„Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“ Snorri Másson skrifar 24. janúar 2022 11:33 Bjarni Benediktsson var í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Arnar Þór Jónsson var í því fimmta, en maðurinn í fjórða komst á þing. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari og núverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt stefnu stjórnvalda í málefnum faraldursins með margvíslegum hætti. Arnar Þór Jónsson hefur tekið virkan þátt í umræðu um sóttvarnir á Íslandi.Aðsend mynd Varaþingmaðurinn hefur rekið mál gegn sóttvarnalækni vegna sóttkvíar og einangrunar covid-sjúkra, hann hefur líkt faraldrinum við Trójuhest sem kippi lýðræðinu úr sambandi og hann hefur sent langorð viðvörunarbréf til skólayfirvalda vegna bólusetninga barna. Hann tókst á við Tómas Guðbjartsson lækni í Sprengisandi í desember og krafði Tómas svara um bólusetningar: „Það er engin gagnrýni. Og ég lýsi eftir því að [læknar] axli ábyrgð. Ég vil spyrja Tómas einfaldrar spurningar. Nú erum við í upptöku og þessi upptaka verður til á netinu um ókomna tíð. Ert þú tilbúinn að segja í ljósi þess sem þú sagðir áðan og skrifa undir það að þessi bóluefni sem nú á að nota á Íslendinga og gagnvart börnum, séu örugg og árangursrík? Þú verður að gera það,“ sagði Arnar meðal annars. Ekki verið að tala fyrir hönd flokksins Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar ekki hafa komið að máli við sig um þetta efni á síðustu mánuðum. Á fyrri stigum hafi þeir þó rætt mikilvægi lögmætisreglunnar, meðalhófs, að verið væri að veita réttar upplýsingar og svo framvegis. „Ég er nú sammála því að þetta eru allt mikilvæg sjónarmið en hann er ekki að tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þegar hann sem lögmaður er að tala fyrir hönd einhverra hagsmunasamtaka,“ segir Bjarni. Stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið nokkuð skýr í þessu, flokkurinn hafi viljað opna umræðu um málið og aðkomu þingsins. Ágætis samstaða hafi verið í ríkisstjórn. „En ég þekki bara ekki nákvæmlega áherslur þeirra hagsmunasamtaka sem Arnar hefur verið að tala fyrir og ætla ekki að gera þær að mínum. Ég er meira fyrir bólusetningar, ég tel þær hafa sannað ótvírætt gildi sitt. Ég er sjálfur þríbólusettur og eina ástæða þess að ég hef ekki látið bólusetja tíu ára dóttur mína er að hún er búin að smitast. Það bíður þá seinni tíma ef á þarf að halda. Þannig að þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari og núverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt stefnu stjórnvalda í málefnum faraldursins með margvíslegum hætti. Arnar Þór Jónsson hefur tekið virkan þátt í umræðu um sóttvarnir á Íslandi.Aðsend mynd Varaþingmaðurinn hefur rekið mál gegn sóttvarnalækni vegna sóttkvíar og einangrunar covid-sjúkra, hann hefur líkt faraldrinum við Trójuhest sem kippi lýðræðinu úr sambandi og hann hefur sent langorð viðvörunarbréf til skólayfirvalda vegna bólusetninga barna. Hann tókst á við Tómas Guðbjartsson lækni í Sprengisandi í desember og krafði Tómas svara um bólusetningar: „Það er engin gagnrýni. Og ég lýsi eftir því að [læknar] axli ábyrgð. Ég vil spyrja Tómas einfaldrar spurningar. Nú erum við í upptöku og þessi upptaka verður til á netinu um ókomna tíð. Ert þú tilbúinn að segja í ljósi þess sem þú sagðir áðan og skrifa undir það að þessi bóluefni sem nú á að nota á Íslendinga og gagnvart börnum, séu örugg og árangursrík? Þú verður að gera það,“ sagði Arnar meðal annars. Ekki verið að tala fyrir hönd flokksins Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar ekki hafa komið að máli við sig um þetta efni á síðustu mánuðum. Á fyrri stigum hafi þeir þó rætt mikilvægi lögmætisreglunnar, meðalhófs, að verið væri að veita réttar upplýsingar og svo framvegis. „Ég er nú sammála því að þetta eru allt mikilvæg sjónarmið en hann er ekki að tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þegar hann sem lögmaður er að tala fyrir hönd einhverra hagsmunasamtaka,“ segir Bjarni. Stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið nokkuð skýr í þessu, flokkurinn hafi viljað opna umræðu um málið og aðkomu þingsins. Ágætis samstaða hafi verið í ríkisstjórn. „En ég þekki bara ekki nákvæmlega áherslur þeirra hagsmunasamtaka sem Arnar hefur verið að tala fyrir og ætla ekki að gera þær að mínum. Ég er meira fyrir bólusetningar, ég tel þær hafa sannað ótvírætt gildi sitt. Ég er sjálfur þríbólusettur og eina ástæða þess að ég hef ekki látið bólusetja tíu ára dóttur mína er að hún er búin að smitast. Það bíður þá seinni tíma ef á þarf að halda. Þannig að þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44