Æddi niður að brú þar sem hans beið geysilegt sjónarspil Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 23:32 Brúin stóð af sér flóðið. Orri Jónsson Byggingartæknifræðingurinn Orri Jónsson var í eftirlitsferð vegna vegaframkvæmda í Þverárhlíð í Borgarfirði í dag þegar hann varð vitni að miklu ísstífluflóði. Hann var í heimsókn á bænum Norðurtungu þegar hann sá að Örnólfsdalsáin var við það að brjóta sig úr klakaböndunum með miklum látum. „Við stukkum því í bílinn og æddum niður að brú þar sem okkar beið geysilegt sjónarspil. Þar komum við að henni í þann mund sem hún stíflaðist og náðum myndum af því þegar hún braut sig í gegn,“ segir Orri í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjónarspilið átti sér stað á þriðja tímanum í dag en Orri segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða magnaða upplifun. „Maður hefur orðið var við þegar áin er að ryðja sér svona niður eftir dalnum en maður hefur aldrei verið alveg svona í tæri við þetta. Maður finnur brúna nötra og skjálfa á meðan maður stendur á henni, maður áttar sig ekki á því hvað það er mikill kraftur í þessu fyrr en maður stendur ofan á þessu.“ Miklir kraftar voru í ánni og skalf brúin á meðan klakinn fór undir hana. Orri Jónsson Vatnsrennsli aukist skyndilega Að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands er um að ræða hefðbundið flóð í dragám á borð við Örnólfsdalsá. Mikil úrkoma og hlýindi hafa gengið yfir vestanvert landið með tilheyrandi leysingum og er yfirborð lands víðast hvar frosið og árfarvegurinn frosinn. Fram kemur í Facebook-færslu hópsins að úrkoma og leysingavatn leiti því fljótt í læki og farvegi og vatnsrennsli árinnar aukist skyndilega. Áin hafði tekið miklum stakkaskiptum einungis um 40 mínútum eftir að fyrri myndin var tekin.Orri Jónsson „Vatnið leitar undir ísinn og nær að brjóta hann upp og ryðja honum áfram. Tímabundnar ísstíflur myndast í árfarveginum en brotna síðan upp. Þannig verður svokallað þrepaflóð í ánni sem stigmagnast er neðar dregur í árfarveginum. Þetta sést vel á myndbandinu. Þegar yfir lýkur sitja eftir klakastykki og íshröngl hátt uppi á árbökkunum vatn hefur sjatnað í ánni,“ skrifar meðlimur Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. Borgarbyggð Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hann var í heimsókn á bænum Norðurtungu þegar hann sá að Örnólfsdalsáin var við það að brjóta sig úr klakaböndunum með miklum látum. „Við stukkum því í bílinn og æddum niður að brú þar sem okkar beið geysilegt sjónarspil. Þar komum við að henni í þann mund sem hún stíflaðist og náðum myndum af því þegar hún braut sig í gegn,“ segir Orri í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjónarspilið átti sér stað á þriðja tímanum í dag en Orri segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða magnaða upplifun. „Maður hefur orðið var við þegar áin er að ryðja sér svona niður eftir dalnum en maður hefur aldrei verið alveg svona í tæri við þetta. Maður finnur brúna nötra og skjálfa á meðan maður stendur á henni, maður áttar sig ekki á því hvað það er mikill kraftur í þessu fyrr en maður stendur ofan á þessu.“ Miklir kraftar voru í ánni og skalf brúin á meðan klakinn fór undir hana. Orri Jónsson Vatnsrennsli aukist skyndilega Að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands er um að ræða hefðbundið flóð í dragám á borð við Örnólfsdalsá. Mikil úrkoma og hlýindi hafa gengið yfir vestanvert landið með tilheyrandi leysingum og er yfirborð lands víðast hvar frosið og árfarvegurinn frosinn. Fram kemur í Facebook-færslu hópsins að úrkoma og leysingavatn leiti því fljótt í læki og farvegi og vatnsrennsli árinnar aukist skyndilega. Áin hafði tekið miklum stakkaskiptum einungis um 40 mínútum eftir að fyrri myndin var tekin.Orri Jónsson „Vatnið leitar undir ísinn og nær að brjóta hann upp og ryðja honum áfram. Tímabundnar ísstíflur myndast í árfarveginum en brotna síðan upp. Þannig verður svokallað þrepaflóð í ánni sem stigmagnast er neðar dregur í árfarveginum. Þetta sést vel á myndbandinu. Þegar yfir lýkur sitja eftir klakastykki og íshröngl hátt uppi á árbökkunum vatn hefur sjatnað í ánni,“ skrifar meðlimur Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.
Borgarbyggð Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira