Stéttarfélög og #MeToo Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 24. janúar 2022 12:30 Aðeins rétt rúmlega fjögur ár eru síðan að fyrstu hópar kvenna hófu að birta á samfélagsmiðlum átakanlegar sögur af kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir á vinnustað, undir myllumerkinu #MeToo. Hátt í sex þúsund konur skrifuðu undir yfirlýsingar sem fylgdu þessum frásögnum, yfirlýsingar sem fordæmdu ofbeldið og sögðu að nú væri nóg komið. Það hefur ekki farið framhjá neinum að þessar hugrökku konur sem stigu fram og deildu sögum sínum kynsystrum sínum til stuðnings hafa valdið byltingu í íslensku samfélagi, byltingu sem þokar okkur nær jafnrétti kynjanna. Virkt aðhald með atvinnurekendum Rannsóknir benda til að einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni er algeng á íslenskum vinnustöðum. Rúmlega 2 af hverjum 10 hafa orðið fyrir einelti á vinnustað á vinnuferli sínum, 16% orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% kynbundinni áreitni, samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá árinu 2020. Konur voru í öllum tilvikum líklegri til að þola slíka hegðun: 25% kvenna hafði orðið fyrir einelti, 25% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 17% höfðu orðið fyrir kynbundinni áreitni. Rannsóknin afhjúpaði ennfremur ólíka sýn starfsfólks og stjórnenda á vandamálinu. Þolendur og starfsfólk var almennt gagnrýnið í garð vinnustaða og stjórnenda þegar kom að umgjörð, verklagi og viðbrögðum í málaflokknum, en mikill meirihluti stjórnenda taldi starfsfólk og stjórnendur vel upplýsta um það hvernig unnt sé að koma í veg fyrir einelti og áreitni. Rannsóknin afhjúpar skaðlega vinnustaðamenningu sem við verðum að uppræta og djúpstæðan stjórnunarvanda sem við verðum að lagfæra. Höfundar bentu á valdaójafnvægi innan vinnustaða, að gerendur væru yfirleitt valdameiri og í sterkari félagslegri stöðu en þolendur. Þetta valdaójafnvægi væri svo endurspeglað í meðferð mála þar sem stjórnendur og utanaðkomandi málsaðilar virtust samsama sig frekar gerendum en þolendum. Atvinnurekendur hafa í tæpa tvo áratugi verið skyldugir að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað til að koma í veg fyrir einelti, áreitni og ofbeldi. Þessi rannsókn sem og frásagnir síðustu ára hafa gert það skýrt að atvinnurekendur hafa almennt brugðist þessum skyldum sínum, og þrátt fyrir að víða hafi orðið breytingar til batnaðar er ljóst að enn er verk að vinna. Við verðum að þrýsta fast á atvinnurekendur að veita reglulega fræðslu, innleiða reglur og verkferla til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni á vinnustað og takast á við þau mál sem kunna að koma upp, og uppræta skaðlega vinnustaðamenningu. Þar gegna samtök launafólks lykilhlutverki. Verkalýðshreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki Í febrúar 2018 boðuðu Bandalag háskólamanna, ásamt Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Kennarasambandi Íslands og Kvenréttindafélag Íslands #MeToo konur til samtals um næstu skref byltingarinnar. Kröfur fundarins til verkalýðshreyfingarinnar voru skýrar. Konur vildu að stéttarfélög væru með stöðugan þrýsting á atvinnurekendur að tryggja öryggi starfsfólks. Einnig ættu stéttarfélög að sýna stjórnvöldum virkt aðhald í þessum málum sem og samfélaginu öllu með því að halda viðfangsefninu á lofti og tryggja að umræðan detti ekki niður. Á sama tíma áréttuðu #MeToo konur að stéttarfélög þyrftu einnig að huga að innri málum sínum. Þau voru hvött til að tryggja að allt starfsfólk þeirra fái jafnréttisfræðslu sem og að veita virka fræðslu til félagsfólks sem nái til ólíkra hópa, t.d. ungs fólks, fólks sem er nýkomið til landsins og fólks af erlendum uppruna. Hvatti fundurinn sérstaklega til að trúnaðarmenn væru virkjaðir í þessum störfum, til að efla og styrkja félagsfólk. Við í verkalýðshreyfingunni verðum að sýna fordæmi með því að tryggja að innan okkar raða séu settar skýrar reglur og traustir verkferlar til að taka hratt og vel á einelti, ofbeldi og áreitni innan okkar raða. Gleymum því ekki að af þeim sautján hópum sem birtu yfirlýsingar í fyrstu bylgju #MeToo, voru það aðeins konur innan verkalýðshreyfingarinnar sem ekki treystu sér til að birta einstakar frásagnir eða nöfn undir áskorun sinni. Kjarasamningar sem tryggja jafnrétti og heilbrigt starfsumhverfi Undirrituð er í framboði til formanns Fræðagarðs, stærsta aðildarfélags BHM. Núna í aðdraganda kjarasamninga er mikilvægt að við setjum við okkur skýr markmið um hvernig við fylgjum #MeToo málum eftir í kjarasamningum, í samvinnu við önnur aðildarfélög BHM. Í samtali við verkalýðshreyfinguna 2018 kröfðust #MeToo konur þess að samtök launafólks skyldu hafa skýra áætlun um hvernig skal uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði með kjarasamningum. Þessi krafa er ekki aðeins sjálfsögð, heldur er hún í anda verkalýðsbaráttu síðustu áratuga. Samtök launafólks hafa undanfarin ár beitt sér fyrir stórhuga aðgerðum í kjaraviðræðum, aðgerðum sem hafa tryggt jafnrétti og bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þar má til dæmis nefna smíði sérstaks jafnlaunastaðals og víðtækar aðgerðir til að leiðrétta verðmætamat kvennastarfa sem nú standa yfir. Ein krafa sem hægt væri að leggja fram væri þekkingarkrafa, eftirlit með að stjórnendur á vinnustað hafi sótt fræðslu um hvernig taka skuli á einelti, áreitni og ofbeldi og úrræði til að bregðast við ef slík mál koma upp, en í rannsókn Félagsvísindastofnunar 2020 svöruðu einungis 18% því til að stjórnendur hefðu sótt námskeið í þessum málum. Mikilvægast er þó að leggja áherslu á reglubundnar forvarnir sem stuðlar að því að starfsfólk allt ásamt stjórnendum beri kennsl á óæskilega og óheilbrigða hegðun til að bregðast megi við henni. Áhersla á góða samvinnu og reglulegt samtal um samskipti og vinnustaðamenningu er ein besta leiðin til að fyrirbyggja áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í að tryggja réttindi og stöðu fólks, ekki aðeins á vinnumarkaði heldur einnig í samfélaginu öllu. Við sem störfum innan verkalýðshreyfingarinnar verðum að tryggja það að launafólk búi við jafnrétti á vinnustað og heilbrigt starfsumhverfi. Beitum krafti sameinaðrar verkalýðshreyfingar til að veita atvinnurekendum virkt aðhald í #MeToo málum. Tryggjum réttindi launafólks enn frekar og styðjum við starfsfólk til að uppræta valdaójafnvægi á vinnustað. Sköpum saman betri framtíð! Höfundur er bókmenntafræðingur og í framboði til formanns Fræðagarðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Stéttarfélög Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Aðeins rétt rúmlega fjögur ár eru síðan að fyrstu hópar kvenna hófu að birta á samfélagsmiðlum átakanlegar sögur af kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir á vinnustað, undir myllumerkinu #MeToo. Hátt í sex þúsund konur skrifuðu undir yfirlýsingar sem fylgdu þessum frásögnum, yfirlýsingar sem fordæmdu ofbeldið og sögðu að nú væri nóg komið. Það hefur ekki farið framhjá neinum að þessar hugrökku konur sem stigu fram og deildu sögum sínum kynsystrum sínum til stuðnings hafa valdið byltingu í íslensku samfélagi, byltingu sem þokar okkur nær jafnrétti kynjanna. Virkt aðhald með atvinnurekendum Rannsóknir benda til að einelti og kynbundin og kynferðisleg áreitni er algeng á íslenskum vinnustöðum. Rúmlega 2 af hverjum 10 hafa orðið fyrir einelti á vinnustað á vinnuferli sínum, 16% orðið fyrir kynferðislegri áreitni og um 10% kynbundinni áreitni, samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá árinu 2020. Konur voru í öllum tilvikum líklegri til að þola slíka hegðun: 25% kvenna hafði orðið fyrir einelti, 25% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og 17% höfðu orðið fyrir kynbundinni áreitni. Rannsóknin afhjúpaði ennfremur ólíka sýn starfsfólks og stjórnenda á vandamálinu. Þolendur og starfsfólk var almennt gagnrýnið í garð vinnustaða og stjórnenda þegar kom að umgjörð, verklagi og viðbrögðum í málaflokknum, en mikill meirihluti stjórnenda taldi starfsfólk og stjórnendur vel upplýsta um það hvernig unnt sé að koma í veg fyrir einelti og áreitni. Rannsóknin afhjúpar skaðlega vinnustaðamenningu sem við verðum að uppræta og djúpstæðan stjórnunarvanda sem við verðum að lagfæra. Höfundar bentu á valdaójafnvægi innan vinnustaða, að gerendur væru yfirleitt valdameiri og í sterkari félagslegri stöðu en þolendur. Þetta valdaójafnvægi væri svo endurspeglað í meðferð mála þar sem stjórnendur og utanaðkomandi málsaðilar virtust samsama sig frekar gerendum en þolendum. Atvinnurekendur hafa í tæpa tvo áratugi verið skyldugir að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað til að koma í veg fyrir einelti, áreitni og ofbeldi. Þessi rannsókn sem og frásagnir síðustu ára hafa gert það skýrt að atvinnurekendur hafa almennt brugðist þessum skyldum sínum, og þrátt fyrir að víða hafi orðið breytingar til batnaðar er ljóst að enn er verk að vinna. Við verðum að þrýsta fast á atvinnurekendur að veita reglulega fræðslu, innleiða reglur og verkferla til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni á vinnustað og takast á við þau mál sem kunna að koma upp, og uppræta skaðlega vinnustaðamenningu. Þar gegna samtök launafólks lykilhlutverki. Verkalýðshreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki Í febrúar 2018 boðuðu Bandalag háskólamanna, ásamt Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Kennarasambandi Íslands og Kvenréttindafélag Íslands #MeToo konur til samtals um næstu skref byltingarinnar. Kröfur fundarins til verkalýðshreyfingarinnar voru skýrar. Konur vildu að stéttarfélög væru með stöðugan þrýsting á atvinnurekendur að tryggja öryggi starfsfólks. Einnig ættu stéttarfélög að sýna stjórnvöldum virkt aðhald í þessum málum sem og samfélaginu öllu með því að halda viðfangsefninu á lofti og tryggja að umræðan detti ekki niður. Á sama tíma áréttuðu #MeToo konur að stéttarfélög þyrftu einnig að huga að innri málum sínum. Þau voru hvött til að tryggja að allt starfsfólk þeirra fái jafnréttisfræðslu sem og að veita virka fræðslu til félagsfólks sem nái til ólíkra hópa, t.d. ungs fólks, fólks sem er nýkomið til landsins og fólks af erlendum uppruna. Hvatti fundurinn sérstaklega til að trúnaðarmenn væru virkjaðir í þessum störfum, til að efla og styrkja félagsfólk. Við í verkalýðshreyfingunni verðum að sýna fordæmi með því að tryggja að innan okkar raða séu settar skýrar reglur og traustir verkferlar til að taka hratt og vel á einelti, ofbeldi og áreitni innan okkar raða. Gleymum því ekki að af þeim sautján hópum sem birtu yfirlýsingar í fyrstu bylgju #MeToo, voru það aðeins konur innan verkalýðshreyfingarinnar sem ekki treystu sér til að birta einstakar frásagnir eða nöfn undir áskorun sinni. Kjarasamningar sem tryggja jafnrétti og heilbrigt starfsumhverfi Undirrituð er í framboði til formanns Fræðagarðs, stærsta aðildarfélags BHM. Núna í aðdraganda kjarasamninga er mikilvægt að við setjum við okkur skýr markmið um hvernig við fylgjum #MeToo málum eftir í kjarasamningum, í samvinnu við önnur aðildarfélög BHM. Í samtali við verkalýðshreyfinguna 2018 kröfðust #MeToo konur þess að samtök launafólks skyldu hafa skýra áætlun um hvernig skal uppræta einelti, áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði með kjarasamningum. Þessi krafa er ekki aðeins sjálfsögð, heldur er hún í anda verkalýðsbaráttu síðustu áratuga. Samtök launafólks hafa undanfarin ár beitt sér fyrir stórhuga aðgerðum í kjaraviðræðum, aðgerðum sem hafa tryggt jafnrétti og bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þar má til dæmis nefna smíði sérstaks jafnlaunastaðals og víðtækar aðgerðir til að leiðrétta verðmætamat kvennastarfa sem nú standa yfir. Ein krafa sem hægt væri að leggja fram væri þekkingarkrafa, eftirlit með að stjórnendur á vinnustað hafi sótt fræðslu um hvernig taka skuli á einelti, áreitni og ofbeldi og úrræði til að bregðast við ef slík mál koma upp, en í rannsókn Félagsvísindastofnunar 2020 svöruðu einungis 18% því til að stjórnendur hefðu sótt námskeið í þessum málum. Mikilvægast er þó að leggja áherslu á reglubundnar forvarnir sem stuðlar að því að starfsfólk allt ásamt stjórnendum beri kennsl á óæskilega og óheilbrigða hegðun til að bregðast megi við henni. Áhersla á góða samvinnu og reglulegt samtal um samskipti og vinnustaðamenningu er ein besta leiðin til að fyrirbyggja áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í að tryggja réttindi og stöðu fólks, ekki aðeins á vinnumarkaði heldur einnig í samfélaginu öllu. Við sem störfum innan verkalýðshreyfingarinnar verðum að tryggja það að launafólk búi við jafnrétti á vinnustað og heilbrigt starfsumhverfi. Beitum krafti sameinaðrar verkalýðshreyfingar til að veita atvinnurekendum virkt aðhald í #MeToo málum. Tryggjum réttindi launafólks enn frekar og styðjum við starfsfólk til að uppræta valdaójafnvægi á vinnustað. Sköpum saman betri framtíð! Höfundur er bókmenntafræðingur og í framboði til formanns Fræðagarðs.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun