Leggur til breytingar á sóttkví í dag og telur hugmyndir Kára ágætar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. janúar 2022 12:11 Þórólfur segir hugmyndir Kára um að afnema einangrun alls ekki svo vitlausar en vill þó fara hægt í sakirnar frekar en að taka of stórt skref og þurfa að bakka með það síðar. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til tilslakanir á reglum um sóttkví í vikunni og afléttingar á samkomutakmörkunum í þeirri næstu. Hann segir hugmynd Kára Stefánssonar um að afnema sóttkví og einangrun ekki svo vitlausa en telur þó skynsamlegra að gera það í skrefum. „Við höfum allar forsendur til að slaka á sóttvarnatakmörkunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Nú sé aðeins spurning um hversu mikið og hratt sé skynsamlegt að gera það. „Það sem að er í vinnslu núna með ráðuneytinu og ráðherranum er að einfalda sóttkvíarmálin og einfalda sýnatökurnar. Og ég held að það sé skynsamlegt að byrja á því,“ segir Þórólfur. Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag með tillögum að nýjum reglum um sóttkví. Hann leggur ekki til að afnema sóttkví alveg en vill að fleiri verði undanþegnir henni. Kári vill aflétta einangrun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ganga enn lengra og afnema alveg sóttkví og einangrun í landinu. „Þetta er alltaf spurning um að vega og meta. Erum við að fá meira fyrir þetta en við glötum? Og eins og stendur þá held ég að við séum að fá minna fyrir sóttkví og einangrun heldur en við glötum þannig ég er að segja að við ættum að prófa að sleppa þessu og sjá hvernig fer,“ segir Kári. Ómíkron afbrigðið hafi gjörbreytt öllu. Kári vill ganga lengra en Þórólfur eins og svo oft áður.vísir „Ég held að þessi pest sé komin á þann stað að við eigum að hætta að láta hana hefta okkur eins og hún hefur gert hingað til,“ segir Kári. Þórólfur segir þetta alls ekki svo vitlausa hugmynd. „Þetta hljómar mjög vel en ég er ekki viss um að það gangi svo vel að ætla að byrja á einhverju og fara svo að bakka. Það hefur ekki gefist mjög vel að þurfa að fara að herða aftur. Þannig að ég held að það sé skynsamlegra að fara hægt í sakirnar frekar en að fara of hratt og þurfa svo að stíga eitt skref til baka. Það væri dálítið snúið og erfitt að gera það," segir Þórólfur. „En þessi hugmynd er bara ágæt,“ bætir hann við. Byrjum á sóttkví en bíðum með samkomutakmarkanir Hann segir ljóst að nú verði uppi skiptar skoðanir um einmitt þetta, hversu hratt eigi að ráðast í afléttingar. Hann vinnur nú að tillögum að afléttingaráætlun á samkomutakmörkunum fyrir heilbrigðisráðuneytið sem hann vonast til að verði til í lok vikunnar. Hann telur skynsamlegast að byrja á að breyta reglum um sóttkví áður en ráðist er í almennar afléttingar og það má skilja það á orðum hans að hann vilji helst að þær 10 manna samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi verði það áfram þar til 2. febrúar þegar þær renna út. „Ég held að það sé skynsamlegra að gera það [byrja á að létta á sóttkví] því að það er bara mjög takmarkandi fyrir atvinnulífið í landinu og mörg fyrirtæki þannig ég held að það sé bara mjög brýnt að reyna aðeins að létta á því,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Við höfum allar forsendur til að slaka á sóttvarnatakmörkunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Nú sé aðeins spurning um hversu mikið og hratt sé skynsamlegt að gera það. „Það sem að er í vinnslu núna með ráðuneytinu og ráðherranum er að einfalda sóttkvíarmálin og einfalda sýnatökurnar. Og ég held að það sé skynsamlegt að byrja á því,“ segir Þórólfur. Hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag með tillögum að nýjum reglum um sóttkví. Hann leggur ekki til að afnema sóttkví alveg en vill að fleiri verði undanþegnir henni. Kári vill aflétta einangrun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill ganga enn lengra og afnema alveg sóttkví og einangrun í landinu. „Þetta er alltaf spurning um að vega og meta. Erum við að fá meira fyrir þetta en við glötum? Og eins og stendur þá held ég að við séum að fá minna fyrir sóttkví og einangrun heldur en við glötum þannig ég er að segja að við ættum að prófa að sleppa þessu og sjá hvernig fer,“ segir Kári. Ómíkron afbrigðið hafi gjörbreytt öllu. Kári vill ganga lengra en Þórólfur eins og svo oft áður.vísir „Ég held að þessi pest sé komin á þann stað að við eigum að hætta að láta hana hefta okkur eins og hún hefur gert hingað til,“ segir Kári. Þórólfur segir þetta alls ekki svo vitlausa hugmynd. „Þetta hljómar mjög vel en ég er ekki viss um að það gangi svo vel að ætla að byrja á einhverju og fara svo að bakka. Það hefur ekki gefist mjög vel að þurfa að fara að herða aftur. Þannig að ég held að það sé skynsamlegra að fara hægt í sakirnar frekar en að fara of hratt og þurfa svo að stíga eitt skref til baka. Það væri dálítið snúið og erfitt að gera það," segir Þórólfur. „En þessi hugmynd er bara ágæt,“ bætir hann við. Byrjum á sóttkví en bíðum með samkomutakmarkanir Hann segir ljóst að nú verði uppi skiptar skoðanir um einmitt þetta, hversu hratt eigi að ráðast í afléttingar. Hann vinnur nú að tillögum að afléttingaráætlun á samkomutakmörkunum fyrir heilbrigðisráðuneytið sem hann vonast til að verði til í lok vikunnar. Hann telur skynsamlegast að byrja á að breyta reglum um sóttkví áður en ráðist er í almennar afléttingar og það má skilja það á orðum hans að hann vilji helst að þær 10 manna samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi verði það áfram þar til 2. febrúar þegar þær renna út. „Ég held að það sé skynsamlegra að gera það [byrja á að létta á sóttkví] því að það er bara mjög takmarkandi fyrir atvinnulífið í landinu og mörg fyrirtæki þannig ég held að það sé bara mjög brýnt að reyna aðeins að létta á því,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira