„Við þurfum að vinna fleiri fótboltaleiki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. janúar 2022 19:03 Jóhannes Karl Guðjónsson er nýráðinn aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vísir Jóhannes Karl Guðjónsson tók í vikunni við stöðu aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er bjartsýnn á framhaldið hjá landsliðinu, en segir að liðið þurfi að fara að vinna fleiri fótboltaleiki. „Ég er bara fyrst og fremst stoltur og svo spenntur í kjölfarið,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Stöð 2 í dag. „Núna er í bara þakklátur fyrir þetta tækifæri og bara spenntur fyrir framhaldinu. Ég er spenntur að vinna með Arnari og að koma inn í þetta starf sem Grétar Rafn er að fara í. Ég tel bara mikla möguleik á góðri uppbyggingu núna á stuttum tíma og það er það sem ég er spenntur fyrir.“ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu mánuði ef það er borið saman við árin á undan, en Jóhannes Karl er bjartsýnn á að það fari að snúast við. „Já, algjörlega. Þetta uppbyggingarferli sem er í gangi þarf náttúrulega alltaf að leiða til þess að við aukum líkurnar á því að við förum aftur á stórmót. Allir sem ég hef hitt hérna innan sambandsins hafa mikinn metnað og vilja gera vel og bæta það góða starf sem hefur verið unnið.“ „Auðvitað hefur ekkert allt verið fullkomið, en í gegnum tíðina hefur verið unnið gott og mikilvægt starf hérna.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta verkefni sem við erum að fara í núna leiði til þess að við munum búa til fleiri góða knattspyrnumenn á Íslandi sem mun þá skila sér í fleiri góðum knattspyrnumönnum í A-landsliðinu.“ „Að mínu viti er framtíðin björt en það breytir því samt ekki að þetta er ekki auðvelt verkefni. Ég þarf að vera tilbúinn að leggja hart að mér til þess að bæði geta bætt mig og til þess að getað hjálpað strákunum að ná sínum markmiðum.“ Klippa: Viðtal: Jóhannes Karl Guðjónsson Jóhannes Karl var eins og flestum knattspyrnuáhugamönnum er kunnugt þjálfari ÍA í Pepsi Max deildinni á síðasta tímabili, en hann þurfti að segja starfi sínu lausu til að taka við sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með íslenska landsliðinu. Jóhannes segir það hafa veri erfitt að segja skilið við Skagamenn, en að tækifærið hafi verið of stórt til að afþakka boðið. „Já, algjörlega. Mér þykir rosalega vænt um allt starfið sem er búið að vera í gangi uppi á Akranesi og þar eru líka bjartir tímar framundan.“ „En mér fannst tímapunkturinn vera þannig að ef ég ætla að halda áfram að bæta mig sem þjálfari þá þurfti ég að stíga þetta skref núna af því að þetta er gríðarlega stórt tækifæri fyrir mig.“ „En ég er náttúrulega að kveðja Skagann með trega og það var ekkert létt fyrir mig að taka þessa ákvörðun, en hún er rétt fyrir mig til þess að stíga næsta skref.“ Á dögunum var Grétar Rafn Steinsson einnig ráðin til KSÍ í starf tæknilegs ráðgjafa og Jóhannes segir þá ráðningu vera mikilvæga fyrir sambandið. „Fyrir mig persónulega og sambandið í heild sinni, að auka faglegheitin frá grunni og kenna manni að vinna eins og enskt úrvalsdeildarfélag er að vinna og byggja upp sitt starf, það er mjög spennandi fyrir mig að fá að taka þátt í því og fylgjast með vinnubrögðunum hans Grétars. Þetta er mjög spennandi fyrir mig og getur gert mig að betri þjálfara fyrir vikið.“ Að lokum var Jóhannes spurður að því hvort að honum þætti hann og aðalþjálfari liðsins, Arnar Þór Viðarsson, ólíkir þjálfarar. „Já, og bara ólíkir menn. Það er góð „kemestría“ að mínu mati og ég er spenntur að vinna með Arnari eins og ég kom inn á áðan. Mér finnst hann hafa gert fullt af góðum hlutum.“ „En auðvitað kem ég inn með einhverja hluti sem kannski geta bætt hann og við getum unnið góða teymisvinnu og bætt leikmennina og þar af leiðandi íslenska A-landsliðið þannig að árangurinn fari að verða betri.“ „Við þurfum að vinna fleiri fótboltaleiki, en það getur alveg tekið tíma. Eins og ég kom inn á áðan þá erum við með mikið af ungum leikmönnum sem þurfa að fá að þroskast og gera sín mistök. En til lengri tíma litið þá erum við að fara að bæta árangurinn.“ Viðtalið við Jóhannes Karl má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
„Ég er bara fyrst og fremst stoltur og svo spenntur í kjölfarið,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Stöð 2 í dag. „Núna er í bara þakklátur fyrir þetta tækifæri og bara spenntur fyrir framhaldinu. Ég er spenntur að vinna með Arnari og að koma inn í þetta starf sem Grétar Rafn er að fara í. Ég tel bara mikla möguleik á góðri uppbyggingu núna á stuttum tíma og það er það sem ég er spenntur fyrir.“ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu mánuði ef það er borið saman við árin á undan, en Jóhannes Karl er bjartsýnn á að það fari að snúast við. „Já, algjörlega. Þetta uppbyggingarferli sem er í gangi þarf náttúrulega alltaf að leiða til þess að við aukum líkurnar á því að við förum aftur á stórmót. Allir sem ég hef hitt hérna innan sambandsins hafa mikinn metnað og vilja gera vel og bæta það góða starf sem hefur verið unnið.“ „Auðvitað hefur ekkert allt verið fullkomið, en í gegnum tíðina hefur verið unnið gott og mikilvægt starf hérna.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta verkefni sem við erum að fara í núna leiði til þess að við munum búa til fleiri góða knattspyrnumenn á Íslandi sem mun þá skila sér í fleiri góðum knattspyrnumönnum í A-landsliðinu.“ „Að mínu viti er framtíðin björt en það breytir því samt ekki að þetta er ekki auðvelt verkefni. Ég þarf að vera tilbúinn að leggja hart að mér til þess að bæði geta bætt mig og til þess að getað hjálpað strákunum að ná sínum markmiðum.“ Klippa: Viðtal: Jóhannes Karl Guðjónsson Jóhannes Karl var eins og flestum knattspyrnuáhugamönnum er kunnugt þjálfari ÍA í Pepsi Max deildinni á síðasta tímabili, en hann þurfti að segja starfi sínu lausu til að taka við sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með íslenska landsliðinu. Jóhannes segir það hafa veri erfitt að segja skilið við Skagamenn, en að tækifærið hafi verið of stórt til að afþakka boðið. „Já, algjörlega. Mér þykir rosalega vænt um allt starfið sem er búið að vera í gangi uppi á Akranesi og þar eru líka bjartir tímar framundan.“ „En mér fannst tímapunkturinn vera þannig að ef ég ætla að halda áfram að bæta mig sem þjálfari þá þurfti ég að stíga þetta skref núna af því að þetta er gríðarlega stórt tækifæri fyrir mig.“ „En ég er náttúrulega að kveðja Skagann með trega og það var ekkert létt fyrir mig að taka þessa ákvörðun, en hún er rétt fyrir mig til þess að stíga næsta skref.“ Á dögunum var Grétar Rafn Steinsson einnig ráðin til KSÍ í starf tæknilegs ráðgjafa og Jóhannes segir þá ráðningu vera mikilvæga fyrir sambandið. „Fyrir mig persónulega og sambandið í heild sinni, að auka faglegheitin frá grunni og kenna manni að vinna eins og enskt úrvalsdeildarfélag er að vinna og byggja upp sitt starf, það er mjög spennandi fyrir mig að fá að taka þátt í því og fylgjast með vinnubrögðunum hans Grétars. Þetta er mjög spennandi fyrir mig og getur gert mig að betri þjálfara fyrir vikið.“ Að lokum var Jóhannes spurður að því hvort að honum þætti hann og aðalþjálfari liðsins, Arnar Þór Viðarsson, ólíkir þjálfarar. „Já, og bara ólíkir menn. Það er góð „kemestría“ að mínu mati og ég er spenntur að vinna með Arnari eins og ég kom inn á áðan. Mér finnst hann hafa gert fullt af góðum hlutum.“ „En auðvitað kem ég inn með einhverja hluti sem kannski geta bætt hann og við getum unnið góða teymisvinnu og bætt leikmennina og þar af leiðandi íslenska A-landsliðið þannig að árangurinn fari að verða betri.“ „Við þurfum að vinna fleiri fótboltaleiki, en það getur alveg tekið tíma. Eins og ég kom inn á áðan þá erum við með mikið af ungum leikmönnum sem þurfa að fá að þroskast og gera sín mistök. En til lengri tíma litið þá erum við að fara að bæta árangurinn.“ Viðtalið við Jóhannes Karl má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð