Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Bjarni fæddist 14. mars 1930, ólst upp á Sauðárkróki og hóf ungur að stunda bifreiðaakstur.

Hann stofnaði eigið fyrirtæki, Vöruflutninga Bjarna Haraldssonar, og starfaði auk þess með föður sínum, sem stofnaði Verzlun Haraldar Júlíussonar árið 1919 og fór með umboð Olís á Sauðárkróki frá árinu 1930.
Í Morgunblaðinu segir að Bjarni hafi tekið við öllum rekstrinum árið 1970 og staðið vaktina í versluninni fram á síðasta vetur þegar hann fór á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Verslunin, sem stendur við Aðalgötu 22, er enn starfandi.
Bjarni var lengi stuðningsmaður og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokksins og var útnefndur fyrsti heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2019.
Fyrri kona Bjarna var María Guðvarðardóttir sem lést árið 1991. Þau skildu. Dætur Bjarna og Maríu eru Guðrún Ingibjörg og Helga. Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Ásdís Kristjánsdóttir, en sonur þeirra er Lárus Ingi.
Bjarni lætur einnig eftir sig fjögur barnabörn og sex barnabarnabörnin.