Beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu Snorri Másson skrifar 26. janúar 2022 18:21 Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar. Allt stefnir í hjarðónæmi gegn veirunni eftir einn og hálfan til tvo mánuði að sögn sóttvarnalæknis - því að það eru hægt og rólega allir að sýkjast. Þar með ættum við að vera laus undan oki veirunnar í það minnsta um stundarsakir að því gefnu að ekki komi til nýtt afbrigði. „Mér fyndist það frekar ólíklegt að við fengjum eitthvað algerlega nýtt afbrigði sem væri hættulegt og bólusetning og fyrra smit myndi ekki vernda,“ segir Þórólfur. Of mikið hefur borið á því að sögn sóttvarnalæknis að fólk sé að fara í sýnatöku að nauðsynjalausu, enda séu afköstin ekki ótakmörkuð í greiningu sýnanna. „Við erum aðeins að reyna að slá á það pínulítið, vegna þess að við höfum ekki ótakmarkaða getu til að greina sýnin. Hún mun skerðast nokkuð á næstunni. Þannig að við biðlum til fólks að vanda sig við að fara í sýnatöku, helst þá sem eru með einkenni, klárlega. Það geta síðan verið aðrar ástæður en ekki bara þegar manni dettur það í hug.“ Hjarðónæmi miðar við að 70% eða jafnvel 80% smitist af veirunni, sem verður ekki án afleiðinga þótt veikindi séu væg af völdum omíkron-afbrigðisins. „Menn eru að sjá strax núna ýmsar langtímaafleiðingar af Covid. Menn eru að tala um aukningu í sykursýki hjá börnum eftir smit, menn eru að tala um alls konar þreytu, andlega vanlíðan og önnur einkenni eftir Covid-smit,“ segir Þórólfur. „Þannig að ég held að við eigum eftir að fá að vita miklu meira um þetta á næstu mánuðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21 Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08 Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Allt stefnir í hjarðónæmi gegn veirunni eftir einn og hálfan til tvo mánuði að sögn sóttvarnalæknis - því að það eru hægt og rólega allir að sýkjast. Þar með ættum við að vera laus undan oki veirunnar í það minnsta um stundarsakir að því gefnu að ekki komi til nýtt afbrigði. „Mér fyndist það frekar ólíklegt að við fengjum eitthvað algerlega nýtt afbrigði sem væri hættulegt og bólusetning og fyrra smit myndi ekki vernda,“ segir Þórólfur. Of mikið hefur borið á því að sögn sóttvarnalæknis að fólk sé að fara í sýnatöku að nauðsynjalausu, enda séu afköstin ekki ótakmörkuð í greiningu sýnanna. „Við erum aðeins að reyna að slá á það pínulítið, vegna þess að við höfum ekki ótakmarkaða getu til að greina sýnin. Hún mun skerðast nokkuð á næstunni. Þannig að við biðlum til fólks að vanda sig við að fara í sýnatöku, helst þá sem eru með einkenni, klárlega. Það geta síðan verið aðrar ástæður en ekki bara þegar manni dettur það í hug.“ Hjarðónæmi miðar við að 70% eða jafnvel 80% smitist af veirunni, sem verður ekki án afleiðinga þótt veikindi séu væg af völdum omíkron-afbrigðisins. „Menn eru að sjá strax núna ýmsar langtímaafleiðingar af Covid. Menn eru að tala um aukningu í sykursýki hjá börnum eftir smit, menn eru að tala um alls konar þreytu, andlega vanlíðan og önnur einkenni eftir Covid-smit,“ segir Þórólfur. „Þannig að ég held að við eigum eftir að fá að vita miklu meira um þetta á næstu mánuðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21 Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08 Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21
Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08
Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59