Guardiola: Besta frammistaða okkar á leiktíðinni Atli Arason skrifar 22. janúar 2022 22:00 Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. Manchester City hefur unnið Arsenal, Leicester, Manchester United, Chelsea og West Ham á leiktíðinni. Þrátt fyrir það telur Guardiola að frammistaða liðsins í 1-1 jafntefli gegn Southampton í kvöld hafi verið besta frammistaða liðsins á leiktíðinni. „Þetta var án vafa langt um besta frammistaða okkar á leiktíðinni. Við vorum að spila við lið sem sem spilar ótrúlega góðan varnarleik og eru góðir í skyndisóknum. Þeir eru vel skipulagðir og við þurftum að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Niðurstaðan, 1-1 jafntefli, er ekki gott, en frammistaðan var frábær,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky Sports eftir leikinn við Southampton. „Það er hlutverk þjálfarans sjá um hvernig liðið hagar sér á vellinum og hvernig við spiluðum í kvöld var framúrskarandi.“ Jafnteflið í kvöld var í fyrsta skipti sem City fær ekki þrjú stig í leik í tæpa þrjá mánuði eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace, 0-2, þann 30. október. „Til dæmis spiluðum við verr gegn Arsenal en unnum þann leik. Stundum gerist það í fótbolta og sérstaklega í úrvalsdeildinni að maður spilar illa og sigrar leikinn og stundum spilaru vel og sigrar ekki. Deildin er 38 leikir og sumt færðu verðskuldað og annað ekki.“ Guardiola hefur enga trú á því að tvö töpuð stig gegn Southampton í kvöld hafi einhver stór áhrif á liðið fyrir það sem koma skal á tímabilinu. „Af hverju ættum við að missa einhverja trú á okkur? Við unnum ekki í kvöld en við spiluðum vel. Ég hef sagt það áður að við munum misstíga okkur eitthvað og missa af einhverjum stigum. Hvernig við höguðum okkur á vellinum í kvöld er ég ánægður með. Núna höfum við tvær vikur til að undirbúa okkur í næsta leik og við munum gera það. Enska úrvalsdeildin er ótrúlega erfið. Sumt fólk segir að titilbaráttan er búin og það er jákvætt fyrir okkur því titilbaráttan er mjög erfið og þetta er alls ekki búið. Titilbaráttan var ekki búinn fyrir tveimur vikum síðan og hún verður ekki búinn eftir þrjár vikur,“ svaraði Guardiola, aðspurður að því hvort þetta jafntefli hafi einhver áhrif á trú liðsins að sigra deildina. City er þrátt fyrir jafnteflið með 12 stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sæti. Liverpool á þó tvo leiki til góða en Liverpool spilar gegn Crystal Palace á morgun. „Ég væri til í að hafa 40 stiga forskot á Liverpool og Chelsea og það væri draumur en það er ekki mögulegt í janúar. Þeir eru með frábær lið og ég bjóst ekki við því að vera með þetta forskot á þessum tímapunkti en þetta er ekki búið. Þessi lið munu sækja fullt af stigum,“ sagði Guardiola að endingu. Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
„Þetta var án vafa langt um besta frammistaða okkar á leiktíðinni. Við vorum að spila við lið sem sem spilar ótrúlega góðan varnarleik og eru góðir í skyndisóknum. Þeir eru vel skipulagðir og við þurftum að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Niðurstaðan, 1-1 jafntefli, er ekki gott, en frammistaðan var frábær,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky Sports eftir leikinn við Southampton. „Það er hlutverk þjálfarans sjá um hvernig liðið hagar sér á vellinum og hvernig við spiluðum í kvöld var framúrskarandi.“ Jafnteflið í kvöld var í fyrsta skipti sem City fær ekki þrjú stig í leik í tæpa þrjá mánuði eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace, 0-2, þann 30. október. „Til dæmis spiluðum við verr gegn Arsenal en unnum þann leik. Stundum gerist það í fótbolta og sérstaklega í úrvalsdeildinni að maður spilar illa og sigrar leikinn og stundum spilaru vel og sigrar ekki. Deildin er 38 leikir og sumt færðu verðskuldað og annað ekki.“ Guardiola hefur enga trú á því að tvö töpuð stig gegn Southampton í kvöld hafi einhver stór áhrif á liðið fyrir það sem koma skal á tímabilinu. „Af hverju ættum við að missa einhverja trú á okkur? Við unnum ekki í kvöld en við spiluðum vel. Ég hef sagt það áður að við munum misstíga okkur eitthvað og missa af einhverjum stigum. Hvernig við höguðum okkur á vellinum í kvöld er ég ánægður með. Núna höfum við tvær vikur til að undirbúa okkur í næsta leik og við munum gera það. Enska úrvalsdeildin er ótrúlega erfið. Sumt fólk segir að titilbaráttan er búin og það er jákvætt fyrir okkur því titilbaráttan er mjög erfið og þetta er alls ekki búið. Titilbaráttan var ekki búinn fyrir tveimur vikum síðan og hún verður ekki búinn eftir þrjár vikur,“ svaraði Guardiola, aðspurður að því hvort þetta jafntefli hafi einhver áhrif á trú liðsins að sigra deildina. City er þrátt fyrir jafnteflið með 12 stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sæti. Liverpool á þó tvo leiki til góða en Liverpool spilar gegn Crystal Palace á morgun. „Ég væri til í að hafa 40 stiga forskot á Liverpool og Chelsea og það væri draumur en það er ekki mögulegt í janúar. Þeir eru með frábær lið og ég bjóst ekki við því að vera með þetta forskot á þessum tímapunkti en þetta er ekki búið. Þessi lið munu sækja fullt af stigum,“ sagði Guardiola að endingu.
Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira