Demókratinn Chellie Pingree tilkynnti í gær að hún hefði lagt fram Íslandsfrumvarpið ásamt þremur öðrum þingmönnum. Á Twitter sagði hún að frumvarpið væri mikilvægur þáttur í því að greiða fyrir starfsemi íslenskra fyrirtækja í Bandaríkjunum.
As this story shows, Icelandic companies are unable to access the visas needed to establish working operations in the US
— Congresswoman Chellie Pingree (@chelliepingree) January 21, 2022
That's why I introduced the ICELAND Act today with @RepRickLarsen, @repdonyoung + @RepJoeCourtney to rectifying this imbalance https://t.co/LzCvzwtqmL
Þá vísar hún til greinar The Philadelphia Inquirer um Íslenska skyrgerðarmanninn Gunnar Birgisson. Í greininni segir að Gunnar geti ekki starfað hjá sínu eigin fyrirtæki, Reykjavík Creamery, sökum skorts á landvistarleyfi.
AP fréttaveitan hefur eftir Pingree að tími sé kominn til að styrka viðskiptasamband landanna og að Ísland sé þegar mikilvægur viðskiptafélagi Bandaríkjanna.
„Þau munu styrkja tvíhliða tengls við Ísland og efla fjárfestingar og efnahagslegan vöxt í báðum löndum,“ segir hún um ætluð atvinnulandvistarleyfi handa Íslendingum.