Fjöldi PCR-sýna sem tekin voru í gær er ekki gefinn upp en þær tölur verða uppfærðar á morgun samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum.
1.074 smit greindust innanlands í gær og 59 smit á landamærunum en um er að ræða bráðabirgðatölur.
Í færslu Landspítalans á Facebook kemur fram að alls liggi 46 á Landspítala með Covid-19, þar af sjö á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Þetta er sami fjöldi og í gær.