„Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. janúar 2022 21:54 Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Við erum ekki í þessu til að negla fólk, heldur einfaldlega til að passa upp á hag okkar allra, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftirlit með sóttvörnum er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en hátt í fimm hundruð sektir hafa verið gefnar út vegna brota á sóttvörnum. Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum, veitingahúsi lokað vegna brota á sóttvarnalögum, sóttvarnareglur á tónleikum brotnar, ferðamenn kærðir vegna brota á sóttvarnalögum. Þessar fyrirsagnir eru orðnar nokkuð tíðar í fjölmiðlum þessi misserin. Sóttvarnareglur breytast ört; samkomutakmarkanir eru breytilegar, opnunartímar breytast á milli mánaða, við sjáum grímuskyldu og ekki grímuskyldu, eins metra reglu og tveggja metra reglu og þannig má áfram telja. Það er lögregla og ríkislögreglustjóri sem halda utan um eftirlit með sóttvarnaaðgerðum en miðbærinn um helgar er fyrirferðamestur í því samhengi. „Það byggir á því að við fáum upplýsingar frá fólki, fólk hringir í okkur, tilkynnir ef það verður vart við brot eða eitthvað sem það vill benda okkur á og þá fylgjum við þessum tilkynningum eftir,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. „Svo erum við úti í eftirliti og ef við sjáum eitthvað sem er ekki rétt þá fylgjum við því eftir líka,“ segir hann enn fremur. Lögregla fer líka í óvæntar heimsóknir en Kristján segir fólk almennt bregðast við. Eftirlitið er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en það flækist stundum fyrir lögreglumönnum líkt og öðrum, enda, eins og fyrr segir, eru reglurnar margbreytilegar. „Alltaf þegar það kemur nýtt minnisblað frá Þórólfi þá þarf svona að skoða nýju reglurnar en þetta venst eins og hvað annað,“ segir Kristján. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. 47 prósent þeirra hafa verið felld niður. Lægsta greidda sektin var 20 þúsund og sú hæsta 350 þúsund. Þá hafa tæpar 7,5 milljónir verið greiddar í sektir og rúmar níu milljónir eru í innheimtuferli. „Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk eða sekta fólk, við erum bara að fá fólk til að fara eftir reglunum. Þetta er í hag fyrir okkur öll,“ segir Kristján. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34 Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum, veitingahúsi lokað vegna brota á sóttvarnalögum, sóttvarnareglur á tónleikum brotnar, ferðamenn kærðir vegna brota á sóttvarnalögum. Þessar fyrirsagnir eru orðnar nokkuð tíðar í fjölmiðlum þessi misserin. Sóttvarnareglur breytast ört; samkomutakmarkanir eru breytilegar, opnunartímar breytast á milli mánaða, við sjáum grímuskyldu og ekki grímuskyldu, eins metra reglu og tveggja metra reglu og þannig má áfram telja. Það er lögregla og ríkislögreglustjóri sem halda utan um eftirlit með sóttvarnaaðgerðum en miðbærinn um helgar er fyrirferðamestur í því samhengi. „Það byggir á því að við fáum upplýsingar frá fólki, fólk hringir í okkur, tilkynnir ef það verður vart við brot eða eitthvað sem það vill benda okkur á og þá fylgjum við þessum tilkynningum eftir,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. „Svo erum við úti í eftirliti og ef við sjáum eitthvað sem er ekki rétt þá fylgjum við því eftir líka,“ segir hann enn fremur. Lögregla fer líka í óvæntar heimsóknir en Kristján segir fólk almennt bregðast við. Eftirlitið er sívaxandi hluti af daglegum störfum lögreglu en það flækist stundum fyrir lögreglumönnum líkt og öðrum, enda, eins og fyrr segir, eru reglurnar margbreytilegar. „Alltaf þegar það kemur nýtt minnisblað frá Þórólfi þá þarf svona að skoða nýju reglurnar en þetta venst eins og hvað annað,“ segir Kristján. Frá upphafi faraldursins til dagsins í dag hafa 482 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu. 47 prósent þeirra hafa verið felld niður. Lægsta greidda sektin var 20 þúsund og sú hæsta 350 þúsund. Þá hafa tæpar 7,5 milljónir verið greiddar í sektir og rúmar níu milljónir eru í innheimtuferli. „Það er ekki okkar hugsun að reyna að negla fólk eða sekta fólk, við erum bara að fá fólk til að fara eftir reglunum. Þetta er í hag fyrir okkur öll,“ segir Kristján.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Tengdar fréttir Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24 431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34 Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Grunur um brot á sóttvarnalögum í miðbænum Lögreglan stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt en 116 mál voru skráð á málaskrá. Þar af voru rúmlega tuttugu tilkynningar um hávaða. 19. desember 2021 07:24
431 sóttvarnabrot skráð en sektað í 46 prósent tilvika 475 einstaklingar og 73 fyrirtæki koma við sögu í 431 sóttvarnabroti sem lögregla hefur skráð frá 1. mars 2020. Málin varða meðal annars brot á reglum um fjöldatakmarkanir og brot á reglum um lokun skemmtistaða. 23. nóvember 2021 06:34
Sektaðir um 250 þúsund krónur í september en ekki borgað Ríkissaksóknari telur ekki tilefni til að hækka sektir vegna brota á sóttkví. Sektarheimildir séu þegar ríflegar miðað við sektir almennt hér á landi. 19. apríl 2021 14:19