„Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta“ Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2022 13:59 Reynir Traustason segir að innbrotið í bíl sinn og í framhaldi innbrot á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs sé persónulegt áfall fyrir sig, aðför að friðhelgi sinni. vísir/vilhelm Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ekkert að frétta af rannsókn á innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs en áður hafði verið brotist inn í bíl hans. Lögreglan segir að rannsókn sé á frumstigi. Ekki er örgrannt um að Reyni hreinlega sárni spurning blaðamanns Vísis, sem vildi fá að upplýsingar um stöðu málsins en spyr ritstjórann í leiðinni hvað honum sýnist um þær kenningar að hann hafi sviðsett innbrotið til að vekja athygli á sér og miðli sínum? „Þetta er mesta bull sem ég hef heyrt. Það voru átján vitni af því hvernig bíllinn var þegar við fórum upp á Úlfarsfell og þegar við komum aftur. Heill gönguhópur. Þetta er bara alveg galið,“ segir Reynir. Galin kenning Vísir hefur fjallað ítarlega um málið enda einstakt að brotist sé inn á ritstjórnarskrifstofur fjölmiðils á Íslandi gagngert til að stela gögnum og vinna skemmdarverk á útgáfunni. Reynir segir að hann hafi séð þessu, sem hann telur ömurlegar dylgjur, haldið fram af tveimur aðilum sem hann hefur eldað grátt silfur við. Ólafur Hauksson almannatengill setti þessa kenningu fram á þræði á Facebook. „Það hvarflaði ekki að mér að ansa því. Að sviðsetja innbrot er algjörlega út úr öllu korti og hvað hefði ég nú átt að hafa upp úr því? Athygli og samúð? Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta.“ Reynir segir að fylgst hafi verið með heimili hans og hann gerir því skóna að um sömu aðila og svo brutust inn í bíl hans og þá á skrifstofurnar. „Þetta er aðför að friðhelgi manns. En auðvitað kemur það alltaf upp að menn sjái skrattann í öllu. En þetta eru hjáróma raddir,“ segir Reynir og bendir á að Ólafur hafi átt í útistöðum við sig í hinu svokallaða „Sigurplastmáli“ og telji sig þannig eiga harma að hefna. Segir umræðuna viðbjóðslega Reynir segir hér um högg að ræða undir beltisstað og hann hafi ekki geð í sér að svara hugmyndum um sviðsetningu innbrots. „Þetta er áfall og ég þarf að vinna mig út úr þessu; það var brotist inn í bíl minn, tölvunni stolið, gerður usli á skrifstofunni sem er meira áfall en innbrotið í bílinn. Ég hef verið spurður um það hvort þetta sé verra en eða þegar Vítisengillinn tók mig kverkataki. Þetta er eiginlega verra. Hann horfði þó í augun á mér þegar hann reyndi að kyrkja mig. Þessir eru í launsátri,“ segir Reynir og telur þetta viðbjóðslega umræðu. Reynir Traustason sýnir ljósmyndara Vísis hvar brotist var inn í bíl hans.vísir/vilhelm Þá nefnir hann annan sem rær á þessi mið en sá er Ómar R. Valdimarsson lögmaður, útsendari Róberts Wessmann á Íslandi, að sögn Reynis. „Hann talar um „meint innbrot“. Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið undir þegar Róbert Wessmann sigar á mig einni dýrustu lögmannsstofu í heimi – Harry Weinstein – á mig lítinn smáfugl uppá Íslandi, þetta er fallbyssa á skógarþröst, og svo er hann með Ómar sem sinn útsendara á Íslandi.“ Hyggst skrifa bók um Róbert Wessmann Reynir segist vera nokkuð viss um hverjir þeir eru sem stóðu að innbrotinu. Hann hefur látið að því liggja að á bak við þetta kunni að standa Róbert Wessmann athafnamaður sem hefur hins vegar fyrir sína parta vísað því alfarið á bug. Reynir gefur í sjálfu sér lítið fyrir það og spyr hvað Róbert myndi segja, hvort heldur væri? „Hvað sagði ekki Nixon á sínum tíma? Og það kemur mér ekki á óvart að Róbert vilji að málið fari í þann farveg, að ef þrjótarnir finnast nú ekki þá sé þetta sett á svið,“ segir Reynir sem ætlar ekki að fullyrða neitt um sekt eða sakleysi í þessum efnum. Ekki á þessu stigi. En setur þetta engu að síður í samhengi við þær fyrirætlanir hans um að skrifa bók um Róbert. Hann eigi mikið af gögnum um umsvif hans og framgöngu. Bókarskrifin séu á teikniborðinu, enn eigi eftir að setja bókina saman og enn er enginn útgefandi kominn að verkinu. Róbert hefur hafnað því að hitta Reyni vegna fyrirhugaðra bókaskrifa en um er að ræða það sem heitir „unautorized“ bók – þar sem ritað er um einhvern án hans samþykkis eða aðkomu. Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Aðgerðum gegn fjölmiðlum á Íslandi fari fjölgandi Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð. 21. janúar 2022 20:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ekki er örgrannt um að Reyni hreinlega sárni spurning blaðamanns Vísis, sem vildi fá að upplýsingar um stöðu málsins en spyr ritstjórann í leiðinni hvað honum sýnist um þær kenningar að hann hafi sviðsett innbrotið til að vekja athygli á sér og miðli sínum? „Þetta er mesta bull sem ég hef heyrt. Það voru átján vitni af því hvernig bíllinn var þegar við fórum upp á Úlfarsfell og þegar við komum aftur. Heill gönguhópur. Þetta er bara alveg galið,“ segir Reynir. Galin kenning Vísir hefur fjallað ítarlega um málið enda einstakt að brotist sé inn á ritstjórnarskrifstofur fjölmiðils á Íslandi gagngert til að stela gögnum og vinna skemmdarverk á útgáfunni. Reynir segir að hann hafi séð þessu, sem hann telur ömurlegar dylgjur, haldið fram af tveimur aðilum sem hann hefur eldað grátt silfur við. Ólafur Hauksson almannatengill setti þessa kenningu fram á þræði á Facebook. „Það hvarflaði ekki að mér að ansa því. Að sviðsetja innbrot er algjörlega út úr öllu korti og hvað hefði ég nú átt að hafa upp úr því? Athygli og samúð? Fyrir mig er þetta áfall og mér líður illa með þetta.“ Reynir segir að fylgst hafi verið með heimili hans og hann gerir því skóna að um sömu aðila og svo brutust inn í bíl hans og þá á skrifstofurnar. „Þetta er aðför að friðhelgi manns. En auðvitað kemur það alltaf upp að menn sjái skrattann í öllu. En þetta eru hjáróma raddir,“ segir Reynir og bendir á að Ólafur hafi átt í útistöðum við sig í hinu svokallaða „Sigurplastmáli“ og telji sig þannig eiga harma að hefna. Segir umræðuna viðbjóðslega Reynir segir hér um högg að ræða undir beltisstað og hann hafi ekki geð í sér að svara hugmyndum um sviðsetningu innbrots. „Þetta er áfall og ég þarf að vinna mig út úr þessu; það var brotist inn í bíl minn, tölvunni stolið, gerður usli á skrifstofunni sem er meira áfall en innbrotið í bílinn. Ég hef verið spurður um það hvort þetta sé verra en eða þegar Vítisengillinn tók mig kverkataki. Þetta er eiginlega verra. Hann horfði þó í augun á mér þegar hann reyndi að kyrkja mig. Þessir eru í launsátri,“ segir Reynir og telur þetta viðbjóðslega umræðu. Reynir Traustason sýnir ljósmyndara Vísis hvar brotist var inn í bíl hans.vísir/vilhelm Þá nefnir hann annan sem rær á þessi mið en sá er Ómar R. Valdimarsson lögmaður, útsendari Róberts Wessmann á Íslandi, að sögn Reynis. „Hann talar um „meint innbrot“. Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið undir þegar Róbert Wessmann sigar á mig einni dýrustu lögmannsstofu í heimi – Harry Weinstein – á mig lítinn smáfugl uppá Íslandi, þetta er fallbyssa á skógarþröst, og svo er hann með Ómar sem sinn útsendara á Íslandi.“ Hyggst skrifa bók um Róbert Wessmann Reynir segist vera nokkuð viss um hverjir þeir eru sem stóðu að innbrotinu. Hann hefur látið að því liggja að á bak við þetta kunni að standa Róbert Wessmann athafnamaður sem hefur hins vegar fyrir sína parta vísað því alfarið á bug. Reynir gefur í sjálfu sér lítið fyrir það og spyr hvað Róbert myndi segja, hvort heldur væri? „Hvað sagði ekki Nixon á sínum tíma? Og það kemur mér ekki á óvart að Róbert vilji að málið fari í þann farveg, að ef þrjótarnir finnast nú ekki þá sé þetta sett á svið,“ segir Reynir sem ætlar ekki að fullyrða neitt um sekt eða sakleysi í þessum efnum. Ekki á þessu stigi. En setur þetta engu að síður í samhengi við þær fyrirætlanir hans um að skrifa bók um Róbert. Hann eigi mikið af gögnum um umsvif hans og framgöngu. Bókarskrifin séu á teikniborðinu, enn eigi eftir að setja bókina saman og enn er enginn útgefandi kominn að verkinu. Róbert hefur hafnað því að hitta Reyni vegna fyrirhugaðra bókaskrifa en um er að ræða það sem heitir „unautorized“ bók – þar sem ritað er um einhvern án hans samþykkis eða aðkomu.
Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45 Aðgerðum gegn fjölmiðlum á Íslandi fari fjölgandi Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð. 21. janúar 2022 20:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast. 22. janúar 2022 12:45
Aðgerðum gegn fjölmiðlum á Íslandi fari fjölgandi Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð. 21. janúar 2022 20:45