Þúsundir í einangrun með óvirkt smit? Bergþór Ólason skrifar 25. janúar 2022 18:30 Ég spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir fimm dögum hvers vegna staðið væri að skimunum á landamærum og innanlands með mismunandi hætti. Það er nefnilega þannig að við skimun á landamærum er skoðað hvort um óvirkt smit sé að ræða þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19 en hið sama er ekki gert innanlands þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19. Óvirkt smit þýðir að smitið er gamalt og viðkomandi er löngu hættur að smita aðra. Þannig fara aðeins þeir sem greinast með virkt smit af landamærunum í einangrun en enginn slíkur greinarmunur er gerður á þeim sem greinast smitaðir við skimun innanlands. Það má því ætla að fjöldi manns sé læstur í einangrun í dag eða hafi áður sætt einangrun að ósekju. Hefðu getað verið frjálsir ferða sinna, sinnt sinni vinnu og lausir undan áþján stofufangelsis. En heilbrigðisráðherra hefur ekki haft áhuga á að kanna þetta nánar. Hvorki var hann meðvitaður um þessa mismunandi nálgun varðandi skimanir á landamærum og innanlands þegar ég spurði hann í síðustu viku, né hafði hann haft fyrir að kanna málið nánar á þeim fimm dögum sem liðnir eru. Það kom í ljós þegar ég innti hann eftir þessu aftur á Alþingi fyrr í dag. Þetta er ótrúlegt í ljósi þess að tölur benda til þess að þetta eigi við um fjórðung þeirra sem greinst hafa á landamærunum, aðrar tölur benda til að innanlands gæti þetta hlutfall verið nær þriðjungi. Semsagt 25-33% þeirra sem greinst hafa innanlands gætu hafa flokkast með óvirkt smit og smita því ekki aðra og því engin þörf á einangrun. Þetta verður enn ótrúlegra eftir að heyra að heilbrigðisráðherra hafi ekki einu sinni haft fyrir því að láta kanna þetta innan síns ráðuneytis eftir að undirritaður benti honum á þetta í umræðum á þingi í síðustu viku þegar í dag eru 11.639 manns í einangrun á Íslandi. Það má því reikna með að 2.900 til 3.800 einstaklingar séu nú í einangrun að óþörfu. Að óþörfu. Er þá ekki horft til alls þess fjölda fólks sem sætt hefur einangrun að óþörfu fram til þessa á sömu rökum. Ef við þrengjum sjónarhornið hvað þetta varðar og skoðum bara stöðuna á Landspítalanum þá kom fram í máli ráðherrans að hátt í 200 starfsmenn Landspítalans væru í einangrun og því samsvarandi aukið álag á spítalann og alla hans starfsemi. Það er því í hæsta máta ótrúlegt að á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi, vegna mönnunarvanda, að ráðherrann sjái sér ekki fært að skoða hvort smit einhverra þessara 200 séu óvirk. Ef hlutfallið sem birtist við landamæri er heimfært yfir á þennan fjölda starfsmanna spítalans í einangrun mætti ætla að 50-70 manns gætu losnað strax úr einangrun og hafið störf á nýju - enda ekki að smita sálu. En nei. Ráðherrann heldur uppteknum hætti. Áfram skulu þúsundir landsmanna sitja að ósekju í stofufangelsi og áfram er spítalinn í mönnunarvanda. Gott samt að ráðherrann hafi nýtt helgina í að skrifa grein með starfsmanni sínum og boði í félagi við þennan starfsmann sinn ,,áætlun um afléttingu takmarkana” í samfélaginu. Í stað þess að bara taka ákvörðunina og létta mestu frelsisskerðingum seinni tíma af Íslendingum í ljósi þess að faraldur Covid-19 er nú álitinn af sérfræðingum engu hættulegri en hefðbundinn inflúensufaraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bergþór Ólason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir fimm dögum hvers vegna staðið væri að skimunum á landamærum og innanlands með mismunandi hætti. Það er nefnilega þannig að við skimun á landamærum er skoðað hvort um óvirkt smit sé að ræða þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19 en hið sama er ekki gert innanlands þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19. Óvirkt smit þýðir að smitið er gamalt og viðkomandi er löngu hættur að smita aðra. Þannig fara aðeins þeir sem greinast með virkt smit af landamærunum í einangrun en enginn slíkur greinarmunur er gerður á þeim sem greinast smitaðir við skimun innanlands. Það má því ætla að fjöldi manns sé læstur í einangrun í dag eða hafi áður sætt einangrun að ósekju. Hefðu getað verið frjálsir ferða sinna, sinnt sinni vinnu og lausir undan áþján stofufangelsis. En heilbrigðisráðherra hefur ekki haft áhuga á að kanna þetta nánar. Hvorki var hann meðvitaður um þessa mismunandi nálgun varðandi skimanir á landamærum og innanlands þegar ég spurði hann í síðustu viku, né hafði hann haft fyrir að kanna málið nánar á þeim fimm dögum sem liðnir eru. Það kom í ljós þegar ég innti hann eftir þessu aftur á Alþingi fyrr í dag. Þetta er ótrúlegt í ljósi þess að tölur benda til þess að þetta eigi við um fjórðung þeirra sem greinst hafa á landamærunum, aðrar tölur benda til að innanlands gæti þetta hlutfall verið nær þriðjungi. Semsagt 25-33% þeirra sem greinst hafa innanlands gætu hafa flokkast með óvirkt smit og smita því ekki aðra og því engin þörf á einangrun. Þetta verður enn ótrúlegra eftir að heyra að heilbrigðisráðherra hafi ekki einu sinni haft fyrir því að láta kanna þetta innan síns ráðuneytis eftir að undirritaður benti honum á þetta í umræðum á þingi í síðustu viku þegar í dag eru 11.639 manns í einangrun á Íslandi. Það má því reikna með að 2.900 til 3.800 einstaklingar séu nú í einangrun að óþörfu. Að óþörfu. Er þá ekki horft til alls þess fjölda fólks sem sætt hefur einangrun að óþörfu fram til þessa á sömu rökum. Ef við þrengjum sjónarhornið hvað þetta varðar og skoðum bara stöðuna á Landspítalanum þá kom fram í máli ráðherrans að hátt í 200 starfsmenn Landspítalans væru í einangrun og því samsvarandi aukið álag á spítalann og alla hans starfsemi. Það er því í hæsta máta ótrúlegt að á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi, vegna mönnunarvanda, að ráðherrann sjái sér ekki fært að skoða hvort smit einhverra þessara 200 séu óvirk. Ef hlutfallið sem birtist við landamæri er heimfært yfir á þennan fjölda starfsmanna spítalans í einangrun mætti ætla að 50-70 manns gætu losnað strax úr einangrun og hafið störf á nýju - enda ekki að smita sálu. En nei. Ráðherrann heldur uppteknum hætti. Áfram skulu þúsundir landsmanna sitja að ósekju í stofufangelsi og áfram er spítalinn í mönnunarvanda. Gott samt að ráðherrann hafi nýtt helgina í að skrifa grein með starfsmanni sínum og boði í félagi við þennan starfsmann sinn ,,áætlun um afléttingu takmarkana” í samfélaginu. Í stað þess að bara taka ákvörðunina og létta mestu frelsisskerðingum seinni tíma af Íslendingum í ljósi þess að faraldur Covid-19 er nú álitinn af sérfræðingum engu hættulegri en hefðbundinn inflúensufaraldur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun