Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 11:30 Frá heræfingum í Rússlandi í desember. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands sagðist í gær hafa upplýsingar um að Rússar hefðu leitað til úkraínskra stjórnmálamanna sem væru hliðhollir Rússlandi varðandi það að mynda nýja ríkisstjórn í Kænugarði. Meðal annars hefði verið leitað til Yevheniy Murayev, fyrrverandi þingmanns. Bretar nefndu fleiri stjórnmálamenn og sagði þá með tengsl við leyniþjónustur Rússlands en Murayev er leiðtogi lítils stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum en hefur engin sæti á þingi. Þá sögðu Bretar að reyni Rússar að koma strengjabrúðum fyrir í Kænugarði verði Rússland beitt hörðum refsiaðgerðum. AP fréttaveitan hefur eftir Maríu Zakaróva, talskonu utanríkisráðuneytis Rússlands að ásakanir Breta séu til marks um viðleitni Atlantshafsbandalagsins til að auka spennuna í tengslum við Úkraínu. Þær séu þvæla. Rússar hafa komið fyrir tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og mánuðum og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Það sé íbúa þeirra ríkja sem vilja aðild að ákveða að sækja um og þá sé það aðildarríkjanna að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknir eða ekki. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Fluttir um rúmlega sex þúsund kílómetra Rússar hafa fjölgað hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum dögum og aukið getu sína til að gera innrás í landið. Sex rússneskum herskipum, sem geta verið notuð til að lenda hermönnum og skriðdrekum af hafi, hefur verið siglt á svæðið og þar að auki hefur fjöldi hermanna verið fluttur meira en sex þúsund kílómetra, frá austurhluta Rússlands til Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þessarar hermanna eru sérsveitarmenn og komu þeir með loftvarnarbúnað og skammdrægar eldflaugar sem gætu drifið frá Hvíta-Rússlandi til Kænugarðs og lent þar með litlum sem engum fyrirvara. Úkraína Rússland Hernaður Bretland Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bretlands sagðist í gær hafa upplýsingar um að Rússar hefðu leitað til úkraínskra stjórnmálamanna sem væru hliðhollir Rússlandi varðandi það að mynda nýja ríkisstjórn í Kænugarði. Meðal annars hefði verið leitað til Yevheniy Murayev, fyrrverandi þingmanns. Bretar nefndu fleiri stjórnmálamenn og sagði þá með tengsl við leyniþjónustur Rússlands en Murayev er leiðtogi lítils stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum en hefur engin sæti á þingi. Þá sögðu Bretar að reyni Rússar að koma strengjabrúðum fyrir í Kænugarði verði Rússland beitt hörðum refsiaðgerðum. AP fréttaveitan hefur eftir Maríu Zakaróva, talskonu utanríkisráðuneytis Rússlands að ásakanir Breta séu til marks um viðleitni Atlantshafsbandalagsins til að auka spennuna í tengslum við Úkraínu. Þær séu þvæla. Rússar hafa komið fyrir tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og mánuðum og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Það sé íbúa þeirra ríkja sem vilja aðild að ákveða að sækja um og þá sé það aðildarríkjanna að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknir eða ekki. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Fluttir um rúmlega sex þúsund kílómetra Rússar hafa fjölgað hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum dögum og aukið getu sína til að gera innrás í landið. Sex rússneskum herskipum, sem geta verið notuð til að lenda hermönnum og skriðdrekum af hafi, hefur verið siglt á svæðið og þar að auki hefur fjöldi hermanna verið fluttur meira en sex þúsund kílómetra, frá austurhluta Rússlands til Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þessarar hermanna eru sérsveitarmenn og komu þeir með loftvarnarbúnað og skammdrægar eldflaugar sem gætu drifið frá Hvíta-Rússlandi til Kænugarðs og lent þar með litlum sem engum fyrirvara.
Úkraína Rússland Hernaður Bretland Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23
„Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48
„Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15
Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09