Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2022 12:16 Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið gaus á við fimm hundruð kjarnorkusprengjur sem varpað var á Hiroshima við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Fjallið sem sést á myndinni er nánast horfið eftir sprengigosið. AP/Maxar Technologies Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) áætla að kraftur sprengigossins á Tonga hafi við til samræmis við að sprengja tíu megatonn af dínamíti. Það þýðir að sprengingin var álík því að sprengja fimm hundruð kjarnorkusprengjur eins og þeirri sem varpað var á Hiroshima við endalok seinni heimsstyrjaldarinnar. Í grein NPR segir að mögulega hafi eldgosið verið háværasti atburður á jörðinni í rúma öld. Starfsmenn Rauða krossins og embættismenn segja þrjár af minnstu eyjum eyjaklasans hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna flóðbylgja í kjölfar eldgossins. Skipi var siglt til eyjanna Nomuka, Mango og Fonoifua í morgun og hefur áhöfn þess sent út skilaboð um að fáar byggingar standi þar enn eftir að allt að fimmtán metra háar flóðbylgjur skullu á eyjunum. Í viðtali við AP fréttaveituna sagði Katie Greenwood, frá Rauða krossinum, að skemmdirnar á eyjunum séu gífurlegar. Nánast allar byggingar eyjanna hafi skolast á brott. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Minnst þrír eru látnir eftir eldgosið en óttast er að þeir séu í raun fleiri. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Símasambandi náð aftur Mestallt samband við eyjarnar slitnaði við eldgosið. Símasamband er að komast á aftur en sæstrengur sem hefur veitt íbúum Tonga tengingu við umheiminn gegnum internetið skemmdist og er talið að það muni taka minnst mánuð að laga hann. Það gæti, samkvæmt viðtali Reuters við einn forsvarsmanna Tonga Cable Ltd., tekið meiri tíma þar sem langar siglingar eru fram undan hjá áhöfn viðgerðarskipsins og þar að auki sé mikil óvissa varðandi hvar strengurinn sé skemmdur og hvort óhætt verði fyrir áhöfnina að vera á svæðinu. Aska liggur yfir eyjunum öllum og hafa íbúar takmarkaðan aðgang að drykkjarvatni. Þar sem vatnsból eyjanna eru bæði menguð af ösku og sjó. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. Tvö skip frá Nýja Sjálandi eru á leið til Tonga-eyja með birgðir af vatni og eiga þau að ná til eyjanna á föstudaginn. Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17 Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Í grein NPR segir að mögulega hafi eldgosið verið háværasti atburður á jörðinni í rúma öld. Starfsmenn Rauða krossins og embættismenn segja þrjár af minnstu eyjum eyjaklasans hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna flóðbylgja í kjölfar eldgossins. Skipi var siglt til eyjanna Nomuka, Mango og Fonoifua í morgun og hefur áhöfn þess sent út skilaboð um að fáar byggingar standi þar enn eftir að allt að fimmtán metra háar flóðbylgjur skullu á eyjunum. Í viðtali við AP fréttaveituna sagði Katie Greenwood, frá Rauða krossinum, að skemmdirnar á eyjunum séu gífurlegar. Nánast allar byggingar eyjanna hafi skolast á brott. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Minnst þrír eru látnir eftir eldgosið en óttast er að þeir séu í raun fleiri. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Símasambandi náð aftur Mestallt samband við eyjarnar slitnaði við eldgosið. Símasamband er að komast á aftur en sæstrengur sem hefur veitt íbúum Tonga tengingu við umheiminn gegnum internetið skemmdist og er talið að það muni taka minnst mánuð að laga hann. Það gæti, samkvæmt viðtali Reuters við einn forsvarsmanna Tonga Cable Ltd., tekið meiri tíma þar sem langar siglingar eru fram undan hjá áhöfn viðgerðarskipsins og þar að auki sé mikil óvissa varðandi hvar strengurinn sé skemmdur og hvort óhætt verði fyrir áhöfnina að vera á svæðinu. Aska liggur yfir eyjunum öllum og hafa íbúar takmarkaðan aðgang að drykkjarvatni. Þar sem vatnsból eyjanna eru bæði menguð af ösku og sjó. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. Tvö skip frá Nýja Sjálandi eru á leið til Tonga-eyja með birgðir af vatni og eiga þau að ná til eyjanna á föstudaginn.
Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17 Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. 18. janúar 2022 12:17
Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36
Eyjan nær alveg horfin Eyjan sem áður myndaði hæsta punkt eldstöðvarinnar við Tonga er nær alveg horfin eftir eitt öflugasta sprengigos í seinni tíð. Hópstjóri hjá Veðurstofunni segir einstakt að höggbylgjur frá sprengingunni mælist hér á Íslandi. 17. janúar 2022 21:15