Innlent

Einn til viðbótar smitaður á Landa­koti eftir um­fangs­miklar skimanir

Smári Jökull Jónsson skrifar
Landspítalinn Fossvogi.
Landspítalinn Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Einn sjúklingur á Landakoti greindist með kórónuveiruna í gær eftir umfangsmiklar skimanir þar og á hjartadeild spítalans. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd um stöðuna á spítalnum í dag. Sjö eru nú á Landakoti með kórónuveiruna og samkvæmt tilkynningu spítalans síðan í gær verða áfram framkvæmdar skimanir þar næstu daga.

Í tilkynningu spítalans segir að nú séu kórónuveirusjúklingar á sjö legudeildum spítalans sem og á báðum gjörgæsludeildum. 

Þar er jafnframt sagt að unnið sé sleitulaust að því að manna allar einingar en 138 starfsmenn spítalans eru í einangrun og 109 í sóttkví. Mönnun Covid-deilda og gjörgæsludeilda sé því stöðug áskorun og vinnuframlag stjórnenda fjölmargra eininga fordæmalaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×