Fengu tiltal frá lögreglu vegna ruglingslegra sóttvarnareglna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 20:19 Brynjólfur J. Baldursson, annar eigenda Gróðurhússins, segir sóttvarnareglur nokkuð ruglingslegar eftir að nýjar reglur tóku gildi á miðnætti en þakkar þó fyrir að lögregla hafi komið og bent á hvað mætti betur fara. Vísir Lögreglan á Suðurlandi heimsótti Gróðurhúsið í Hveragerði fyrr í kvöld vegna sóttvarnareglna sem höfðu verið brotnar inni í mathöllinni á staðnum. Eigandi Gróðurhússins segir að bætt verði úr sóttvörnum á staðnum fyrir morgundaginn en reglur hafi verið óskýrar þegar þær breyttust á miðnætti í gær. Lögreglu bar að garði í Gróðurhúsinu fyrr í kvöld og gerði hún athugasemdir við rekstraraðila þar sem ekki var gætt nógu vel að sóttvörnum. Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins, segir að bætt hafi verið úr því sem hægt var að bæta í kvöld en á morgun verði farið enn betur yfir sóttvarnir í samráði við lögreglu. „Við vorum að fá ábendingar um hvernig hægt væri að bæta sóttvarnir á milli hólfa og við erum að reyna að laga það. Við fáum frest fram á morgundaginn til að kippa þessu í liðinn,“ segir Brynjólfur í samtali við fréttastofu. Mathöllinni í Gróðurhúsinu er skipt í átta sóttvarnahólf og mega tuttugu vera inni í hverju hólfi. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega enn vera tuttugu í rými á veitingastöðum og opnunartími er óbreyttur en Brynjólfur segir að verið sé að fylgjast enn betur með sóttvörnum nú þegar staða faraldursins er jafn slæm og hún er. Brynjólfur segir að leiðbeiningar um fjarlægð milli sóttvarnahólfa ekki hafa verið nógu skýrar.Vísir Nú verða veitingastaðirnir í mathöllinni látnir sjá um að bera mat á borð, til að minnka flakk gesta á milli hólfa, og verður það gert strax í kvöld. Á morgun verði svo farið yfir hvernig megi tryggja að fólk fari em minnst milli hólfa, hvernig tryggja megi nægar fjarlægðir milli hólfanna og svo framvegis. „Maður er bara að læra. Sóttvarnareglurnar hafa greinilega breyst þannig að það er verið að fylgja fastar eftir núna. Eðlilega kannski,“ segir Brynjólfur. „Við erum bara að laga það sem þarf að laga og svo kemur lögreglan aftur á morgun og skoðar með okkur úrbæturnar, svo allt sé eins og það á að vera.“ Mismunandi reglur í sitthvorum enda hússins Hann segir sóttvarnareglurnar að mörgu leyti óskýrar. „Maður finnur það þegar maður er að ræða þessi mál við kollega og við erum líka frekar ný í þessu þannig að við erum að læra bara á sama tíma og við gerum hlutina. En þegar maður las reglurnar þá skildi maður þetta öðruvísi en núna þegar við fengum athugasemdir frá lögreglunni.“ „Eins og þetta með hólfin, maður áttaði sig ekki á því hvað þyrfti að vera langt á milli þeirra og hvernig útgangar eiga að vera merktir. Mögulega eigum við bara að lesa þetta betur og leita okkur meiri hjálpar en ég held að við séum ekki einu sem erum að fá tiltal og leiðbeiningar,“ segir Brynjólfur. Hann bendir á að í hinum enda hússins séu verslanir og aðrar reglur gildi þar en inni í mathöllinni, sem geti verið ruglingslegt. „Maður þurfti alveg að þrílesa þessar reglur. Maður hélt að það mættu bara vera tíu í hólfi og svo sá maður að það væru tuttugu. Þetta er í grunninn eins og í fyrri reglum en greinilega verið að fylgja fastar eftir. Ég held að það séu margir sem eiga erfitt með að framfylgja þessu en það verður bara að gera það,“ segir Brynjólfur. „Satt best að segja held ég að lögreglan sé líka pínu ringluð yfir þessum reglum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hveragerði Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Lögreglu bar að garði í Gróðurhúsinu fyrr í kvöld og gerði hún athugasemdir við rekstraraðila þar sem ekki var gætt nógu vel að sóttvörnum. Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins, segir að bætt hafi verið úr því sem hægt var að bæta í kvöld en á morgun verði farið enn betur yfir sóttvarnir í samráði við lögreglu. „Við vorum að fá ábendingar um hvernig hægt væri að bæta sóttvarnir á milli hólfa og við erum að reyna að laga það. Við fáum frest fram á morgundaginn til að kippa þessu í liðinn,“ segir Brynjólfur í samtali við fréttastofu. Mathöllinni í Gróðurhúsinu er skipt í átta sóttvarnahólf og mega tuttugu vera inni í hverju hólfi. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega enn vera tuttugu í rými á veitingastöðum og opnunartími er óbreyttur en Brynjólfur segir að verið sé að fylgjast enn betur með sóttvörnum nú þegar staða faraldursins er jafn slæm og hún er. Brynjólfur segir að leiðbeiningar um fjarlægð milli sóttvarnahólfa ekki hafa verið nógu skýrar.Vísir Nú verða veitingastaðirnir í mathöllinni látnir sjá um að bera mat á borð, til að minnka flakk gesta á milli hólfa, og verður það gert strax í kvöld. Á morgun verði svo farið yfir hvernig megi tryggja að fólk fari em minnst milli hólfa, hvernig tryggja megi nægar fjarlægðir milli hólfanna og svo framvegis. „Maður er bara að læra. Sóttvarnareglurnar hafa greinilega breyst þannig að það er verið að fylgja fastar eftir núna. Eðlilega kannski,“ segir Brynjólfur. „Við erum bara að laga það sem þarf að laga og svo kemur lögreglan aftur á morgun og skoðar með okkur úrbæturnar, svo allt sé eins og það á að vera.“ Mismunandi reglur í sitthvorum enda hússins Hann segir sóttvarnareglurnar að mörgu leyti óskýrar. „Maður finnur það þegar maður er að ræða þessi mál við kollega og við erum líka frekar ný í þessu þannig að við erum að læra bara á sama tíma og við gerum hlutina. En þegar maður las reglurnar þá skildi maður þetta öðruvísi en núna þegar við fengum athugasemdir frá lögreglunni.“ „Eins og þetta með hólfin, maður áttaði sig ekki á því hvað þyrfti að vera langt á milli þeirra og hvernig útgangar eiga að vera merktir. Mögulega eigum við bara að lesa þetta betur og leita okkur meiri hjálpar en ég held að við séum ekki einu sem erum að fá tiltal og leiðbeiningar,“ segir Brynjólfur. Hann bendir á að í hinum enda hússins séu verslanir og aðrar reglur gildi þar en inni í mathöllinni, sem geti verið ruglingslegt. „Maður þurfti alveg að þrílesa þessar reglur. Maður hélt að það mættu bara vera tíu í hólfi og svo sá maður að það væru tuttugu. Þetta er í grunninn eins og í fyrri reglum en greinilega verið að fylgja fastar eftir. Ég held að það séu margir sem eiga erfitt með að framfylgja þessu en það verður bara að gera það,“ segir Brynjólfur. „Satt best að segja held ég að lögreglan sé líka pínu ringluð yfir þessum reglum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hveragerði Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira