Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. janúar 2022 20:31 Gamlir vinir og samstarfsmenn á Landspítala mættust í Pallborðinu í dag til að fara yfir faraldurinn, stöðuna á spítalanum og sóttvarnatakmarkanir. vísir/vilhelm Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. „Trúir því nokkur maður að það náist með þessum takmörkunum?“ spurði Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala og fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, í Pallborðinu á Vísi í dag. Kollegi hans, Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir, tók undir þetta: „Það getur verið að það sé ofætlað, ég tek alveg undir það.“ „Hvaða ályktun ætlum við þá að draga? Ætlum við að setja allt í lás með tilheyrandi fórnarkostnaði? Árin sem voru hérna á undan 2021 og 2020 voru ekki að kostnaðarlausu. Ísland er mjög skuldsett eftir þetta allt saman,“ hélt Ragnar svo áfram. Ragnar hefur komist í fréttir upp á síðkastið vegna ákalls hans um breytta nálgun á faraldurinn. vísir/vilhelm Hann vilji áfram geta veitt sem allra besta þjónustu á Landspítalanum en ef alltaf sé verið að hræra í samfélagsskipaninni þá kosti það sitt líka. „Ég meina einhvers staðar verðum við að finna harmóníu um það hvernig við ætlum að haga seglum eftir vindi.“ Í gær greindust 1.383 með Covid-19 innanlands, sem er næsthæsti fjöldi nýgreindra á einum degi, frá upphafi faraldursins. Í máli sóttvarnalæknis í dag kom þá fram að upp undir helmingur þess fjölda væru börn undir sautján ára aldri. Þeir Ragnar og Tómas ræddu þessi mál í Pallborðinu í dag. Þar var farið um víðan völl; nýja ómíkron-afbrigðið rætt, staðan á spítalanum og samkomutakmarkanir. Í spilaranum að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni: Ólíklegt að aðgerðir skili árangri Ragnar Freyr hefur undanfarið kallað eftir nýrri nálgun á faraldurinn. Staðan í dag sé allt önnur eftir að ómíkron-afbrigðið kom fram, sem veldur mun sjaldnar alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði veirunnar. Innlagnatíðni smitaðra inn á spítala hefur snarlækkað á síðustu vikum og mánuðum; var um 2,5 prósent í byrjun september, reiknað var með 0,7 prósentum í byrjun janúar en er í dag hlutfallið komið niður í 0,2 prósent. Ragnar segir faraldurinn borinn upp að langstærstum hluta af börnum, sem voru um helmingur þeirra sem greindust smituð í gær, ungu fólki og síðan foreldrum þeirra. „Og þegar maður sér síðan til hvers gripið er til, að loka krám, spilakössum og draga úr aðgengi að veitingastöðum… Er þetta líklegt til þess að skila okkur í mark? Þegar faraldurinn er svona útbreiddur eins og raun ber vitni þá finnst manni það ólíklegt,“ segir Ragnar. Hann á þar við um hertar samkomutakmarkanir sem tóku gildi fyrir helgi þar sem ákveðið var að færa samkomutakmarkanir úr 20 manns niður í 10, loka börum og banna stóra hraðprófsviðburði. Höfum ekkert lært af fimm bylgjum Svo útbreiddur sé faraldurinn orðinn í dag að Ragnar efast um að þessar samkomutakmarkanir, skimanir og rakning, sem gögnuðust svo vel við að hemja útbreiðslu fyrri afbrigða, gagnist okkur í dag. Hann segir að eitt PCR próf kosti 11 þúsund krónur í framkvæmd. „Þannig við erum að eyða hérna á bilinu 80 til 120 milljónum á dag. Á hverjum einasta degi bara í PCR-próf og þá á eftir að reikna með alla rakninguna og öll hraðprófin,“ segir Ragnar. Hann vill beina þessu fjármagni annað; gera neyðarsamning við heilbrigðisstarfsfólk og lokka fleiri í störf þeirra ásamt því að styrkja kerfið. „Síðustu 20 mánuði þá virðumst við ekki hafa dregið neinn sérstakan lærdóm af ekki bara einni, tveimur, þremur, fjórum, heldur fimm bylgjum,“ segir Ragnar. Ef við ætluðum okkur að ná almennilegum tökum á faraldrinum aftur þyrftum við að skima um 25 þúsund manns á dag, svo útbreiddur sé hann í samfélaginu. Er Tómas sammála þessu? Væri þessu fjármagni betur varið annars staðar í heilbrigðiskerfinu? „Já, ég bara skil ekki hvernig bæði stjórnvöld og spítalinn hafa verið svona lengi að koma með þessar álagsgreiðslur,“ segir hann. Tómas er hjartaskurðlæknir og lýsir afar slæmri stöðu inni á skurðdeildum spítalans. vísir/vilhelm „Og ég er algjörlega sammála Ragnari þarna. Þetta er eitt af því sem er mest krefjandi og það eru til dæmis tugir af gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og svæfingarhjúkrunarfræðingum úti í bæ sem hafa valið sér annan starfsvettvang; eru nú flugliðar, kennarar eða annað. Það þarf að lokka þetta fólk til baka og gera bæði vinnustaðinn og launin meira aðlaðandi,“ segir Tómas. Þó greini hann og Ragnar á um tímasetningu þessara skilaboða um að breyta algjörlega um kúrs þegar spítalinn hefur starfað á neyðarstigi í um heilan mánuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Pallborðið Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Ráðherrar verði að gæta orða sinna í miðjum heimsfaraldri Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítala, finnst utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa talað óvarlega og af undarlegum hætti um faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir undanfarið. Landspítali hefur starfað á neyðarstigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas ástandið á skurðdeildunum skelfilegt. 16. janúar 2022 21:12 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
„Trúir því nokkur maður að það náist með þessum takmörkunum?“ spurði Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala og fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, í Pallborðinu á Vísi í dag. Kollegi hans, Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir, tók undir þetta: „Það getur verið að það sé ofætlað, ég tek alveg undir það.“ „Hvaða ályktun ætlum við þá að draga? Ætlum við að setja allt í lás með tilheyrandi fórnarkostnaði? Árin sem voru hérna á undan 2021 og 2020 voru ekki að kostnaðarlausu. Ísland er mjög skuldsett eftir þetta allt saman,“ hélt Ragnar svo áfram. Ragnar hefur komist í fréttir upp á síðkastið vegna ákalls hans um breytta nálgun á faraldurinn. vísir/vilhelm Hann vilji áfram geta veitt sem allra besta þjónustu á Landspítalanum en ef alltaf sé verið að hræra í samfélagsskipaninni þá kosti það sitt líka. „Ég meina einhvers staðar verðum við að finna harmóníu um það hvernig við ætlum að haga seglum eftir vindi.“ Í gær greindust 1.383 með Covid-19 innanlands, sem er næsthæsti fjöldi nýgreindra á einum degi, frá upphafi faraldursins. Í máli sóttvarnalæknis í dag kom þá fram að upp undir helmingur þess fjölda væru börn undir sautján ára aldri. Þeir Ragnar og Tómas ræddu þessi mál í Pallborðinu í dag. Þar var farið um víðan völl; nýja ómíkron-afbrigðið rætt, staðan á spítalanum og samkomutakmarkanir. Í spilaranum að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni: Ólíklegt að aðgerðir skili árangri Ragnar Freyr hefur undanfarið kallað eftir nýrri nálgun á faraldurinn. Staðan í dag sé allt önnur eftir að ómíkron-afbrigðið kom fram, sem veldur mun sjaldnar alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði veirunnar. Innlagnatíðni smitaðra inn á spítala hefur snarlækkað á síðustu vikum og mánuðum; var um 2,5 prósent í byrjun september, reiknað var með 0,7 prósentum í byrjun janúar en er í dag hlutfallið komið niður í 0,2 prósent. Ragnar segir faraldurinn borinn upp að langstærstum hluta af börnum, sem voru um helmingur þeirra sem greindust smituð í gær, ungu fólki og síðan foreldrum þeirra. „Og þegar maður sér síðan til hvers gripið er til, að loka krám, spilakössum og draga úr aðgengi að veitingastöðum… Er þetta líklegt til þess að skila okkur í mark? Þegar faraldurinn er svona útbreiddur eins og raun ber vitni þá finnst manni það ólíklegt,“ segir Ragnar. Hann á þar við um hertar samkomutakmarkanir sem tóku gildi fyrir helgi þar sem ákveðið var að færa samkomutakmarkanir úr 20 manns niður í 10, loka börum og banna stóra hraðprófsviðburði. Höfum ekkert lært af fimm bylgjum Svo útbreiddur sé faraldurinn orðinn í dag að Ragnar efast um að þessar samkomutakmarkanir, skimanir og rakning, sem gögnuðust svo vel við að hemja útbreiðslu fyrri afbrigða, gagnist okkur í dag. Hann segir að eitt PCR próf kosti 11 þúsund krónur í framkvæmd. „Þannig við erum að eyða hérna á bilinu 80 til 120 milljónum á dag. Á hverjum einasta degi bara í PCR-próf og þá á eftir að reikna með alla rakninguna og öll hraðprófin,“ segir Ragnar. Hann vill beina þessu fjármagni annað; gera neyðarsamning við heilbrigðisstarfsfólk og lokka fleiri í störf þeirra ásamt því að styrkja kerfið. „Síðustu 20 mánuði þá virðumst við ekki hafa dregið neinn sérstakan lærdóm af ekki bara einni, tveimur, þremur, fjórum, heldur fimm bylgjum,“ segir Ragnar. Ef við ætluðum okkur að ná almennilegum tökum á faraldrinum aftur þyrftum við að skima um 25 þúsund manns á dag, svo útbreiddur sé hann í samfélaginu. Er Tómas sammála þessu? Væri þessu fjármagni betur varið annars staðar í heilbrigðiskerfinu? „Já, ég bara skil ekki hvernig bæði stjórnvöld og spítalinn hafa verið svona lengi að koma með þessar álagsgreiðslur,“ segir hann. Tómas er hjartaskurðlæknir og lýsir afar slæmri stöðu inni á skurðdeildum spítalans. vísir/vilhelm „Og ég er algjörlega sammála Ragnari þarna. Þetta er eitt af því sem er mest krefjandi og það eru til dæmis tugir af gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og svæfingarhjúkrunarfræðingum úti í bæ sem hafa valið sér annan starfsvettvang; eru nú flugliðar, kennarar eða annað. Það þarf að lokka þetta fólk til baka og gera bæði vinnustaðinn og launin meira aðlaðandi,“ segir Tómas. Þó greini hann og Ragnar á um tímasetningu þessara skilaboða um að breyta algjörlega um kúrs þegar spítalinn hefur starfað á neyðarstigi í um heilan mánuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Pallborðið Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Ráðherrar verði að gæta orða sinna í miðjum heimsfaraldri Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítala, finnst utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa talað óvarlega og af undarlegum hætti um faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir undanfarið. Landspítali hefur starfað á neyðarstigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas ástandið á skurðdeildunum skelfilegt. 16. janúar 2022 21:12 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann. 9. janúar 2022 13:08
„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18
Ráðherrar verði að gæta orða sinna í miðjum heimsfaraldri Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítala, finnst utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa talað óvarlega og af undarlegum hætti um faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir undanfarið. Landspítali hefur starfað á neyðarstigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas ástandið á skurðdeildunum skelfilegt. 16. janúar 2022 21:12