Hæstiréttur brást vonum Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 12:37 Donald Trump skipaði þrjá hæstaréttardómara en enginn þeirra virðist hafa verið sammála málflutningi verjenda hans. AP/Mariam Zuhaib Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti. Umrædd þingnefnd rannsakar árásina þar sem stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Nefndin skoðar sérstaklega aðkomu Trump-liða að árásinni og hvað forsetinn sjálfur gerði á meðan á henni stóð. Trump krafðist þess að gögnin yrðu ekki afhent en Biden leyfði það. Trump-liðar hafa tapað á öllum stigum dómstóla Bandaríkjanna og nefndin er þegar byrjuð að taka við gögnum og þar á meðal dagbókum, gestabókum, ræðudrögum og minnisblöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni var Clarence Thomas eini dómarinn af níu sem vildi meina þingnefndinni aðgang að gögnunum. Aðrir dómarar voru þó þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki rétt á því að krefjast leyndar yfir gögnunum. Úrskurð Hæstaréttar má sjá hér, en um mikinn sigur er að ræða fyrir rannsóknarnefndina. Nefndin hefur einnig stefnt nokkrum af bandamönnum Trumps og þar á meðal er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður forsetans. Sjá einnig: Vilja spyrja Giuliani spjörunum úr varðandi árásina á þinghúsið Frá síðasta sumari hefur nefndin rætt við á fjórða hundrað manns. Einhverjir hafa þó neitað að ræða við meðlimi nefndarinnar og er Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Trumps, þar á meðal. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir að sýna þinginu vanvirðingu og gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að ár. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Umrædd þingnefnd rannsakar árásina þar sem stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar í fyrra. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Joe Biden vann. Nefndin skoðar sérstaklega aðkomu Trump-liða að árásinni og hvað forsetinn sjálfur gerði á meðan á henni stóð. Trump krafðist þess að gögnin yrðu ekki afhent en Biden leyfði það. Trump-liðar hafa tapað á öllum stigum dómstóla Bandaríkjanna og nefndin er þegar byrjuð að taka við gögnum og þar á meðal dagbókum, gestabókum, ræðudrögum og minnisblöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni var Clarence Thomas eini dómarinn af níu sem vildi meina þingnefndinni aðgang að gögnunum. Aðrir dómarar voru þó þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki rétt á því að krefjast leyndar yfir gögnunum. Úrskurð Hæstaréttar má sjá hér, en um mikinn sigur er að ræða fyrir rannsóknarnefndina. Nefndin hefur einnig stefnt nokkrum af bandamönnum Trumps og þar á meðal er Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður forsetans. Sjá einnig: Vilja spyrja Giuliani spjörunum úr varðandi árásina á þinghúsið Frá síðasta sumari hefur nefndin rætt við á fjórða hundrað manns. Einhverjir hafa þó neitað að ræða við meðlimi nefndarinnar og er Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Trumps, þar á meðal. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir að sýna þinginu vanvirðingu og gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að ár.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira