Enn bætist á vandræði Borisar Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 15:11 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er undir miklum þrýstingi þessa dagana. AP/Leon Neal Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytis Bretlands sakaði í desember Johnson um að hafa lagt meiri áherslu á að koma gæludýrum frá Afganistan en fólki þegar óreiðan þar var hvað mest við yfirtöku Talibana í fyrra. Það sagði Johnson að væri „algjör þvættingur“. In December, Boris Johnson described claims he had authorised Afghan animal evacuation as "complete nonsense"New leaked emails suggest he was personally involved in ensuring animals and charity workers were evacuated from Kabul#BBCRealityCheck https://t.co/V9PlXnlJJZ pic.twitter.com/6SFuM4kJsI— BBC Politics (@BBCPolitics) January 26, 2022 Utanríkismálanefnd breska þingsins, sem hefur verið að rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Johnsons varðandi brottförina frá Afganistan, opinberaði hins vegar í dag tölvupósta þar sem fram kemur að forsætisráðherrann gaf sjálfur heimild til að kettir og hundar á vegum góðgerðafélags yrðu flutt frá Afganistan. Í frétt Sky News kemur fram að málið snýr að góðgerðafélaginu Nowzad sem rekið er af Pen Farthing, fyrrverandi landgönguliða í breska hernum. Þegar varnir stjórnarhers Afganistans féllu eins og spilaborg í haust lagði Farthing mikið kapp á að koma dýrum sínum frá landinu og leigði til þess flugvél. Yfirvöld Bretlands veittu Farthing heimild til að fljúga til og frá Afganistan til að sækja dýrin. Strax í kjölfarið heyrðist gagnrýni á þá leið að verið væri að leggja meiri áherslu á að sækja dýr en fólk og þar á meðal menn sem höfðu unnið með breska hernum. Raphael Marshall sakaði svo ríkisstjórn Johnsons í desember um mikið skipulagsleysi í tengslum við brottflutningana. Hann sagði einnig að Jonhson hefði ákveðið að forgangsraða dýraflutningana og sagði þá ákvörðun hafa komið beint niður á brottflutningi breskra og afganskra ríkisborgara. Í tölvupóstunum segir berum orðum að forsætisráðherrann hafi veitt heimild til að flytja dýr Nowzad frá Afganistan og sömuleiðis starfsmenn góðgerðasamtakanna, sem hefðu ekki verið fluttir til Bretlands án inngrips Johnsons, samkvæmt einum tölvupóstinum. Talsmaður forsætisráðuneytisins segir það enn satt að Johnson hafi aldrei skipað embættismönnum að grípa til sérstakra aðgerða, samkvæmt svörum við fyrirspurn Sky News. Stjórnarandstaðan var fljót að gagnrýna Johnson vegna tölvupóstanna og hefur hann meðal annars verið sakaður um að ljúga „enn og aftur“ að bresku þjóðinni. Bretland Afganistan Tengdar fréttir Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytis Bretlands sakaði í desember Johnson um að hafa lagt meiri áherslu á að koma gæludýrum frá Afganistan en fólki þegar óreiðan þar var hvað mest við yfirtöku Talibana í fyrra. Það sagði Johnson að væri „algjör þvættingur“. In December, Boris Johnson described claims he had authorised Afghan animal evacuation as "complete nonsense"New leaked emails suggest he was personally involved in ensuring animals and charity workers were evacuated from Kabul#BBCRealityCheck https://t.co/V9PlXnlJJZ pic.twitter.com/6SFuM4kJsI— BBC Politics (@BBCPolitics) January 26, 2022 Utanríkismálanefnd breska þingsins, sem hefur verið að rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Johnsons varðandi brottförina frá Afganistan, opinberaði hins vegar í dag tölvupósta þar sem fram kemur að forsætisráðherrann gaf sjálfur heimild til að kettir og hundar á vegum góðgerðafélags yrðu flutt frá Afganistan. Í frétt Sky News kemur fram að málið snýr að góðgerðafélaginu Nowzad sem rekið er af Pen Farthing, fyrrverandi landgönguliða í breska hernum. Þegar varnir stjórnarhers Afganistans féllu eins og spilaborg í haust lagði Farthing mikið kapp á að koma dýrum sínum frá landinu og leigði til þess flugvél. Yfirvöld Bretlands veittu Farthing heimild til að fljúga til og frá Afganistan til að sækja dýrin. Strax í kjölfarið heyrðist gagnrýni á þá leið að verið væri að leggja meiri áherslu á að sækja dýr en fólk og þar á meðal menn sem höfðu unnið með breska hernum. Raphael Marshall sakaði svo ríkisstjórn Johnsons í desember um mikið skipulagsleysi í tengslum við brottflutningana. Hann sagði einnig að Jonhson hefði ákveðið að forgangsraða dýraflutningana og sagði þá ákvörðun hafa komið beint niður á brottflutningi breskra og afganskra ríkisborgara. Í tölvupóstunum segir berum orðum að forsætisráðherrann hafi veitt heimild til að flytja dýr Nowzad frá Afganistan og sömuleiðis starfsmenn góðgerðasamtakanna, sem hefðu ekki verið fluttir til Bretlands án inngrips Johnsons, samkvæmt einum tölvupóstinum. Talsmaður forsætisráðuneytisins segir það enn satt að Johnson hafi aldrei skipað embættismönnum að grípa til sérstakra aðgerða, samkvæmt svörum við fyrirspurn Sky News. Stjórnarandstaðan var fljót að gagnrýna Johnson vegna tölvupóstanna og hefur hann meðal annars verið sakaður um að ljúga „enn og aftur“ að bresku þjóðinni.
Bretland Afganistan Tengdar fréttir Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08
Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47