Það er öllum í hag að styðja vel við námsmenn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. janúar 2022 07:00 Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra. Tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar Í frumvarpinu eru tvær megintillögur og báðar að norrænni fyrirmynd. Sú fyrri er að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu í 5 námsár. Þessu er ætlað að skapa aðstæður sem og hvata fyrir námsmenn til að einbeita sér að náminu. Það mun hraða námsframvindu. Stuðningur í formi námsaðstoðar skiptir máli fyrir námsmenn en hefur líka þýðingu fyrir háskólana og um leið ríkissjóð. Með bættri námsframvindu útskrifast nemendur á skemmri tíma og líkur á brottfalli minnka sömuleiðis. Þannig nýtist fjármagn háskólanna betur. Það skiptir ekki bara máli að gera nemendum kleift að ljúka námi fyrr heldur hefur mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið að draga úr því að nemendur hætti námi án þess að ljúka því. Hin megintillaga frumvarpsins er að grunnframfærsla námslána samsvari að lágmarki neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og að taki hækkunum í samræmi við verðlag. Þetta er ekki reyndin í dag og þann veruleika þekkja námsmenn vel. Þannig yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði sú sama og stuðst er við í neysluviðmiðum fyrir aðra hópa. Árum saman hefur komið fram af hálfu stúdenta og Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Svo lág grunnframfærsla vinnur þá gegn framvindu háskólanámsins. Hagur stúdenta og háskóla Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt mikla áherslu á menntamál og á mikilvægi háskólanna fyrir þjóðfélagið. Efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri og sóttvarnaaðgerðum undirstrikaði að þjóðfélagið þarf fjölbreyttari stoðir atvinnulífs en núna er reyndin. Og meðal annars þess vegna á að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu. Í gegnum mennakerfið og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér fólk í stað þess að fólk hverfi til annarra landa. Þannig stuðlum við líka að því að fólk sem sækir sér framhaldsmenntunar erlendis velji að koma aftur heim. Stjórnvöld eiga að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góðar aðstæður og rekstrarskilyrði. Og er gert með því að tryggja háskólastúdentum viðunandi aðstæður til náms. Ég hlakka til að ræða þetta mál á Alþingi í dag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hagsmunir stúdenta Alþingi Viðreisn Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra. Tvær einfaldar en þýðingarmiklar breytingar Í frumvarpinu eru tvær megintillögur og báðar að norrænni fyrirmynd. Sú fyrri er að nemendur geti sótt um námsstyrk sem nemur 72.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu í 5 námsár. Þessu er ætlað að skapa aðstæður sem og hvata fyrir námsmenn til að einbeita sér að náminu. Það mun hraða námsframvindu. Stuðningur í formi námsaðstoðar skiptir máli fyrir námsmenn en hefur líka þýðingu fyrir háskólana og um leið ríkissjóð. Með bættri námsframvindu útskrifast nemendur á skemmri tíma og líkur á brottfalli minnka sömuleiðis. Þannig nýtist fjármagn háskólanna betur. Það skiptir ekki bara máli að gera nemendum kleift að ljúka námi fyrr heldur hefur mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið að draga úr því að nemendur hætti námi án þess að ljúka því. Hin megintillaga frumvarpsins er að grunnframfærsla námslána samsvari að lágmarki neysluviðmiði félagsmálaráðuneytis og að taki hækkunum í samræmi við verðlag. Þetta er ekki reyndin í dag og þann veruleika þekkja námsmenn vel. Þannig yrði tryggt að grunnframfærsla námslána yrði sú sama og stuðst er við í neysluviðmiðum fyrir aðra hópa. Árum saman hefur komið fram af hálfu stúdenta og Stúdentaráðs að grunnframfærsla námslána sé of lág til að námsmenn geti framfleytt sér. Þess vegna vinna stúdentar á Íslandi margir hverjir töluvert mikið með námi. Svo lág grunnframfærsla vinnur þá gegn framvindu háskólanámsins. Hagur stúdenta og háskóla Viðreisn hefur frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2016 lagt mikla áherslu á menntamál og á mikilvægi háskólanna fyrir þjóðfélagið. Efnahagslega áfallið sem fylgdi heimsfaraldri og sóttvarnaaðgerðum undirstrikaði að þjóðfélagið þarf fjölbreyttari stoðir atvinnulífs en núna er reyndin. Og meðal annars þess vegna á að fjárfesta markvisst í menntun og í menntakerfinu. Í gegnum mennakerfið og nýsköpun sköpum við eftirsóknarverð störf og mótum samfélag sem laðar að sér fólk í stað þess að fólk hverfi til annarra landa. Þannig stuðlum við líka að því að fólk sem sækir sér framhaldsmenntunar erlendis velji að koma aftur heim. Stjórnvöld eiga að standa með og standa vörð um háskólamenntun með því að gera háskólum kleift á að sækja fram. Það er gert með því að búa háskólunum góðar aðstæður og rekstrarskilyrði. Og er gert með því að tryggja háskólastúdentum viðunandi aðstæður til náms. Ég hlakka til að ræða þetta mál á Alþingi í dag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun