Rúmur áratugur í Súðavíkurgöng samkvæmt áætlunum Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2022 20:36 Elstu jarðgöng fyrir bílaumferð á Íslandi eru örstutt göng í gegnum Arnarneshamar á Súðavíkurvegi sem gerð voru árið 1949. Miðað við núgildandi áætlanir gæti biðin eftir að göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur verði að veruleika dregist allt til ársins 2040 eða lengur. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn. Þolinmæði íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjaðrar og Súðavíkur er að bresta. Mikið er um grjóthrun og snjóflóð á veginum á milli þessarra staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs. Sigurður Ingi Jóhannsson stefnir á stofnun félags um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd.Vísir/Viilhelm Málið kom til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudag þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði stefnt að því að þessi göng færu í næstu samgönguáætlun sem tekur við af þeirri sem rennur út árið 2034. Hvenær sérðu að það sé hægt að byrja að grafa þarna á næstu árum? „Ég þori ekki að fullyrða það. Vegagerðin hefur verið að vinna ítarlega jarðgangaáætlun. Þeim kostum sem hafa verið upp á borðum. Síðan þurfum við að setjast yfir það við nýja samgönguáætlun og þingið í forgangsröðun,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt þeim áætlunum sem nú væru uppi verði næstu göng á Austfjörðum og þau verða bæði stór og dýr. Grafík/Ragnar Visage Þar á eftir kæmu göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar samkvæmt jarðgangáætlun Vegagerðarinnar. Stefnan er að á hverjum tíma verði unnið að gerð einnra jarðganga. Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi í gær þar sem gert er ráð fyrir að Súðavíkurgöng verði færð inn í núgildandi samgönguáætlun, enda þoli göngin ekki bið. Innviðaráðherra er hins vegar aðskoða að stofna opinbert félag utan um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd þannig að hægt yrði að vinna að gerð fleiri ganga en einnra í einu. „Þar sem við getum þá fjármagnað það í einhvers konar samvinnuleið með fleiri aðilum. Og borgað til baka með einhvers konar gjaldtöku,“segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2: Súðavíkurhreppur Samgöngur Vegagerð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. 20. janúar 2022 22:17 Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Farðu varlega, það gæti komið snjóflóð Þorrinn er á næsta leiti með öllum sínum tilbrigðum í veðri sem okkur býðst á þessu landi. En það þarf ekki þorrann til að vá liggi yfir á vegum landsins. Í þessari viku urðu öfgar í veðrabrigðum þess valdandi að vegir um Súðavíkur- og Eyrarhlíð lokuðust vegna snjóflóða. 19. janúar 2022 07:30 „Þetta er bara spurning um tíma“ Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. 17. janúar 2022 13:09 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þolinmæði íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjaðrar og Súðavíkur er að bresta. Mikið er um grjóthrun og snjóflóð á veginum á milli þessarra staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs. Sigurður Ingi Jóhannsson stefnir á stofnun félags um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd.Vísir/Viilhelm Málið kom til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi á fimmtudag þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði stefnt að því að þessi göng færu í næstu samgönguáætlun sem tekur við af þeirri sem rennur út árið 2034. Hvenær sérðu að það sé hægt að byrja að grafa þarna á næstu árum? „Ég þori ekki að fullyrða það. Vegagerðin hefur verið að vinna ítarlega jarðgangaáætlun. Þeim kostum sem hafa verið upp á borðum. Síðan þurfum við að setjast yfir það við nýja samgönguáætlun og þingið í forgangsröðun,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt þeim áætlunum sem nú væru uppi verði næstu göng á Austfjörðum og þau verða bæði stór og dýr. Grafík/Ragnar Visage Þar á eftir kæmu göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar samkvæmt jarðgangáætlun Vegagerðarinnar. Stefnan er að á hverjum tíma verði unnið að gerð einnra jarðganga. Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi í gær þar sem gert er ráð fyrir að Súðavíkurgöng verði færð inn í núgildandi samgönguáætlun, enda þoli göngin ekki bið. Innviðaráðherra er hins vegar aðskoða að stofna opinbert félag utan um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd þannig að hægt yrði að vinna að gerð fleiri ganga en einnra í einu. „Þar sem við getum þá fjármagnað það í einhvers konar samvinnuleið með fleiri aðilum. Og borgað til baka með einhvers konar gjaldtöku,“segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2:
Súðavíkurhreppur Samgöngur Vegagerð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. 20. janúar 2022 22:17 Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Farðu varlega, það gæti komið snjóflóð Þorrinn er á næsta leiti með öllum sínum tilbrigðum í veðri sem okkur býðst á þessu landi. En það þarf ekki þorrann til að vá liggi yfir á vegum landsins. Í þessari viku urðu öfgar í veðrabrigðum þess valdandi að vegir um Súðavíkur- og Eyrarhlíð lokuðust vegna snjóflóða. 19. janúar 2022 07:30 „Þetta er bara spurning um tíma“ Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. 17. janúar 2022 13:09 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. 20. janúar 2022 22:17
Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52
Farðu varlega, það gæti komið snjóflóð Þorrinn er á næsta leiti með öllum sínum tilbrigðum í veðri sem okkur býðst á þessu landi. En það þarf ekki þorrann til að vá liggi yfir á vegum landsins. Í þessari viku urðu öfgar í veðrabrigðum þess valdandi að vegir um Súðavíkur- og Eyrarhlíð lokuðust vegna snjóflóða. 19. janúar 2022 07:30
„Þetta er bara spurning um tíma“ Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. 17. janúar 2022 13:09
Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44