„Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:30 Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir að þegar réttarkerfið bregðist sé oft eina leið þolenda að greina opinberlega frá kynferðisbrotum líkt og Dagrún Jónsdóttir gerði í Íslandi í dag í gær. vísir/vilhelm Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður. Dagrún Jónsdóttir kærði tvo bændur fyrir grófar nauðganir gagnvart sér þegar hún var 14 og 15 ára árið 1987. Ríkissaksóknari vísaði málinu þá frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði svo málið fyrnt í desember á síðasta ári. Þannig að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar. Leitaði 14 ára barnið á þig? Fram kom í umfjöllun um málið í Íslandi í dag í gær að öll rannsókn málsins hafi verið verulega áfátt og hafi orðið til þess að réttlætið náði aldrei fram að ganga. Til að mynda var annar þeirra kærðu sem þá var ríflega fimmtugur spurður af lögreglu hvort Dagrún 14 ára hefði einhvern tíma leitað á hann. Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir enn þá allt of algengt að kerfið bregðist þolendum. „Kerfið okkar tók illa utan um kynferðisbrot árið 1987 og því miður tekur það enn illa á svona brotum. Meirihluti svona mála er felldur niður og komast aldrei inn í dómsal. Það sem hafi þó breyst frá árið 1987 sé að barnaníð fyrnist ekki að lögum í dag. „Í dag fyrnast ekki brot gegn börnum en reglurnar voru þannig á þessum tíma þ.e. barnaníð fyrntist líklega eftir 13 ára aldur þarna en í dag gilda reglurnar til 18 ára aldurs,“ segir Steinunn. Steinunn segir að oft sé eina leið þolenda að skila skömminni og glæpnum með opinberri umfjöllun. „Það er mjög stórt skref og stíga fram og skila skömminni og segja frá því sem gerðist og stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu,“ segir hún. Mikill sársauki að fara með mál gegnum kerfið Hún segir að jafnvel þó gerendur séu sakfelldir standi þolendur oft eftir með mikinn sársauka vegna meðferðar slíkra mála í réttarkerfinu. „Okkur finnst algengt að þær konur sem gera tilraun til að leita réttar síns í réttarkerfinu upplifi ekki mikið réttlæti í því ferli. Jafnvel konur sem hafa fengið geranda sakfelldan í héraðsdómi og Landsrétti. Bara vegna þess hvernig meðferðin er gegnum kerfið,“ segir Steinunn. Hún segir kynferðisbrot venjulega skilja eftir gríðarlegs sár. Til að mynda hafi um fjórðungur þeirra sem hafa leitað til Stígamóta vegna slíkra brota einhvern tíma reynt að svipta sig lífi. Það sé þó aldrei of seint að leita sér hjálpar til að styrkja sig og byggja upp. „Það er alltaf hægt að leita sér hjálpar og tilgangurinn er að bæta lífsgæði sín en þau verða kannski ekki þau sömu og þau voru áður því kynferðisbrot hafa venjulega svo gríðarleg áhrif á þolendur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan MeToo Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Dagrún Jónsdóttir kærði tvo bændur fyrir grófar nauðganir gagnvart sér þegar hún var 14 og 15 ára árið 1987. Ríkissaksóknari vísaði málinu þá frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði svo málið fyrnt í desember á síðasta ári. Þannig að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar. Leitaði 14 ára barnið á þig? Fram kom í umfjöllun um málið í Íslandi í dag í gær að öll rannsókn málsins hafi verið verulega áfátt og hafi orðið til þess að réttlætið náði aldrei fram að ganga. Til að mynda var annar þeirra kærðu sem þá var ríflega fimmtugur spurður af lögreglu hvort Dagrún 14 ára hefði einhvern tíma leitað á hann. Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir segir enn þá allt of algengt að kerfið bregðist þolendum. „Kerfið okkar tók illa utan um kynferðisbrot árið 1987 og því miður tekur það enn illa á svona brotum. Meirihluti svona mála er felldur niður og komast aldrei inn í dómsal. Það sem hafi þó breyst frá árið 1987 sé að barnaníð fyrnist ekki að lögum í dag. „Í dag fyrnast ekki brot gegn börnum en reglurnar voru þannig á þessum tíma þ.e. barnaníð fyrntist líklega eftir 13 ára aldur þarna en í dag gilda reglurnar til 18 ára aldurs,“ segir Steinunn. Steinunn segir að oft sé eina leið þolenda að skila skömminni og glæpnum með opinberri umfjöllun. „Það er mjög stórt skref og stíga fram og skila skömminni og segja frá því sem gerðist og stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu,“ segir hún. Mikill sársauki að fara með mál gegnum kerfið Hún segir að jafnvel þó gerendur séu sakfelldir standi þolendur oft eftir með mikinn sársauka vegna meðferðar slíkra mála í réttarkerfinu. „Okkur finnst algengt að þær konur sem gera tilraun til að leita réttar síns í réttarkerfinu upplifi ekki mikið réttlæti í því ferli. Jafnvel konur sem hafa fengið geranda sakfelldan í héraðsdómi og Landsrétti. Bara vegna þess hvernig meðferðin er gegnum kerfið,“ segir Steinunn. Hún segir kynferðisbrot venjulega skilja eftir gríðarlegs sár. Til að mynda hafi um fjórðungur þeirra sem hafa leitað til Stígamóta vegna slíkra brota einhvern tíma reynt að svipta sig lífi. Það sé þó aldrei of seint að leita sér hjálpar til að styrkja sig og byggja upp. „Það er alltaf hægt að leita sér hjálpar og tilgangurinn er að bæta lífsgæði sín en þau verða kannski ekki þau sömu og þau voru áður því kynferðisbrot hafa venjulega svo gríðarleg áhrif á þolendur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan MeToo Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira