Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2022 22:17 Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins. Samsett Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra verða jarðgöng í Súðavíkurhlíð hluti af næstu samgönguáætlun hans. Sem og jarðgöng annars staðar þar sem stórhættulegir vegakaflar eru á Íslandi og fólk er í lífshættu að fara úr og í vinnu,“ spurði Guðmundur Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði vegabótum hafa verið forgangsraðað eftir áhættusvæðum og þeir staðir væru margir á Íslandi. Til að mynda hafi verið ráðist í tvöföldun á Suðurlands- og Vesturlandsvegi vegna þess að þar væru líkur á banaslysum miklar. „Og það er ástæðan fyrir þeirri forgangsröðun sem er í núgildandi samgönguáætlun. Við höfum hins vegar sett af stað jarðgangnaáætlun sem Vegagerðin hefur verið að vinna að. Þar á meðal eru að sjálfsögðu jarðgöng við Súðavík. Það eru fleiri jarðgöng sem er verið að horfa í þar. Þessi vinna verður eðlilega hluti af næstu samgönguáætlun,“ sagði Sigurður Ingi. Stefnt væri að því að unnið væri að gerð að minnsta kosti einnra jarðgangna hverju sinni og jafnvel fleiri. Vilja hefja undirbúning strax Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að gögnin verði sett í núgildandi samgönguáætlun sem gildir til ársins 2034. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að hefja undirbúning að gangagerðinni strax. „Það kom fram í svari innviðaráðherra að það væru bara ein göng í einu á dagskrá en það er pólitísk ákvörðun. Náttúruhamfarir eru eitthvað sem gerast, snjóflóð, grjóthrun og við þurfum að bregðast við því,“ sagði Helga Vala í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur eftir umræddum göngum og nú þurfi stjórnvöld að bretta upp ermar og ganga í verkið. Helga Vala trúir því að almennur stuðningur sé við þetta í þinginu og það sé öllum ljóst hversu slæmar afleiðingar það hefur þegar þjóðvegurinn lokast. Samgöngur Ísafjarðarbær Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Ég spyr því hæstvirtan ráðherra verða jarðgöng í Súðavíkurhlíð hluti af næstu samgönguáætlun hans. Sem og jarðgöng annars staðar þar sem stórhættulegir vegakaflar eru á Íslandi og fólk er í lífshættu að fara úr og í vinnu,“ spurði Guðmundur Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði vegabótum hafa verið forgangsraðað eftir áhættusvæðum og þeir staðir væru margir á Íslandi. Til að mynda hafi verið ráðist í tvöföldun á Suðurlands- og Vesturlandsvegi vegna þess að þar væru líkur á banaslysum miklar. „Og það er ástæðan fyrir þeirri forgangsröðun sem er í núgildandi samgönguáætlun. Við höfum hins vegar sett af stað jarðgangnaáætlun sem Vegagerðin hefur verið að vinna að. Þar á meðal eru að sjálfsögðu jarðgöng við Súðavík. Það eru fleiri jarðgöng sem er verið að horfa í þar. Þessi vinna verður eðlilega hluti af næstu samgönguáætlun,“ sagði Sigurður Ingi. Stefnt væri að því að unnið væri að gerð að minnsta kosti einnra jarðgangna hverju sinni og jafnvel fleiri. Vilja hefja undirbúning strax Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að gögnin verði sett í núgildandi samgönguáætlun sem gildir til ársins 2034. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að hefja undirbúning að gangagerðinni strax. „Það kom fram í svari innviðaráðherra að það væru bara ein göng í einu á dagskrá en það er pólitísk ákvörðun. Náttúruhamfarir eru eitthvað sem gerast, snjóflóð, grjóthrun og við þurfum að bregðast við því,“ sagði Helga Vala í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur eftir umræddum göngum og nú þurfi stjórnvöld að bretta upp ermar og ganga í verkið. Helga Vala trúir því að almennur stuðningur sé við þetta í þinginu og það sé öllum ljóst hversu slæmar afleiðingar það hefur þegar þjóðvegurinn lokast.
Samgöngur Ísafjarðarbær Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52