Íslendingar á varamannabekkjum | Alfreð spilaði sínar fyrstu mínútur í tvo mánuði Atli Arason skrifar 16. janúar 2022 17:31 Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson, Þórir Jóhann Helgason og Albert Guðmundsson þurftu allir að sætta sig við að byrja leiki sinna liða í dag meðal varamanna. Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í jafntefli gegn Frankfurt en þetta voru fyrstu mínútur Alfreðs síðan hann spilaði 45 mínútur gegn Wolfsburg þann 6. nóvember á síðasta ári. Eintracht Frankfurt gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Rafael Borre stingur boltanum þá í gegnum vörn Augsburg á Daichi Kamada sem var þá kominn einn í gegn og klárar vel fram hjá Gikiewicz í marki Augsburg. Augsburg jafnar metin á 38. mínútu þegar Michael Gregoritsch er fyrstur að átta sig þegar boltinn dettur niður inn í vítateig Frankfurt. Gregoritsch skilar boltanum snyrtilega í net Frankfurt og allt orðið jafnt aftur. Síðari hálfleikur var frekar rólegur en á 84. mínútu er Alfreð Finnbogasyni skipt inn á og tíu mínútum síðar, eða í uppbótatíma leiksins, kemst Florian Niederlechner einn í gegnum vörn Frankfurt eftir stungusendingu Alfreðs með hælnum. Niederlechner sem var einn gegn markverði fer illa af ráði sínu og skaut beint á Ramaj, markvörð Frankfurt. Því voru lokatölur leiksins 1-1. Augsburg er í 15. sæti deildarinnar með 19 stig eftir jafnteflið, einu stigi frá öruggu sæti. Eintracht Frankfurt klifrar upp í 8. sætið með 28 stig. Venezia 1 - 1 Empoli Arnór Sigurðsson, leikmaður Veneziavísir/Getty Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Empoli í ítölsku Serie A í dag. Nýjasti leikmaður Venezia, Portúgalinn Nani, byrjaði leikinn einnig á bekknum með Arnóri en Nani kom inn á völlinn á 72. mínútu þegar Venezia var marki undir. Mínútu síðar leggur Nani upp mark fyrir David Okereke sem jafnar metin og þar við sat. Venezia er eftir jafnteflið með 18 stig í 17. sæti en Empoli er í 11. sæti með 29 stig. Pordenone 0 - 1 Lecce Þórir Jóhann Helgason í landsliðstreyjunniVísir/Jónína Guðbjörg Þórir Jóhann Helgason lék í 8 mínútur með Lecce á útivelli gegn Pordenone í ítölsku Serie B. Þórir kom inn af varamannabekknum á 83. mínútu í stöðunni 0-1 fyrir Lecce en gestirnir voru einnig manni fleiri. Með sigrinum fer Lecce í 34 stig í 5. sætið, fjórum stigum á eftir Hirti Hermanns og félögum í Pisa, sem eru í topp sæti deildarinnar. Lecce á leik til góða á öll lið fyrir ofan sig í deildinni. Sittard 1 - 2 AZ Alkmaar Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar Albert Guðmundsson byrjaði einnig á varamannabekknum hjá liði sínu AZ Alkmaar sem átti leik gegn Sittard á útivelli í hollensku Eredivisie. AZ komst í 0-2 með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en Albert kom inn á völlinn á 80. mínútu leiksins fyrir Hollendinginn Jordy Clasie. Heimamönnum í Sittard tekst að minnka muninn á 85. mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 1-2 fyrir AZ Alkmaar. Með sigrinum klifrar AZ upp yfir Twente í töflunni og er nú komið í 5. sæti með 35 stig. Sittard er á sama tíma í 17. og næst síðasta sæti deildarinnar með 13 stig, 5 stigum frá öruggu sæti. Þýski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira
Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í jafntefli gegn Frankfurt en þetta voru fyrstu mínútur Alfreðs síðan hann spilaði 45 mínútur gegn Wolfsburg þann 6. nóvember á síðasta ári. Eintracht Frankfurt gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Rafael Borre stingur boltanum þá í gegnum vörn Augsburg á Daichi Kamada sem var þá kominn einn í gegn og klárar vel fram hjá Gikiewicz í marki Augsburg. Augsburg jafnar metin á 38. mínútu þegar Michael Gregoritsch er fyrstur að átta sig þegar boltinn dettur niður inn í vítateig Frankfurt. Gregoritsch skilar boltanum snyrtilega í net Frankfurt og allt orðið jafnt aftur. Síðari hálfleikur var frekar rólegur en á 84. mínútu er Alfreð Finnbogasyni skipt inn á og tíu mínútum síðar, eða í uppbótatíma leiksins, kemst Florian Niederlechner einn í gegnum vörn Frankfurt eftir stungusendingu Alfreðs með hælnum. Niederlechner sem var einn gegn markverði fer illa af ráði sínu og skaut beint á Ramaj, markvörð Frankfurt. Því voru lokatölur leiksins 1-1. Augsburg er í 15. sæti deildarinnar með 19 stig eftir jafnteflið, einu stigi frá öruggu sæti. Eintracht Frankfurt klifrar upp í 8. sætið með 28 stig. Venezia 1 - 1 Empoli Arnór Sigurðsson, leikmaður Veneziavísir/Getty Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Empoli í ítölsku Serie A í dag. Nýjasti leikmaður Venezia, Portúgalinn Nani, byrjaði leikinn einnig á bekknum með Arnóri en Nani kom inn á völlinn á 72. mínútu þegar Venezia var marki undir. Mínútu síðar leggur Nani upp mark fyrir David Okereke sem jafnar metin og þar við sat. Venezia er eftir jafnteflið með 18 stig í 17. sæti en Empoli er í 11. sæti með 29 stig. Pordenone 0 - 1 Lecce Þórir Jóhann Helgason í landsliðstreyjunniVísir/Jónína Guðbjörg Þórir Jóhann Helgason lék í 8 mínútur með Lecce á útivelli gegn Pordenone í ítölsku Serie B. Þórir kom inn af varamannabekknum á 83. mínútu í stöðunni 0-1 fyrir Lecce en gestirnir voru einnig manni fleiri. Með sigrinum fer Lecce í 34 stig í 5. sætið, fjórum stigum á eftir Hirti Hermanns og félögum í Pisa, sem eru í topp sæti deildarinnar. Lecce á leik til góða á öll lið fyrir ofan sig í deildinni. Sittard 1 - 2 AZ Alkmaar Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar Albert Guðmundsson byrjaði einnig á varamannabekknum hjá liði sínu AZ Alkmaar sem átti leik gegn Sittard á útivelli í hollensku Eredivisie. AZ komst í 0-2 með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en Albert kom inn á völlinn á 80. mínútu leiksins fyrir Hollendinginn Jordy Clasie. Heimamönnum í Sittard tekst að minnka muninn á 85. mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 1-2 fyrir AZ Alkmaar. Með sigrinum klifrar AZ upp yfir Twente í töflunni og er nú komið í 5. sæti með 35 stig. Sittard er á sama tíma í 17. og næst síðasta sæti deildarinnar með 13 stig, 5 stigum frá öruggu sæti.
Þýski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Sjá meira