„Íslenskri“ lægð kennt um ófarir Tyrkja Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2022 13:21 Hundruð bíla sitja fastir í snjó á einni helstu umferðaræð Istanbúl. AP/Emrah Gurel Þúsundir Tyrkja sátu fastir í bílum vegna snjókomu við Eyjahaf. Loka þurfti vegum í Istanbúl og hafa þúsundir manna unnið við hreinsunarstörf eftir mikla snjókomu frá því í gær en almannavarnir Istanbúl segja að kenna megi íslenskri lægð um ófarirnar. AP fréttaveitan segir marga hafa varið nóttinni í bílum sínum þar sem þeir sátu fastir á götum Istanbúl og aðrir hafi hreinlega skilið bíla sína eftir og gengið heim eða notast við almenningssamgöngur. Borgarstjóri Istanbúl segir um fimm þúsund manns hafa verið bjargað úr föstum bílum í gær. Almannavarnir Istanbúl (AKOM) segja að „íslensk“ lægð valdi þessari miklu ofankomu við Eyjahaf. Motorways into Istanbul closed and flights cancelled owing to conditions described as Icelandic https://t.co/DjTk5TKExC— The National (@TheNationalNews) January 25, 2022 Samkvæmt frétt Hurriyet Daily News er talið að Istanbúl hafi síðast orðið fyrir sambærilegu veðri árið 1987. Þá hafi um fjórar milljónir búið þar en nú séu íbúar um tuttugu milljónir. Fjölmargir yfirgefnir bíla komu niður á hreinsunarstarfi í nótt og í morgun og hafa eigendur verið hvattir til að sækja bílana ef þeir geta. Búist er við því að snjókoman haldi áfram fram á fimmtudag. Einn þeirra sem sátu fastir í Istanbúl sagði í samtali við AP að hann hefði setið fastur í tólf klukkustundir. Enginn hefði getað hreyft sig og snjóplógar kæmust ekki einu sinni til þeirra. Hann sagðist þakklátur fyrir að vera með nægt eldsneyti og mat. Flights to and from Istanbul Airport (IST) now and last Tuesday at 13:00 UTC. pic.twitter.com/PeoKgfIarx— Flightradar24 (@flightradar24) January 25, 2022 Tyrkland Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
AP fréttaveitan segir marga hafa varið nóttinni í bílum sínum þar sem þeir sátu fastir á götum Istanbúl og aðrir hafi hreinlega skilið bíla sína eftir og gengið heim eða notast við almenningssamgöngur. Borgarstjóri Istanbúl segir um fimm þúsund manns hafa verið bjargað úr föstum bílum í gær. Almannavarnir Istanbúl (AKOM) segja að „íslensk“ lægð valdi þessari miklu ofankomu við Eyjahaf. Motorways into Istanbul closed and flights cancelled owing to conditions described as Icelandic https://t.co/DjTk5TKExC— The National (@TheNationalNews) January 25, 2022 Samkvæmt frétt Hurriyet Daily News er talið að Istanbúl hafi síðast orðið fyrir sambærilegu veðri árið 1987. Þá hafi um fjórar milljónir búið þar en nú séu íbúar um tuttugu milljónir. Fjölmargir yfirgefnir bíla komu niður á hreinsunarstarfi í nótt og í morgun og hafa eigendur verið hvattir til að sækja bílana ef þeir geta. Búist er við því að snjókoman haldi áfram fram á fimmtudag. Einn þeirra sem sátu fastir í Istanbúl sagði í samtali við AP að hann hefði setið fastur í tólf klukkustundir. Enginn hefði getað hreyft sig og snjóplógar kæmust ekki einu sinni til þeirra. Hann sagðist þakklátur fyrir að vera með nægt eldsneyti og mat. Flights to and from Istanbul Airport (IST) now and last Tuesday at 13:00 UTC. pic.twitter.com/PeoKgfIarx— Flightradar24 (@flightradar24) January 25, 2022
Tyrkland Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira