Norwich lyftir sér úr botnsætinu með öflugum sigri á Everton Atli Arason skrifar 15. janúar 2022 17:20 vísir/Getty Norwich vann bráð nauðsynlegan 2-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn lyftir liðinu upp úr botnsæti deildarinnar og upp í 18. sætið. Norwich byrjaði leikinn á flugi gegn lánlausum Everton mönnum. Michael Keane varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 16. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Adam Idah búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Á 60. mínútu minnkar Richarlison muninn með stórglæsilegu marki er hann skorar úr bakfallsspyrnu inn í vítateig Norwich. Nær komust gestirnir þó ekki og stigin þrjú fara til Norwich. Newcastle áfram í fallsæti Nýir eigendur Newcastle.vísir/Getty Á St. James' Park var voru Kieran Trippier og Chris Wood báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrstu úrvalsdeildarleikjum fyrir Newcastle í 1-1 jafntefli gegn Watford. Allan Saint-Maximin gerði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks þegar hann rænir boltanum af Jeremy Ngkia, bakverði Watford, og kemst inn í vítateig gestanna þar sem hann á skot á nærstöng sem Ben Foster, markvörður Watford, ræður ekki við. Á 88. mínútu jafnar Joao Pedro leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Kiko Femenia af hægri kanti og þar við sat. Newcastle dettur niður í 19. sætið eftir jafnteflið á meðan Watford er áfram í 17. sæti. Adama Traore skorar fyrsta markið sitt á tímabilinu Í Wolverhampton var Southampton í heimsókn í leik þar sem heimamenn unnu 3-1. Wolves komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Jan Bednarek, varnarmaður Southampton, brýtur á Rayan Aït-Nouri inn í vítateig. Eftir að hafa skoðað atvikið betur í VAR skjánum dæmir Michael Sailsbury, dómari leiksins, vítaspyrnu sem Raúl Jiminéz skorar örugglega úr. Conor Coady skoraði annað mark leiksins á 59. mínútu þegar hann skallar boltann í autt netið eftir að kollspyrna Max Kilman hafði endað í stönginni. James Ward Prowse skoraði frábært mark úr aukaspyrnu á 84. mínútu þegar hann skaut utanfótar snuddu sem endaði í marki Wovles. Gestirnir sóttu af krafti eftir mark Ward Prowse sem varð til þess að þeir urðu fáliðaðir í vörninni. Heimamenn nýttu sér það og Adama Traore gulltryggði 3-1 sigur Wolves með marki úr skyndisókn á 91. mínútu. Með sigrinum er Wolves komið upp í 8. sæti á meðan Southampton er í því 12. Enski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira
Norwich byrjaði leikinn á flugi gegn lánlausum Everton mönnum. Michael Keane varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 16. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Adam Idah búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Á 60. mínútu minnkar Richarlison muninn með stórglæsilegu marki er hann skorar úr bakfallsspyrnu inn í vítateig Norwich. Nær komust gestirnir þó ekki og stigin þrjú fara til Norwich. Newcastle áfram í fallsæti Nýir eigendur Newcastle.vísir/Getty Á St. James' Park var voru Kieran Trippier og Chris Wood báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrstu úrvalsdeildarleikjum fyrir Newcastle í 1-1 jafntefli gegn Watford. Allan Saint-Maximin gerði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks þegar hann rænir boltanum af Jeremy Ngkia, bakverði Watford, og kemst inn í vítateig gestanna þar sem hann á skot á nærstöng sem Ben Foster, markvörður Watford, ræður ekki við. Á 88. mínútu jafnar Joao Pedro leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Kiko Femenia af hægri kanti og þar við sat. Newcastle dettur niður í 19. sætið eftir jafnteflið á meðan Watford er áfram í 17. sæti. Adama Traore skorar fyrsta markið sitt á tímabilinu Í Wolverhampton var Southampton í heimsókn í leik þar sem heimamenn unnu 3-1. Wolves komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Jan Bednarek, varnarmaður Southampton, brýtur á Rayan Aït-Nouri inn í vítateig. Eftir að hafa skoðað atvikið betur í VAR skjánum dæmir Michael Sailsbury, dómari leiksins, vítaspyrnu sem Raúl Jiminéz skorar örugglega úr. Conor Coady skoraði annað mark leiksins á 59. mínútu þegar hann skallar boltann í autt netið eftir að kollspyrna Max Kilman hafði endað í stönginni. James Ward Prowse skoraði frábært mark úr aukaspyrnu á 84. mínútu þegar hann skaut utanfótar snuddu sem endaði í marki Wovles. Gestirnir sóttu af krafti eftir mark Ward Prowse sem varð til þess að þeir urðu fáliðaðir í vörninni. Heimamenn nýttu sér það og Adama Traore gulltryggði 3-1 sigur Wolves með marki úr skyndisókn á 91. mínútu. Með sigrinum er Wolves komið upp í 8. sæti á meðan Southampton er í því 12.
Enski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira