Vilborg: Viljum vera þarna uppi Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2022 20:21 Njarðvík hefur átt góðu gengi að fagna í Subway-deildinni í vetur. Vísir/Bára Dröfn „Við erum bara mjög sáttar. Eftir misgóða byrjun náðum við að koma þessu saman í seinni hálfleik og landa þessum sigri sem er bara geggjað,“ sagði Vilborg Jónsdóttir fyrirliði Njarðvíkur eftir sigur liðsins gegn Grindavík í Subway-deildinni í körfuknattleik. Það er saga á milli þessara liða. Fyrir utan að vera nágrannalið, sem setur alltaf auka krydd í leikinn, þá hafa þau mæst oft á síðustu mánuðum og meðal annars í úrslitaeinvígi 1.deildar á síðasta tímabili. „Ég held þetta sé svona í öllum Suðurnesjaslögum, Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Við viljum vinna og gerum það sem þarf til þess,“ sagði Vilborg en baráttan var góð í leiknum í kvöld. Aliyah Collier hefur verið góð hjá Njarðvík á tímabilinu. Hún var hins vegar ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik í kvöld og fékk síðan sína fjórðu villu í upphafi síðari hálfleiks. Það virtist kveikja vel í henni því hún sýndi magnaðan leik í hálfleiknum. „Það er mjög gefandi að spila með henni. Hún tekur yfir leiki ef hún þarf þess, stundum gengur það og stundum ekki og það er bara eins og hjá öllum öðrum. Hún er ekki svona leikmaður sem er leiðinleg við liðsfélaga. Hún rífur okkur upp og lætur okkur heyra það þegar við gerum eitthvað rangt og líka þegar við gerum eitthvað gott. Hún drífur okkur áfram og kennir okkur mjög mikið.“ Njarðvík er sannkallað spútniklið í Subway-deildinni í vetur og er jafnt Fjölni í toppsæti deildarinnar. Vilborg sagði að það kæmi Njarðvíkingum ekki endilega á óvart. „Við vissum svo sem ekki hvað við værum að fara út í þegar við byrjuðum í deildinni. En þegar hún byrjaði þá fannst okkur við eiga heima þarna. Við viljum verna þarna uppi og ætlum að halda okkur þar,“ sagði Vilborg að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 67-71 | Torsóttur sigur Njarðvíkur gegn nágrönnunum Njarðvík vann baráttusigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Aliyah Collier var frábær í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir gestina. 26. janúar 2022 20:50 Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Það er saga á milli þessara liða. Fyrir utan að vera nágrannalið, sem setur alltaf auka krydd í leikinn, þá hafa þau mæst oft á síðustu mánuðum og meðal annars í úrslitaeinvígi 1.deildar á síðasta tímabili. „Ég held þetta sé svona í öllum Suðurnesjaslögum, Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Við viljum vinna og gerum það sem þarf til þess,“ sagði Vilborg en baráttan var góð í leiknum í kvöld. Aliyah Collier hefur verið góð hjá Njarðvík á tímabilinu. Hún var hins vegar ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik í kvöld og fékk síðan sína fjórðu villu í upphafi síðari hálfleiks. Það virtist kveikja vel í henni því hún sýndi magnaðan leik í hálfleiknum. „Það er mjög gefandi að spila með henni. Hún tekur yfir leiki ef hún þarf þess, stundum gengur það og stundum ekki og það er bara eins og hjá öllum öðrum. Hún er ekki svona leikmaður sem er leiðinleg við liðsfélaga. Hún rífur okkur upp og lætur okkur heyra það þegar við gerum eitthvað rangt og líka þegar við gerum eitthvað gott. Hún drífur okkur áfram og kennir okkur mjög mikið.“ Njarðvík er sannkallað spútniklið í Subway-deildinni í vetur og er jafnt Fjölni í toppsæti deildarinnar. Vilborg sagði að það kæmi Njarðvíkingum ekki endilega á óvart. „Við vissum svo sem ekki hvað við værum að fara út í þegar við byrjuðum í deildinni. En þegar hún byrjaði þá fannst okkur við eiga heima þarna. Við viljum verna þarna uppi og ætlum að halda okkur þar,“ sagði Vilborg að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 67-71 | Torsóttur sigur Njarðvíkur gegn nágrönnunum Njarðvík vann baráttusigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Aliyah Collier var frábær í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir gestina. 26. janúar 2022 20:50 Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 67-71 | Torsóttur sigur Njarðvíkur gegn nágrönnunum Njarðvík vann baráttusigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Aliyah Collier var frábær í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir gestina. 26. janúar 2022 20:50