Biðtíminn styttist eitthvað en fyrri yfirlýsingar „alls ekki raunhæfar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2022 07:30 Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingastöðvar krabbameinsskimana, segir tölur um þátttöku í skimun árið 2021 ekki liggja fyrir. Hins vegar séu vísbendingar um að hún hafi aukist seinni part árs. Landspítalinn mun hefja rannsóknir á leghálssýnum um næstu mánaðamót. Yfirlæknir Samhæfingarstöð krabbameinsskimana segir biðtímann eftir svörum mögulega munu styttast en fyrirheit sem gefin voru þegar skimanirnar fluttust frá Krabbameinsfélaginu hafi ekki verið raunhæf. Rannsóknum leghálssýna er nú sinnt á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Danmörku en eftir mikla gagnrýni heilbrigðisstarfsmanna og kvenna var ákveðið að flytja þær aftur heim. Landspítalinn hefur undirbúið að taka þær yfir og mun hefja greiningu helmings allra sýna fyrir mánaðamót. Á meðan unnið er að mönnun og þjálfun hér heima verður hinn helmingur sýnanna áfram rannsakaður í Danmörku. Gert er ráð fyrir að það fyrirkomulag muni vara hálft ár hið minnsta og í allt að ár. Þar sem sitthvor sýnaglösin eru notuð við rannsóknir á Landspítalanum og í Danmörku verður ákveðið fyrirfram hvert sýni frá ákveðnum stöðvum verða send. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar sem margir kvensjúkdómalæknar eigi glös fyrir vélarnar sem notaðar hafa verið hér heima muni sýni frá þeim líklega verða rannsökuð hér. Það þýðir þá að sýni tekin á heilsugæslunni eru líklegri til að verða send út. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er um helmingur allra sýna tekinn hjá kvensjúkdómalæknum og helmingur hjá heilsugæslunni. Þá færist það í vöxt, að sögn Ágústs, að konur leiti til heilsugæslunnar. Biðtíminn mun líklega styttast eitthvað Ágúst segir biðtímann líklega áfram verða svipaðan. Eftir mikil vandræði í kjölfar flutnings leghálsskimananna frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar sé hann búinn að vera nokkuð stöðugur frá því í haust og hafi verið um 40 dagar um áramót. „Það er ekki ólíklegt að þetta styttist um einhverja daga að meðaltalið því við spörum okkur flugið til Danmerkur,“ segir Ágúst um biðina eftir að Landspítalinn hefur alfarið tekið við verkefninu. Sýnum verði líklega skilað oftar til Landspítala og þá muni svör berast þaðan jafn óðum. Eins og sakir standa er fyrirkomulagið þannig að Samhæfingarstöðin safnar sýnum og sendir út á þriðjudögum. Rannsóknir ytra taka að meðaltali 7 til 10 daga, styttri tíma ef eingöngu er um að ræða HPV-greiningu en lengri tíma ef gera þarf frumurannsókn og jafnvel báðar rannsóknirnar. Svör berast frá Danmörku tvisvar í viku en þá er ótalinn sá tími sem það tekur heilsugæslustöðvarnar og kvensjúkdómlækna að koma sýnum til Samhæfingarstöðvarinnar. „Við sendum svörin frá okkur samdægurs eða daginn eftir,“ segir Ágúst en þess ber að geta að þar til nýlega komu svörin frá Danmörku við hjá landlæknisembættinu áður en þau skiluðu sér til Samhæfingarstöðvarinnar. Yfirlýsingar um 10 til 14 daga engan vegin raunhæfar Ágúst segir að ferlið verði „straumlínulagað“ eins og frekast er unnt en að yfirlýsingar fyrrverandi yfirlæknis Samhæfingarstöðvarinnar um 10 til 14 daga biðtíma, sem gefnar voru út þegar samið var við Hvidovre, muni ekki raungerast. „Það er alls ekki raunhæft,“ segir hann. Landspítalinn hefur greint frá því að hann geti gefið svar við HVP-greiningum á tveimur til þremur dögum en þá er aftur ótalinn sá tími sem það tekur að koma sýnunum til Samhæfingarstöðvarinnar. Unnið er að nýrri skimunarskrá en sú gamla verður í notkun þangað til. Nú er svarferlið þannig að Samhæfingarstöðin fær svörin beint frá Danmörku og sendir konum bréf með niðurstöðunni á island.is. Engin bréf eru send í pósti nema til að boða konur í skimun og minna þær á. Með tíð og tíma stendur til að birta niðurstöðurnar á heilsuvera.is en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett strik í reikninginn. Til stendur að ráðast í átak til að hvetja konur til að mæta í legháls- og brjóstaskimun en aðsóknin hefur verið langt undir viðmiðum. Konur fá, sem fyrr segir, áminningu í pósti og þá geta þær bókað tíma á sinni heilsugæslustöð í gegnum heilsuvera.is. Ágúst segir hins vegar standa til að opna upplýsingasíðu á vefsvæði Samhæfingarstöðvarinnar þar sem hægt verður að finna upplýsingar um hvar og hvenær er skimað, til að auðvelda konum að finna dag og tíma sem hentar þeim. Konur geta mætt í skimun á aðrar heilsugæslustöðvar en þeirra eigin og er frjálst að gera það ef það hentar betur en þá þarf að panta tíma símleiðis. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Kvenheilsa Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Rannsóknum leghálssýna er nú sinnt á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Danmörku en eftir mikla gagnrýni heilbrigðisstarfsmanna og kvenna var ákveðið að flytja þær aftur heim. Landspítalinn hefur undirbúið að taka þær yfir og mun hefja greiningu helmings allra sýna fyrir mánaðamót. Á meðan unnið er að mönnun og þjálfun hér heima verður hinn helmingur sýnanna áfram rannsakaður í Danmörku. Gert er ráð fyrir að það fyrirkomulag muni vara hálft ár hið minnsta og í allt að ár. Þar sem sitthvor sýnaglösin eru notuð við rannsóknir á Landspítalanum og í Danmörku verður ákveðið fyrirfram hvert sýni frá ákveðnum stöðvum verða send. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þar sem margir kvensjúkdómalæknar eigi glös fyrir vélarnar sem notaðar hafa verið hér heima muni sýni frá þeim líklega verða rannsökuð hér. Það þýðir þá að sýni tekin á heilsugæslunni eru líklegri til að verða send út. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er um helmingur allra sýna tekinn hjá kvensjúkdómalæknum og helmingur hjá heilsugæslunni. Þá færist það í vöxt, að sögn Ágústs, að konur leiti til heilsugæslunnar. Biðtíminn mun líklega styttast eitthvað Ágúst segir biðtímann líklega áfram verða svipaðan. Eftir mikil vandræði í kjölfar flutnings leghálsskimananna frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar sé hann búinn að vera nokkuð stöðugur frá því í haust og hafi verið um 40 dagar um áramót. „Það er ekki ólíklegt að þetta styttist um einhverja daga að meðaltalið því við spörum okkur flugið til Danmerkur,“ segir Ágúst um biðina eftir að Landspítalinn hefur alfarið tekið við verkefninu. Sýnum verði líklega skilað oftar til Landspítala og þá muni svör berast þaðan jafn óðum. Eins og sakir standa er fyrirkomulagið þannig að Samhæfingarstöðin safnar sýnum og sendir út á þriðjudögum. Rannsóknir ytra taka að meðaltali 7 til 10 daga, styttri tíma ef eingöngu er um að ræða HPV-greiningu en lengri tíma ef gera þarf frumurannsókn og jafnvel báðar rannsóknirnar. Svör berast frá Danmörku tvisvar í viku en þá er ótalinn sá tími sem það tekur heilsugæslustöðvarnar og kvensjúkdómlækna að koma sýnum til Samhæfingarstöðvarinnar. „Við sendum svörin frá okkur samdægurs eða daginn eftir,“ segir Ágúst en þess ber að geta að þar til nýlega komu svörin frá Danmörku við hjá landlæknisembættinu áður en þau skiluðu sér til Samhæfingarstöðvarinnar. Yfirlýsingar um 10 til 14 daga engan vegin raunhæfar Ágúst segir að ferlið verði „straumlínulagað“ eins og frekast er unnt en að yfirlýsingar fyrrverandi yfirlæknis Samhæfingarstöðvarinnar um 10 til 14 daga biðtíma, sem gefnar voru út þegar samið var við Hvidovre, muni ekki raungerast. „Það er alls ekki raunhæft,“ segir hann. Landspítalinn hefur greint frá því að hann geti gefið svar við HVP-greiningum á tveimur til þremur dögum en þá er aftur ótalinn sá tími sem það tekur að koma sýnunum til Samhæfingarstöðvarinnar. Unnið er að nýrri skimunarskrá en sú gamla verður í notkun þangað til. Nú er svarferlið þannig að Samhæfingarstöðin fær svörin beint frá Danmörku og sendir konum bréf með niðurstöðunni á island.is. Engin bréf eru send í pósti nema til að boða konur í skimun og minna þær á. Með tíð og tíma stendur til að birta niðurstöðurnar á heilsuvera.is en þar hefur kórónuveirufaraldurinn sett strik í reikninginn. Til stendur að ráðast í átak til að hvetja konur til að mæta í legháls- og brjóstaskimun en aðsóknin hefur verið langt undir viðmiðum. Konur fá, sem fyrr segir, áminningu í pósti og þá geta þær bókað tíma á sinni heilsugæslustöð í gegnum heilsuvera.is. Ágúst segir hins vegar standa til að opna upplýsingasíðu á vefsvæði Samhæfingarstöðvarinnar þar sem hægt verður að finna upplýsingar um hvar og hvenær er skimað, til að auðvelda konum að finna dag og tíma sem hentar þeim. Konur geta mætt í skimun á aðrar heilsugæslustöðvar en þeirra eigin og er frjálst að gera það ef það hentar betur en þá þarf að panta tíma símleiðis.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Kvenheilsa Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira