá fyrir þeim? „Já, auðvitað eru þeir alveg í samfélaginu og það er ástæðan fyrir því að svona vikur eru svo mikilvægar. En sem betur fer er nú gleðin meira ríkjandi.“ Merki Árborgar í regnbogalitunum.Aðsend Árborg Hinsegin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Vikan hefst formlega á mánudaginn og stendur til 23. janúar. Það er forvarnarteymi Árborgar í samvinnu við sveitarfélagið, sem standa að vikunni. Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar er í forsvari fyrir Hinseginvikuna. „Vikan er haldin til að auka fræðslu og sýnileika. Við viljum svo skapa umræður og veita stuðning til þeirra, sem tengja við hinseginmálefni á einn eða annan hátt,“ segir Dagbjörg og bætir við. Fjölbreytt dagskrá verður í boði alla vikuna þó Covid hafi þar einhver áhrif. „Það er kannski helst að nefna að við verðum með fræðslu frá Samtökunum 78. Sú fræðsla fer fram á Teams og er opin öllum og hægt að sjá upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu Árborgar. Við ætlum líka að vera mjög virk á Instagrami sveitarfélagsins þar sem verður hægt að finna alls konar áhugavert efni um málefnið. Við verðum líka með fræðslu inn í grunnskólunum og leikskólarnir ætla að vinna verkefni tengt hinseginleikanum og svo verða litlir viðburðir fyrir unglingana í félagsmiðstöðinni og svona fleira í þeim dúr,“ segir Dagbjört. Hinseginvikan fer fram dagana 17. til 23. janúar 2022.Aðsend Dagbjört segir að eitthvað af fyrirtækjum ætli að vera með í Hinseginvikunni, til dæmis GK bakarí á Selfossi, sem ætlar að baka í regnbogalitunum, 1905 blómahús ætlar að selja blómvendi í regnbogalitum og svo ætla fyrirtæki í nýja miðbænum að taka virkan þátt í vikunni. Þá ætlar bókaútgáfan Salka og Íslandsbanki að gefa öllum börnum í fyrsta bekk bókina „Vertu þú“. „Svo ætlum við að hvetja alla íbúa sveitarfélagsins að klæða sig í regnbogalitunum miðvikudaginn 19. janúar,“ segir Dagbjört. En hvað með fordóma fyrir hinseginmálum, finnur Dagbjört og hennar starfsfólk enn þá fyrir þeim? „Já, auðvitað eru þeir alveg í samfélaginu og það er ástæðan fyrir því að svona vikur eru svo mikilvægar. En sem betur fer er nú gleðin meira ríkjandi.“ Merki Árborgar í regnbogalitunum.Aðsend
Árborg Hinsegin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira