Innlent

Smitaður eftir rómantík með frúnni í útlöndum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór segist hafa greinst með veiruna á landamærunum.
Guðlaugur Þór segist hafa greinst með veiruna á landamærunum. Vísir/Vilhelm

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. 

Guðlaugur greindist á landamærunum en hann var að koma aftur til landsins eftir nokkuð langt frí með eiginkonunni. Hann skrifar í færslu á Facebook að þau hafi verið í fríi í tilefni af tuttugu ára brúðkaupsafmæli þeirra. 

Hann segir eitt jákvætt við stöðuna, það sé að flest sé hægt að vinna í fjarvinnu en hann muni þó sakna þess að hitta fólk. 

Guðlaugur er ekki eini ráðherrann sem greinst hefur á Covid. Upp kom hópsmit á Alþingi í desember og greindust þá nokkrir ráðherrar smitaðir en Guðlaugur slapp í það skiptið. Veiran hefur þó náð í skottið á honum erlendis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×