Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2022 18:32 Valur Gunnarsson skrifaði bókina Bjarmalönd sem fjallar meðal annars um stríð í Úkraínu og átök í Rússlandi. Foto: Valur Gunnarsson/Arnar Halldórsson Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. Hernaðarumsvif Rússa við landamæri Úkraínu halda áfram en Bandaríkjastjórn svaraði formlega kröfum þeirra í dag þess efnis að Úkraína muni aldrei fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Því virtust Rússar taka vel og sögðu þetta tilefni til viðræðna á milli landanna tveggja. „Það er merkilegt að fylgjast með þessum stríðsótta sem hefur brotist út, því eiginlega fjarlægar sem menn eru frá miðpunktinum, því meiri er stríðsóttinn. Bandaríkjamenn hafa verið með það á hreinu að innrás væri yfirvofandi en í Úkraínu sjálfri eru menn bara frekar rólegir. Það er ekki búið að kalla út varaliðið, herinn er ekki í viðbragðsstöðu og Úkraínuforseti er frekar að reyna að biðja menn um að vera ekki með þessa histeríu,“ segir Valur. Með þrjú spil á hendi Hersöfnun við landamærin sé vissulega ógn en ekki þar með sagt að ætlunin sé að gera innrás í Úkraínu. „Pútín er í raun með þrjú spil á hendi. Það er Krímskaginn sem hann tók yfir 2014. Það er stríðið í Donbas sem er búið að standa síðan 2014 líka. Og nú er hann kominn með þriðja spilið sem er hersöfnunin við Úkraínu. Með því að draga það til baka er hann búinn að gefa eitt spil frá sér, sem kostar hann ekki neitt, síðan getur hann samið um frið í Donbas en haldið eftir Krímskaga, sem er allt í einu ekki lengur á borðinu,“ segir Valur. Blessunarlega þó séu Úkraínumenn og Rússar farnir að tala saman um lausn á stríðinu í Donbas. Hann segir að meginmarkmið Rússa sé að komast að samningaborðinu. „Með því að búa til ógn eru þeir þar með komnir með samningsstöðu og eru teknir alvarlega, sem þeir geta síðan gefið eftir með þennan her. Jafnvel þó þeir séu sjálfir með kröfur um að Úkraína muni ekki ganga í NATO sem Bandaríkin munu aldrei samþykkja, en á hinn bóginn munu Bandaríkin heldur aldrei hleypa Úkraínu inn í NATO.“ Stækkun NATO til austurs mikil ógn við Rússa Deilan sé fyrst og fremst frá Pútín komin en að ekki megi gleyma ábyrgð vestrænna ríkja í þessu samhengi. „Í stóru myndinni má segja að Vesturlönd beri mikla sök því þau hafa verið að stækka NATO til austurs, sem Rússar geta ekki litið á annað en ógn og hljóta að bregðast við með einhverjum hætti. Ég held að Vesturlönd vanmeti rosalega mikið hvað Rússar líta á NATO sem mikla ógn, sem kemur að þeirra sögu þar sem þeir hafa margoft orðið fyrir innrásum úr vestri. Þannig að Rússar eru í sjálfu sér ekkert minna hræddir við NATO en NATO við Rússland.“ Valur bendir á að mikið framfaraskref hafi orðið þegar leiðtogar ríkjanna tveggja samþykktu að ræða lausn á stríðinu í Donbas, sem staðið hefur síðan 2014. Hins vegar sé ógnin enn til staðar og spennan mikil. „Enginn vill stríð en allt getur farið úr böndunum eins og dæmin sanna, til dæmis eins og í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar eða þá hægt að draga allt til baka eins og í Kúbudeilunni,“ segir Valur. Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Hernaðarumsvif Rússa við landamæri Úkraínu halda áfram en Bandaríkjastjórn svaraði formlega kröfum þeirra í dag þess efnis að Úkraína muni aldrei fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Því virtust Rússar taka vel og sögðu þetta tilefni til viðræðna á milli landanna tveggja. „Það er merkilegt að fylgjast með þessum stríðsótta sem hefur brotist út, því eiginlega fjarlægar sem menn eru frá miðpunktinum, því meiri er stríðsóttinn. Bandaríkjamenn hafa verið með það á hreinu að innrás væri yfirvofandi en í Úkraínu sjálfri eru menn bara frekar rólegir. Það er ekki búið að kalla út varaliðið, herinn er ekki í viðbragðsstöðu og Úkraínuforseti er frekar að reyna að biðja menn um að vera ekki með þessa histeríu,“ segir Valur. Með þrjú spil á hendi Hersöfnun við landamærin sé vissulega ógn en ekki þar með sagt að ætlunin sé að gera innrás í Úkraínu. „Pútín er í raun með þrjú spil á hendi. Það er Krímskaginn sem hann tók yfir 2014. Það er stríðið í Donbas sem er búið að standa síðan 2014 líka. Og nú er hann kominn með þriðja spilið sem er hersöfnunin við Úkraínu. Með því að draga það til baka er hann búinn að gefa eitt spil frá sér, sem kostar hann ekki neitt, síðan getur hann samið um frið í Donbas en haldið eftir Krímskaga, sem er allt í einu ekki lengur á borðinu,“ segir Valur. Blessunarlega þó séu Úkraínumenn og Rússar farnir að tala saman um lausn á stríðinu í Donbas. Hann segir að meginmarkmið Rússa sé að komast að samningaborðinu. „Með því að búa til ógn eru þeir þar með komnir með samningsstöðu og eru teknir alvarlega, sem þeir geta síðan gefið eftir með þennan her. Jafnvel þó þeir séu sjálfir með kröfur um að Úkraína muni ekki ganga í NATO sem Bandaríkin munu aldrei samþykkja, en á hinn bóginn munu Bandaríkin heldur aldrei hleypa Úkraínu inn í NATO.“ Stækkun NATO til austurs mikil ógn við Rússa Deilan sé fyrst og fremst frá Pútín komin en að ekki megi gleyma ábyrgð vestrænna ríkja í þessu samhengi. „Í stóru myndinni má segja að Vesturlönd beri mikla sök því þau hafa verið að stækka NATO til austurs, sem Rússar geta ekki litið á annað en ógn og hljóta að bregðast við með einhverjum hætti. Ég held að Vesturlönd vanmeti rosalega mikið hvað Rússar líta á NATO sem mikla ógn, sem kemur að þeirra sögu þar sem þeir hafa margoft orðið fyrir innrásum úr vestri. Þannig að Rússar eru í sjálfu sér ekkert minna hræddir við NATO en NATO við Rússland.“ Valur bendir á að mikið framfaraskref hafi orðið þegar leiðtogar ríkjanna tveggja samþykktu að ræða lausn á stríðinu í Donbas, sem staðið hefur síðan 2014. Hins vegar sé ógnin enn til staðar og spennan mikil. „Enginn vill stríð en allt getur farið úr böndunum eins og dæmin sanna, til dæmis eins og í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar eða þá hægt að draga allt til baka eins og í Kúbudeilunni,“ segir Valur.
Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira