Leggur til breytingar á sóttkví í dag og telur hugmyndir Kára ágætar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. janúar 2022 12:11 Þórólfur segir hugmyndir Kára um að afnema einangrun alls ekki svo vitlausar en vill þó fara hægt í sakirnar frekar en að taka of stórt skref og þurfa að bakka með það síðar. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til tilslakanir á reglum um sóttkví í vikunni og afléttingar á samkomutakmörkunum í þeirri næstu. Hann segir hugmynd Kára Stefánssonar um að afnema sóttkví og einangrun ekki svo vitlausa en telur þó skynsamlegra að gera það í skrefum. „Við höfum allar forsendur til að slaka á sóttvarnatakmörkunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Nú sé aðeins spurning um hversu mikið og hratt sé skynsamlegt að gera það. „Það sem að er í vinnslu núna með ráðuneytinu og ráðherranum er að einfalda sóttkvíarmálin og einfalda sýnatökurnar. Og ég held að það sé skynsamlegt að byrja á því,“ segir Þórólfur. Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag með tillögum að nýjum reglum um sóttkví. Hann leggur ekki til að afnema sóttkví alveg en vill að fleiri verði undanþegnir henni. Kári vill aflétta einangrun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ganga enn lengra og afnema alveg sóttkví og einangrun í landinu. „Þetta er alltaf spurning um að vega og meta. Erum við að fá meira fyrir þetta en við glötum? Og eins og stendur þá held ég að við séum að fá minna fyrir sóttkví og einangrun heldur en við glötum þannig ég er að segja að við ættum að prófa að sleppa þessu og sjá hvernig fer,“ segir Kári. Ómíkron afbrigðið hafi gjörbreytt öllu. Kári vill ganga lengra en Þórólfur eins og svo oft áður.vísir „Ég held að þessi pest sé komin á þann stað að við eigum að hætta að láta hana hefta okkur eins og hún hefur gert hingað til,“ segir Kári. Þórólfur segir þetta alls ekki svo vitlausa hugmynd. „Þetta hljómar mjög vel en ég er ekki viss um að það gangi svo vel að ætla að byrja á einhverju og fara svo að bakka. Það hefur ekki gefist mjög vel að þurfa að fara að herða aftur. Þannig að ég held að það sé skynsamlegra að fara hægt í sakirnar frekar en að fara of hratt og þurfa svo að stíga eitt skref til baka. Það væri dálítið snúið og erfitt að gera það," segir Þórólfur. „En þessi hugmynd er bara ágæt,“ bætir hann við. Byrjum á sóttkví en bíðum með samkomutakmarkanir Hann segir ljóst að nú verði uppi skiptar skoðanir um einmitt þetta, hversu hratt eigi að ráðast í afléttingar. Hann vinnur nú að tillögum að afléttingaráætlun á samkomutakmörkunum fyrir heilbrigðisráðuneytið sem hann vonast til að verði til í lok vikunnar. Hann telur skynsamlegast að byrja á að breyta reglum um sóttkví áður en ráðist er í almennar afléttingar og það má skilja það á orðum hans að hann vilji helst að þær 10 manna samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi verði það áfram þar til 2. febrúar þegar þær renna út. „Ég held að það sé skynsamlegra að gera það [byrja á að létta á sóttkví] því að það er bara mjög takmarkandi fyrir atvinnulífið í landinu og mörg fyrirtæki þannig ég held að það sé bara mjög brýnt að reyna aðeins að létta á því,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
„Við höfum allar forsendur til að slaka á sóttvarnatakmörkunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Nú sé aðeins spurning um hversu mikið og hratt sé skynsamlegt að gera það. „Það sem að er í vinnslu núna með ráðuneytinu og ráðherranum er að einfalda sóttkvíarmálin og einfalda sýnatökurnar. Og ég held að það sé skynsamlegt að byrja á því,“ segir Þórólfur. Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag með tillögum að nýjum reglum um sóttkví. Hann leggur ekki til að afnema sóttkví alveg en vill að fleiri verði undanþegnir henni. Kári vill aflétta einangrun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ganga enn lengra og afnema alveg sóttkví og einangrun í landinu. „Þetta er alltaf spurning um að vega og meta. Erum við að fá meira fyrir þetta en við glötum? Og eins og stendur þá held ég að við séum að fá minna fyrir sóttkví og einangrun heldur en við glötum þannig ég er að segja að við ættum að prófa að sleppa þessu og sjá hvernig fer,“ segir Kári. Ómíkron afbrigðið hafi gjörbreytt öllu. Kári vill ganga lengra en Þórólfur eins og svo oft áður.vísir „Ég held að þessi pest sé komin á þann stað að við eigum að hætta að láta hana hefta okkur eins og hún hefur gert hingað til,“ segir Kári. Þórólfur segir þetta alls ekki svo vitlausa hugmynd. „Þetta hljómar mjög vel en ég er ekki viss um að það gangi svo vel að ætla að byrja á einhverju og fara svo að bakka. Það hefur ekki gefist mjög vel að þurfa að fara að herða aftur. Þannig að ég held að það sé skynsamlegra að fara hægt í sakirnar frekar en að fara of hratt og þurfa svo að stíga eitt skref til baka. Það væri dálítið snúið og erfitt að gera það," segir Þórólfur. „En þessi hugmynd er bara ágæt,“ bætir hann við. Byrjum á sóttkví en bíðum með samkomutakmarkanir Hann segir ljóst að nú verði uppi skiptar skoðanir um einmitt þetta, hversu hratt eigi að ráðast í afléttingar. Hann vinnur nú að tillögum að afléttingaráætlun á samkomutakmörkunum fyrir heilbrigðisráðuneytið sem hann vonast til að verði til í lok vikunnar. Hann telur skynsamlegast að byrja á að breyta reglum um sóttkví áður en ráðist er í almennar afléttingar og það má skilja það á orðum hans að hann vilji helst að þær 10 manna samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi verði það áfram þar til 2. febrúar þegar þær renna út. „Ég held að það sé skynsamlegra að gera það [byrja á að létta á sóttkví] því að það er bara mjög takmarkandi fyrir atvinnulífið í landinu og mörg fyrirtæki þannig ég held að það sé bara mjög brýnt að reyna aðeins að létta á því,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira