Ekki kasta krónunni Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2022 18:30 Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun. Fjármálalæsi fær almennt mikið vægi í umræðunni, enda markmiðið með auknu fjármálalæsi skýrt; að efla vitund almennings á efnahagslegum atriðum, eykur hæfni og trú fólks á eigin getu til að bæta lífsgæði sín og færni til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjárhag og byggja upp örugga framtíð sér og fjölskyldu sinni til handa. Fjármálalæsi snýst líka um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar sem og tæki til að bæta félagslegar aðstæður og ekki síst til að veita stjórnvöldum aðhald. Er svo komið að fjármálalæsi er kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum en gagnrýnd eru gæði kennslunnar, námsefnið og þeim tíma sem varið er í kennsluna. Námsárangur í fjármálalæsi er einnig sjaldnast metinn eins og aðrar námsgreinar. Í nýliðnum kosningunum fann ég mikinn áhuga unga fólksins á fjármálalæsi og flestir tóku undir að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gefa meira vægi. Margir hverjir tengdu ekki við þá fjármálakennslu sem þeir fengu í skólanum og það er vert að veita því athygli og skoða vel hvað veldur. Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum sem renna stoðum undir mikilvægi þess að við eflum verulega fjármálalæsi. Fyrra atriðið er áhrif covid á fjárhag unga fólksins. Það er mikilvægt að við hlúum vel að unga fólkinu okkar í kjölfar heimsfaraldursins en áhrif hans á fjárhag einstaklinga er okkur enn að fullu ókunn eins hve mismunandi efnahagsleg áhrifin hans leggjast á einstaklinga. Seinna atriðið er tenging fjármálalæsis við jafnrétti. Ein sterkustu rökin fyrir því að grípa málið föstum tökum er tengingin við jafnréttissjónarmið. Fái stúkur markvissa þjálfun í að fara með eigið fé leiðir það að auknu jafnrétti. Konur fara enn með minni hluta fés en karlar. Að efla fjármálalæsi byggir undir valdeflingu kvenna að taka ákvarðanir um eigið fjármagn, það umhverfi að einungis strákarnir tali saman um bitcoin og hlutabréfamarkaði þarf að verða að sameiginlegu spjalli allra kynja. Við þurfum því að stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um fjármál. Ég fagna því að fram eru komnar sterkar ungar konur í atvinnulífinu sem hvetja til frekari þátttöku kvenna í fjármálageiranum og æðstu stöðum fyrirtækja og benda á mikilvægi þess að efla tengslanet sitt. Vísa ég sérstaklega til félagsskaparins Ungar Athafnakonur og svo Fortuna Invest. Ég vil eindregið hvetja allar konur til að kynna sér hin ýmsu fjárhagsmálefni. Fortuna Invest hafa sýnt að hægt er að nálgast fræðslu um fjárfestingar á skýran og aðgengilegan máta. Þröskuldurinn er enn til staðar og það þarf að vera markmið okkar að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í markvisst í skólakerfinu með fjármálakennslu. Lærdómurinn er sá að bæta þarf kennslu, þjálfun og færni í fjármálalæsi. Það er okkar skylda að styðja betur við faglega námsgagnaútgáfu um fjármál einstaklinga, heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Alþingi Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun. Fjármálalæsi fær almennt mikið vægi í umræðunni, enda markmiðið með auknu fjármálalæsi skýrt; að efla vitund almennings á efnahagslegum atriðum, eykur hæfni og trú fólks á eigin getu til að bæta lífsgæði sín og færni til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjárhag og byggja upp örugga framtíð sér og fjölskyldu sinni til handa. Fjármálalæsi snýst líka um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar sem og tæki til að bæta félagslegar aðstæður og ekki síst til að veita stjórnvöldum aðhald. Er svo komið að fjármálalæsi er kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum en gagnrýnd eru gæði kennslunnar, námsefnið og þeim tíma sem varið er í kennsluna. Námsárangur í fjármálalæsi er einnig sjaldnast metinn eins og aðrar námsgreinar. Í nýliðnum kosningunum fann ég mikinn áhuga unga fólksins á fjármálalæsi og flestir tóku undir að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gefa meira vægi. Margir hverjir tengdu ekki við þá fjármálakennslu sem þeir fengu í skólanum og það er vert að veita því athygli og skoða vel hvað veldur. Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum sem renna stoðum undir mikilvægi þess að við eflum verulega fjármálalæsi. Fyrra atriðið er áhrif covid á fjárhag unga fólksins. Það er mikilvægt að við hlúum vel að unga fólkinu okkar í kjölfar heimsfaraldursins en áhrif hans á fjárhag einstaklinga er okkur enn að fullu ókunn eins hve mismunandi efnahagsleg áhrifin hans leggjast á einstaklinga. Seinna atriðið er tenging fjármálalæsis við jafnrétti. Ein sterkustu rökin fyrir því að grípa málið föstum tökum er tengingin við jafnréttissjónarmið. Fái stúkur markvissa þjálfun í að fara með eigið fé leiðir það að auknu jafnrétti. Konur fara enn með minni hluta fés en karlar. Að efla fjármálalæsi byggir undir valdeflingu kvenna að taka ákvarðanir um eigið fjármagn, það umhverfi að einungis strákarnir tali saman um bitcoin og hlutabréfamarkaði þarf að verða að sameiginlegu spjalli allra kynja. Við þurfum því að stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um fjármál. Ég fagna því að fram eru komnar sterkar ungar konur í atvinnulífinu sem hvetja til frekari þátttöku kvenna í fjármálageiranum og æðstu stöðum fyrirtækja og benda á mikilvægi þess að efla tengslanet sitt. Vísa ég sérstaklega til félagsskaparins Ungar Athafnakonur og svo Fortuna Invest. Ég vil eindregið hvetja allar konur til að kynna sér hin ýmsu fjárhagsmálefni. Fortuna Invest hafa sýnt að hægt er að nálgast fræðslu um fjárfestingar á skýran og aðgengilegan máta. Þröskuldurinn er enn til staðar og það þarf að vera markmið okkar að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í markvisst í skólakerfinu með fjármálakennslu. Lærdómurinn er sá að bæta þarf kennslu, þjálfun og færni í fjármálalæsi. Það er okkar skylda að styðja betur við faglega námsgagnaútgáfu um fjármál einstaklinga, heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun