Hrannar Bragi vill 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2022 10:49 Hrannar Bragi Eyjólfsson. Aðsend Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum og leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í handbolta, sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 5. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Hrannari Braga segir að hann sé 26 ára gamall, fæddur og uppalinn Garðbæingur. „Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður gekk hann í leik- og grunnskóla í Garðabæ og er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Sambýliskona Hrannars Braga er Ásdís Rún Ragnarsdóttir, 26 ára meistaranemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og deildarstjóri á leikskólanum Litlu-Ásum í Garðabæ. Ásdís er einnig fædd og uppalin í Garðabæ. Hrannar Bragi hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat á lista flokksins í Garðabæ í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hefur setið undanfarin fjögur ár í menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Þá sat Hrannar Bragi í stjórn Hugins, félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, frá 2017-2021, og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2019-2021,“ segir í tilkynningunni. Segir þörf á rödd ungs fólks Haft er eftir Hrannari Braga að hann sé þeirrar skoðunar að traustur fjárhagur sé forsenda framþróunar. „Það er því mikilvægt að við höldum áfram að halda vel utan um fjármál Garðabæjar og sýnum ráðdeild og hagsýni í rekstri bæjarins. Ég mun beita mér fyrir því að Garðabær verði í fararbroddi í leikskólamálum með því að tryggja að börn 12 mánaða og yngri hljóti pláss á leikskólum nærri heimilum sínum. Þá eru mér samgöngumál og öryggismál þeim tengd afar hugleikin. Sem eigandi íbúðar í Urriðaholti er mér mikið í mun að börnum og ungmennum séu tryggðar öruggar samgöngur yfir í aðra bæjarhluta og geti þannig sótt í þjónustu og félagsskap á íþróttasvæðum bæjarins. Ungt fólk þarf rödd á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Reynsla er mikilvæg – en nýliðun líka. Ég býð stoltur fram krafta mína sem málsvari ungs fólks í bænum, en ekki síður sem baráttumaður öflugrar grunnþjónustu fyrir bæjarbúa alla,“ er haft eftir Hrannari Braga. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Í tilkynningu frá Hrannari Braga segir að hann sé 26 ára gamall, fæddur og uppalinn Garðbæingur. „Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður gekk hann í leik- og grunnskóla í Garðabæ og er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Sambýliskona Hrannars Braga er Ásdís Rún Ragnarsdóttir, 26 ára meistaranemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og deildarstjóri á leikskólanum Litlu-Ásum í Garðabæ. Ásdís er einnig fædd og uppalin í Garðabæ. Hrannar Bragi hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat á lista flokksins í Garðabæ í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hefur setið undanfarin fjögur ár í menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Þá sat Hrannar Bragi í stjórn Hugins, félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, frá 2017-2021, og í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2019-2021,“ segir í tilkynningunni. Segir þörf á rödd ungs fólks Haft er eftir Hrannari Braga að hann sé þeirrar skoðunar að traustur fjárhagur sé forsenda framþróunar. „Það er því mikilvægt að við höldum áfram að halda vel utan um fjármál Garðabæjar og sýnum ráðdeild og hagsýni í rekstri bæjarins. Ég mun beita mér fyrir því að Garðabær verði í fararbroddi í leikskólamálum með því að tryggja að börn 12 mánaða og yngri hljóti pláss á leikskólum nærri heimilum sínum. Þá eru mér samgöngumál og öryggismál þeim tengd afar hugleikin. Sem eigandi íbúðar í Urriðaholti er mér mikið í mun að börnum og ungmennum séu tryggðar öruggar samgöngur yfir í aðra bæjarhluta og geti þannig sótt í þjónustu og félagsskap á íþróttasvæðum bæjarins. Ungt fólk þarf rödd á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Reynsla er mikilvæg – en nýliðun líka. Ég býð stoltur fram krafta mína sem málsvari ungs fólks í bænum, en ekki síður sem baráttumaður öflugrar grunnþjónustu fyrir bæjarbúa alla,“ er haft eftir Hrannari Braga.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira