Líf telur oddvitaframboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn sér Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2022 13:27 Reykvíkingar skauta að kjörborðinu í borgarstjórnarkosningum hinn 14. maí næst komandi. VísirVilhelm Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna sem sækist eftir að taka við forystusætinu af Líf Magneudóttur í borgarstjórn vill leggja aukna áherslu á velferðarmálin og stöðu jaðarsettra hópa í borginni. Líf lítur ekki á framboð Elínar Oddnýjar sem sérstakt mótframboð gegn henni. Vinstri græn í Reykjavík ákváðu í vikunni að forval fari fram um þrjú efstu sæti hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 14. maí næst komandi. Í gær tilkynnti Líf Magneudóttir að hún sæktist áfram eftir því að leiða Vinstri græn í borginni. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti síðan í morgun að hún stefndi einnig á fyrsta sæti listans. Felur það í sér vantraust á núverandi oddvita? Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfylltrúi stefnir á oddvitasæti VG í borgarstjórn. Flokkurinn hefur einn kjörinn fulltrúa í dag.aðsend „Nei, allas ekki. Við höfum átt gott samstarf á þessu kjörtímabili. Vinstri græn eru yfirleitt samhent og öflug hreyfing sem er sammála um flest. Kannski ekki alveg allt en mér fannst vera kominn tími til að bjóða fram mína krafta í þágu borgarbúa,“ segir Elín Oddný. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs undanfarin sautján ár. Líf hefur sömuleiðis starfað innan hreyfingarinnar í rúman áratug og verið oddviti flokksins í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili. Hún telur framboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn henni sérstaklega. Líf Magneudóttir hefur skipað oddvitasæti VG í borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Og mér finnst það fagnaðarefni að fólk brenni fyrir verkefnunum í borginni. Af því að þau eru gríðarlega mörg og fylgi hjartanu. Þannig að ég fagna bara öllum framboðum,“ segir Líf. Elín Oddný segist mest hafa sinnt velferðar- húsnæðis- og skólamálum á kjörtímabilinu sem er að líða og finnst að vinstra fólk eigi að setja þau mál á oddinn fyrir komandi kosningar. Þau mál séu vissulega komin vel á veg í núverandi meirihlutasamstarfi. „En það eru ennþá biðlistar eftir húsnæði og fólk sem býr við fátækt. Börn sem búa á heimilum þar sem er skortur. Sveitarfélag eins og Reykjavík á að leggja allt sitt að mörkum til að útrýma slíku,“ segir Elín Oddný. Líf segist hafa farið fyrir loftslagsmálum í borginni. Þau skipti miklu máli og hafi áhrif á allt samfélagið og umhverfið, skipulagsmálin og hvernig byggt væri upp í borginni. „Undir minni forystu var gerð mjög stórtæk og yfirgripsmikil áætlun í loftslagsmálum. Ég ætla að halda áfram að beita mér fyrir því og umhverfismálum í víðu samhengi." Hvað með velferðarmálin? „ Þau eru gríðarlega mikilvæg. Ég vil sjá meira gert í málefnum fatlaðs fólks og NPA. Þannig að þar þarf líka heldur betur að taka til hendinni," segirLíf Magneudóttir. Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Vinstri græn í Reykjavík ákváðu í vikunni að forval fari fram um þrjú efstu sæti hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 14. maí næst komandi. Í gær tilkynnti Líf Magneudóttir að hún sæktist áfram eftir því að leiða Vinstri græn í borginni. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti síðan í morgun að hún stefndi einnig á fyrsta sæti listans. Felur það í sér vantraust á núverandi oddvita? Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfylltrúi stefnir á oddvitasæti VG í borgarstjórn. Flokkurinn hefur einn kjörinn fulltrúa í dag.aðsend „Nei, allas ekki. Við höfum átt gott samstarf á þessu kjörtímabili. Vinstri græn eru yfirleitt samhent og öflug hreyfing sem er sammála um flest. Kannski ekki alveg allt en mér fannst vera kominn tími til að bjóða fram mína krafta í þágu borgarbúa,“ segir Elín Oddný. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs undanfarin sautján ár. Líf hefur sömuleiðis starfað innan hreyfingarinnar í rúman áratug og verið oddviti flokksins í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili. Hún telur framboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn henni sérstaklega. Líf Magneudóttir hefur skipað oddvitasæti VG í borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Og mér finnst það fagnaðarefni að fólk brenni fyrir verkefnunum í borginni. Af því að þau eru gríðarlega mörg og fylgi hjartanu. Þannig að ég fagna bara öllum framboðum,“ segir Líf. Elín Oddný segist mest hafa sinnt velferðar- húsnæðis- og skólamálum á kjörtímabilinu sem er að líða og finnst að vinstra fólk eigi að setja þau mál á oddinn fyrir komandi kosningar. Þau mál séu vissulega komin vel á veg í núverandi meirihlutasamstarfi. „En það eru ennþá biðlistar eftir húsnæði og fólk sem býr við fátækt. Börn sem búa á heimilum þar sem er skortur. Sveitarfélag eins og Reykjavík á að leggja allt sitt að mörkum til að útrýma slíku,“ segir Elín Oddný. Líf segist hafa farið fyrir loftslagsmálum í borginni. Þau skipti miklu máli og hafi áhrif á allt samfélagið og umhverfið, skipulagsmálin og hvernig byggt væri upp í borginni. „Undir minni forystu var gerð mjög stórtæk og yfirgripsmikil áætlun í loftslagsmálum. Ég ætla að halda áfram að beita mér fyrir því og umhverfismálum í víðu samhengi." Hvað með velferðarmálin? „ Þau eru gríðarlega mikilvæg. Ég vil sjá meira gert í málefnum fatlaðs fólks og NPA. Þannig að þar þarf líka heldur betur að taka til hendinni," segirLíf Magneudóttir.
Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01
Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11