Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2022 20:16 Myndatökurnar fóru m.a. fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þóttu takast einstaklega vel. Aðsend Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London. Myndatakan fór meðal annars fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirsæturnar voru myndaðar við ýmsar aðstæður í íslenskum vetrarbúningi. Fyrirsæturnar komu frá Ameríku, Japan og Íslandi, förðunarfræðingurinn kom frá Svíþjóð og ljósmyndarinn frá Búlgaríu. Þær Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður og Vilborg Ástráðsdóttir, hönnuður í Skarði voru konurnar á bak við viðburðinn. „Það er búin að vera draumur að gera vetrarmyndatöku á Íslandi. Við erum búnar að gera þrjár tilraunir á Íslandi. Fyrst árið greindist ljósmyndarinnar með brjóstakrabbamein og henni var meinað að ferðast. Seinna árið kom Covid og það tókst í þetta sinn,“ segir Sigrún og bætir við. „Við erum að búa til samstarfsverkefni að setja saman sköpunargleði frá fullt af fólki úr sveitinni og annars staðar frá líka, og búa til súrelískar myndir, eitthvað sem þú reiknar kannski ekkert endilega við að sjá í mynd, þannig að þetta er tíska og fantasía.“ Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður meö meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dýrin stóðu sig vel í myndatökunum, Husky hundur og þrír hestar. Þá lék eldur stórt hlutverk og íslenskur alvöru víkingur tók þátt í verkefninu. „Mikið af þessum fötum er að fara á tískupallinn í London 19. febrúar, þar er ég með stóra sýningu. Myndirnar fara örugglega líka í tvö til þrjú tímarit erlendis víða og svo bara samfélagsmiðlum og svona,“ segir Sigrún. Sigrún sem býr erlendis segir að hún hafi alltaf búið að því að hafa alist upp á Íslandi. „Íslendingar eru snillingar, hver einn og einasti en það er bara mismunandi hvernig þeir rækta snillinginn í sér, þeir eru svo sköpunarríkir. Nei, ég er ekki orðin fræg og rík, þetta er dýrast áhugamál í heimi að vera svona hönnuður. Ég er með dagvinnu líka sem borgar kaffið í brúsann, þetta borgar ekki neitt,“ segir Sigrún og hlær. Þrátt fyrir kulda og skítaveður á köflum þegar myndatökurnar fóru fram var létt yfir hópnum, sem tók þátt í verkefninu. Vörur frá Sigrúnu og Vilborgu eru meðal annars í Norden Market á Laugaveginum í Reykjavík. Hér er heimasíða Sigrúnar "Alvöru" víkingur tók þátt í verkefninu með hesti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tíska og hönnun Ljósmyndun Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Myndatakan fór meðal annars fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirsæturnar voru myndaðar við ýmsar aðstæður í íslenskum vetrarbúningi. Fyrirsæturnar komu frá Ameríku, Japan og Íslandi, förðunarfræðingurinn kom frá Svíþjóð og ljósmyndarinn frá Búlgaríu. Þær Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður og Vilborg Ástráðsdóttir, hönnuður í Skarði voru konurnar á bak við viðburðinn. „Það er búin að vera draumur að gera vetrarmyndatöku á Íslandi. Við erum búnar að gera þrjár tilraunir á Íslandi. Fyrst árið greindist ljósmyndarinnar með brjóstakrabbamein og henni var meinað að ferðast. Seinna árið kom Covid og það tókst í þetta sinn,“ segir Sigrún og bætir við. „Við erum að búa til samstarfsverkefni að setja saman sköpunargleði frá fullt af fólki úr sveitinni og annars staðar frá líka, og búa til súrelískar myndir, eitthvað sem þú reiknar kannski ekkert endilega við að sjá í mynd, þannig að þetta er tíska og fantasía.“ Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður meö meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dýrin stóðu sig vel í myndatökunum, Husky hundur og þrír hestar. Þá lék eldur stórt hlutverk og íslenskur alvöru víkingur tók þátt í verkefninu. „Mikið af þessum fötum er að fara á tískupallinn í London 19. febrúar, þar er ég með stóra sýningu. Myndirnar fara örugglega líka í tvö til þrjú tímarit erlendis víða og svo bara samfélagsmiðlum og svona,“ segir Sigrún. Sigrún sem býr erlendis segir að hún hafi alltaf búið að því að hafa alist upp á Íslandi. „Íslendingar eru snillingar, hver einn og einasti en það er bara mismunandi hvernig þeir rækta snillinginn í sér, þeir eru svo sköpunarríkir. Nei, ég er ekki orðin fræg og rík, þetta er dýrast áhugamál í heimi að vera svona hönnuður. Ég er með dagvinnu líka sem borgar kaffið í brúsann, þetta borgar ekki neitt,“ segir Sigrún og hlær. Þrátt fyrir kulda og skítaveður á köflum þegar myndatökurnar fóru fram var létt yfir hópnum, sem tók þátt í verkefninu. Vörur frá Sigrúnu og Vilborgu eru meðal annars í Norden Market á Laugaveginum í Reykjavík. Hér er heimasíða Sigrúnar "Alvöru" víkingur tók þátt í verkefninu með hesti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tíska og hönnun Ljósmyndun Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira