Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2022 11:33 Sigurður G. Guðjónsson birti mynd af Vítalíu í story hjá sér á Facebook. Vísir/samsett Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi. Skjáskot af myndinni hefur farið eins og eldur í sinu um Twitter eftir að Vítalía birti það eftir miðnætti í gær. Vítalía skrifar við myndina: „Það er ekkert spes að lögfræðingur sem ég þekki ekki baun í bala taki mynd af mér þegar ég er að labba inn á fund að hitta minn lögmann... Það sem er ennþá meira spes er að hann póstar myndinni á Facebookið sitt. HJÁLP.“ Það er ekkert spes að lögfræðingur sem ég þekki ekki baun í bala taki mynd af mér þegar ég er að labba inn á fund að hitta minn lögmann .... Það sem er ennþá meira spes er að hann póstar myndinni á Facebookið sitt.HJÁLP pic.twitter.com/y8tsWwVrkK— Vitalia Lazareva (@LazarevaVitalia) January 21, 2022 Rúmlega sex hundruð manns hafa líkað við tíst Vítalíu og hátt í fimmtíu endurtíst því. Þingmaðurinn Gísli Ólafsson er einn þeirra sem deilt hefur tístinu og segir það þekkta taktík hjá lögmönnum að reyna að hræða kærendur skjólstæðinga sinna. Það er því miður þekkt taktík hjá sumum lögmönnum að reyna að hræða kærendur skjólstæðinga sinna. Í nauðgunarmálum gengur það stundum svo langt að þolendum finnst þeim "andlega nauðgað" í réttarsal undir hörðum ásökunum verjenda sem sumir dómarar leyfa að viðgangast. https://t.co/cHmhgZ06sM— Gisli Olafsson (@gislio) January 21, 2022 Sigurður G. hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í vetur í tengslum við mál ungra kvenna sem sakað hafa menn um ofbeldi opinberlega, eftir að hann birti Facebook-færslu um mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem sakaði Kolbein Sigþórsson knattspyrnumann um ofbeldi. Sigurður birti í færslunni umdeildar ljósmyndir úr skýrslu lögreglu af Þórhildi. Fréttastofa náði tali af Sigurði í sambandi við mynddeilingu hans af Vítalíu á Facebook. Þegar blaðamaður náði af honum tali sagðist hann ekkert kannast við það að hafa deilt myndinni á Facebook. „Ég kannast ekki við þetta. Ég þarf bara að skoða hvort einhver er að gramsa í símanum mínum og taka út gögn og skeyta saman við eitthvað annað. Ég bara hef ekki mér vitanlega birt neitt svona í story nema af manni sem ég hitti í hjólaferð. Ég er jafn undrandi og allir aðrir,“ segir Sigurður G. Að neðan má sjá upptöku af Facebook-síðu Sigurðar sem fréttamaður tók í morgun. „Mér finnst svo ótrúlegt að ef ég hef birt mynd af þessari konu að enginn hefði þá hringt í mig og spurt hvers vegna ég væri að birta mynd af henni. Heldur fólk að ég sé svo vitlaus að maður birti einhverjar myndir af einhverju fólki út í bláinn?“ Á skjáskotinu má sjá að myndin er dagsett 8. desember, sem þýðir að hún hafi verið sett í story þann dag, um mánuði áður en Vítalía steig fram í ítarlegu viðtali þar sem hún sakaði nokkra menn um ofbeldi. Venjulega myndu myndir sem þessar, sem settar eru í story sama hvort það er á Instagram eða Facebook, hverfa eftir sólarhring. Nema hvað, Sigurður virðist hafa sett myndina í „Feature“ flokkinn, sem geymir myndir og hefur þær opnar lengur, jafnvel ótímabundið þar til þær eru teknar út handvirkt. Fréttastofa náði aftur tali af Sigurði eftir að myndin fannst í „Feature“. Hann segist ekkert kannast við þessa myndbirtingu. „Ég ætla bara að láta skoða hvað er í gangi á Facebook-síðunni minni. Ég vona að allar mínar myndir séu private á Facebook. Ég er algjörlega slakur.“ Fréttastofa hefur leitað viðbragða Vítalíu vegna málsins og reynt að ná af henni tali undanfarnar vikur en án árangurs. Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. 13. janúar 2022 11:12 „Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Skjáskot af myndinni hefur farið eins og eldur í sinu um Twitter eftir að Vítalía birti það eftir miðnætti í gær. Vítalía skrifar við myndina: „Það er ekkert spes að lögfræðingur sem ég þekki ekki baun í bala taki mynd af mér þegar ég er að labba inn á fund að hitta minn lögmann... Það sem er ennþá meira spes er að hann póstar myndinni á Facebookið sitt. HJÁLP.“ Það er ekkert spes að lögfræðingur sem ég þekki ekki baun í bala taki mynd af mér þegar ég er að labba inn á fund að hitta minn lögmann .... Það sem er ennþá meira spes er að hann póstar myndinni á Facebookið sitt.HJÁLP pic.twitter.com/y8tsWwVrkK— Vitalia Lazareva (@LazarevaVitalia) January 21, 2022 Rúmlega sex hundruð manns hafa líkað við tíst Vítalíu og hátt í fimmtíu endurtíst því. Þingmaðurinn Gísli Ólafsson er einn þeirra sem deilt hefur tístinu og segir það þekkta taktík hjá lögmönnum að reyna að hræða kærendur skjólstæðinga sinna. Það er því miður þekkt taktík hjá sumum lögmönnum að reyna að hræða kærendur skjólstæðinga sinna. Í nauðgunarmálum gengur það stundum svo langt að þolendum finnst þeim "andlega nauðgað" í réttarsal undir hörðum ásökunum verjenda sem sumir dómarar leyfa að viðgangast. https://t.co/cHmhgZ06sM— Gisli Olafsson (@gislio) January 21, 2022 Sigurður G. hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í vetur í tengslum við mál ungra kvenna sem sakað hafa menn um ofbeldi opinberlega, eftir að hann birti Facebook-færslu um mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem sakaði Kolbein Sigþórsson knattspyrnumann um ofbeldi. Sigurður birti í færslunni umdeildar ljósmyndir úr skýrslu lögreglu af Þórhildi. Fréttastofa náði tali af Sigurði í sambandi við mynddeilingu hans af Vítalíu á Facebook. Þegar blaðamaður náði af honum tali sagðist hann ekkert kannast við það að hafa deilt myndinni á Facebook. „Ég kannast ekki við þetta. Ég þarf bara að skoða hvort einhver er að gramsa í símanum mínum og taka út gögn og skeyta saman við eitthvað annað. Ég bara hef ekki mér vitanlega birt neitt svona í story nema af manni sem ég hitti í hjólaferð. Ég er jafn undrandi og allir aðrir,“ segir Sigurður G. Að neðan má sjá upptöku af Facebook-síðu Sigurðar sem fréttamaður tók í morgun. „Mér finnst svo ótrúlegt að ef ég hef birt mynd af þessari konu að enginn hefði þá hringt í mig og spurt hvers vegna ég væri að birta mynd af henni. Heldur fólk að ég sé svo vitlaus að maður birti einhverjar myndir af einhverju fólki út í bláinn?“ Á skjáskotinu má sjá að myndin er dagsett 8. desember, sem þýðir að hún hafi verið sett í story þann dag, um mánuði áður en Vítalía steig fram í ítarlegu viðtali þar sem hún sakaði nokkra menn um ofbeldi. Venjulega myndu myndir sem þessar, sem settar eru í story sama hvort það er á Instagram eða Facebook, hverfa eftir sólarhring. Nema hvað, Sigurður virðist hafa sett myndina í „Feature“ flokkinn, sem geymir myndir og hefur þær opnar lengur, jafnvel ótímabundið þar til þær eru teknar út handvirkt. Fréttastofa náði aftur tali af Sigurði eftir að myndin fannst í „Feature“. Hann segist ekkert kannast við þessa myndbirtingu. „Ég ætla bara að láta skoða hvað er í gangi á Facebook-síðunni minni. Ég vona að allar mínar myndir séu private á Facebook. Ég er algjörlega slakur.“ Fréttastofa hefur leitað viðbragða Vítalíu vegna málsins og reynt að ná af henni tali undanfarnar vikur en án árangurs.
Kynferðisofbeldi MeToo Samfélagsmiðlar Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. 13. janúar 2022 11:12 „Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Festi endurskoðar starfsreglur vegna máls Vítalíu Stjórn Festi mun endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins eftir að stjórnarformaður félagsins sagði af sér á dögunum vegna máls Vítalíu Lazarevu. 13. janúar 2022 11:12
„Ljóst að almenningi er misboðið í þessu máli“ Fyrirtæki vilja væntanlega ekki tengja sig við einstaklinga sem hafa viðhaft einhverja háttsemi sem almenningi finnst óásættanleg. Þetta kom fram í máli Gunnars Inga Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns í Pallborðinu á Vísi í dag. 12. janúar 2022 15:59