Formaður FKA neitar að stíga frá borði Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2022 13:40 Sigríður Hrund Pétursdóttir er formaður FKA. FKA Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. Í frétt DV um málið er vitnað í tilkynningu sem send var á félagskonur FKA frá þeim sex konum sem skipa stjórn félagsins. Þar segir að þær hafi óskað eftir því á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund „sýndi ábyrgð og stigi til hliðar“. Sú ósk sé byggð á atriðum í framkomu formanns síðustu mánuði þó læk við færslu Loga Bergmanns og viðbrögð í kjölfarið vegi þar þyngst. Í frétt Vísis um læk Sigríðar á sínum tíma viðurkenndi hún að hafa gert mistök þegar hún lækaði færslu Loga Bergmann Eiðssonar á Facebook þar sem Logi neitaði að hafa brotið á Vítalíu Lazarevu. Hún sagði þá að fyrir henni merki þumallinn umtalaði ekki alltaf samþykki heldur sendi skilaboðin „ég heyri hvað þú segir“ til færsluhöfundar. Hún hafi þó ákveðið að fjarlægja endurgjöfina þegar henni var bent á það hversu merkingarbært slíkt læk getur verið. Mun halda sig til hlés í fjölmiðlum Ljóst er að þessi viðbrögð Sigríðar hafa ekki dugað fyrir stjórn FKA. Í tilkynningu stjórnarinnar segir að niðurstaða formannsins hafi verið að stíga ekki til hliðar á þeim forsendum að ekki væri stoð fyrir því í lögum félagsins og vegna þess stuðnings sem hún telur sig hafa. Hún samþykkti hins vegar að halda sig til hlés frá fjölmiðlum fram að næsta aðalfundi. Í frétt DV segir að eftir að tilkynning stjórnarkvennanna var send á félagskonur hafi Sigríður Hrund sent frá sér yfirlýsingu í lokuðum hópi FKA á Facebook. Þar kemur hún inn á þá ákvörðun sína að hætta ekki sem formaður félagsins. Heitar umræður hafa skapast í hópnum um málið þar sem því er meðal annars velt upp hver heimild stjórnar sé að setja formann til hliðar. Þá velta félagskonur því einnig fyrir sér hvað annað en lækið umtalaða hafi orðið til þess að stjórnin hafi farið fram á afsögn Sigríðar en ekkert kemur nánar fram í tilkynningu stjórnarinnar hvaða önnur atriði í framkomu hennar hafi orðið til þess að krafist var afsagnar. Félagsmál Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Í frétt DV um málið er vitnað í tilkynningu sem send var á félagskonur FKA frá þeim sex konum sem skipa stjórn félagsins. Þar segir að þær hafi óskað eftir því á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund „sýndi ábyrgð og stigi til hliðar“. Sú ósk sé byggð á atriðum í framkomu formanns síðustu mánuði þó læk við færslu Loga Bergmanns og viðbrögð í kjölfarið vegi þar þyngst. Í frétt Vísis um læk Sigríðar á sínum tíma viðurkenndi hún að hafa gert mistök þegar hún lækaði færslu Loga Bergmann Eiðssonar á Facebook þar sem Logi neitaði að hafa brotið á Vítalíu Lazarevu. Hún sagði þá að fyrir henni merki þumallinn umtalaði ekki alltaf samþykki heldur sendi skilaboðin „ég heyri hvað þú segir“ til færsluhöfundar. Hún hafi þó ákveðið að fjarlægja endurgjöfina þegar henni var bent á það hversu merkingarbært slíkt læk getur verið. Mun halda sig til hlés í fjölmiðlum Ljóst er að þessi viðbrögð Sigríðar hafa ekki dugað fyrir stjórn FKA. Í tilkynningu stjórnarinnar segir að niðurstaða formannsins hafi verið að stíga ekki til hliðar á þeim forsendum að ekki væri stoð fyrir því í lögum félagsins og vegna þess stuðnings sem hún telur sig hafa. Hún samþykkti hins vegar að halda sig til hlés frá fjölmiðlum fram að næsta aðalfundi. Í frétt DV segir að eftir að tilkynning stjórnarkvennanna var send á félagskonur hafi Sigríður Hrund sent frá sér yfirlýsingu í lokuðum hópi FKA á Facebook. Þar kemur hún inn á þá ákvörðun sína að hætta ekki sem formaður félagsins. Heitar umræður hafa skapast í hópnum um málið þar sem því er meðal annars velt upp hver heimild stjórnar sé að setja formann til hliðar. Þá velta félagskonur því einnig fyrir sér hvað annað en lækið umtalaða hafi orðið til þess að stjórnin hafi farið fram á afsögn Sigríðar en ekkert kemur nánar fram í tilkynningu stjórnarinnar hvaða önnur atriði í framkomu hennar hafi orðið til þess að krafist var afsagnar.
Félagsmál Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59