Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 19:23 Sprengigosið í gær var það stærsta á svæðinu í marga áratugi. ap/japan meteorology agency Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. Gríðarleg þörf er þar á fersku vatni en íbúar eyjanna hafa verið varaðir við því að neyta kranavatns, sem er mjög mengað eftir öskufallið. Íbúar eiga að drekka vatn í flöskum og nota andlitsgrímur til að koma í veg fyrir að fá of mikið af ösku í lungun. Eldgosinu í gær fylgdi flóðbylgja sem skall á öllum eyjunum í Kyrrahafinu. Tonga er eyjaklasi sem samanstendur af hátt í tvö hundruð eyjum en á þeim mörgum býr enginn. Samtals búa um 105 þúsund á eyjunum. Lítið sem ekkert samband hefur verið við íbúana frá því að flóðbylgjan skall á eyjunum í gær en einhverjir hjálparliðar hafa farið til og frá svæðisinu síðan. Enginn virðist hafa látist í hörmungunum í gær. Því er litlar upplýsingar að fá um ástandið á svæðinu en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins lýsa þeir sem náðst hefur í á svæðinu því eins og að vera á tunglinu. Bæði Nýja-Sjáland og Ástralía ætla í könnunarflug yfir svæðið til að meta skaðann. Talið er að hörmungarnar hafi mikil áhrif á um 80 þúsund íbúa eyjanna. Af gervihnattamyndum að dæma má ætla að margar eyjanna hafi farið á kaf í flóðunum. Sérfræðingar segja að eldgosið í gær hafi verið það stærsta í marga áratugi á svæðinu en neðanjarðareldfjallið Hunga-Tonga-Hunga-Ha'apai er nokkuð virkt. Tonga Nýja-Sjáland Ástralía Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Gríðarleg þörf er þar á fersku vatni en íbúar eyjanna hafa verið varaðir við því að neyta kranavatns, sem er mjög mengað eftir öskufallið. Íbúar eiga að drekka vatn í flöskum og nota andlitsgrímur til að koma í veg fyrir að fá of mikið af ösku í lungun. Eldgosinu í gær fylgdi flóðbylgja sem skall á öllum eyjunum í Kyrrahafinu. Tonga er eyjaklasi sem samanstendur af hátt í tvö hundruð eyjum en á þeim mörgum býr enginn. Samtals búa um 105 þúsund á eyjunum. Lítið sem ekkert samband hefur verið við íbúana frá því að flóðbylgjan skall á eyjunum í gær en einhverjir hjálparliðar hafa farið til og frá svæðisinu síðan. Enginn virðist hafa látist í hörmungunum í gær. Því er litlar upplýsingar að fá um ástandið á svæðinu en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins lýsa þeir sem náðst hefur í á svæðinu því eins og að vera á tunglinu. Bæði Nýja-Sjáland og Ástralía ætla í könnunarflug yfir svæðið til að meta skaðann. Talið er að hörmungarnar hafi mikil áhrif á um 80 þúsund íbúa eyjanna. Af gervihnattamyndum að dæma má ætla að margar eyjanna hafi farið á kaf í flóðunum. Sérfræðingar segja að eldgosið í gær hafi verið það stærsta í marga áratugi á svæðinu en neðanjarðareldfjallið Hunga-Tonga-Hunga-Ha'apai er nokkuð virkt.
Tonga Nýja-Sjáland Ástralía Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54
Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37