Fjallar um íslenska handboltaævintýrið: „Eins og ef Bergen ætti eitt besta handboltalið heims“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2022 11:02 Íslendingar fagna sigrinum á Svartfellingum í fyrradag. getty/Uros Hocevar Norski blaðamaðurinn Stig Nygård fjallar um íslenska handboltaævintýrið í pistli á TV 2 í dag. Þar segir árangur Íslands á alþjóða vísu ótrúlegan og svipaðan því ef borgin Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Ísland mætir Noregi í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í dag. Eftir erfið ár virðist íslenska liðið vera komið aftur í fremstu röð og sama hvernig fer í dag er það búið að ná sínum besta árangri síðan 2014. Í pistli sínum segir Nygård árangur Íslands aðdáunarverðan, sérstaklega í ljósi fámennisins hér á landi. Hann líkir þessu við að Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Nygård stillir upp úrvalsliði leikmanna frá Björgvin og óhætt er að segja að það sé ekki beint ógnvekjandi á blaði. Eiga mun fleiri í bestu deildunum en Noregur „Aðeins hundrað þúsund fleiri búa á Íslandi en í Björgvin en ef þú tekur allt svæðið í kring hefur Björgvin úr fleirum að velja. Það sýnir hversu mikið ævintýri íslenski handboltinn er,“ skrifar Nygård. „Ísland er með um þrjátíu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. Til samanburðar er Björgvin með Harald Reinkind í Kiel og Eivind Tangen í Skjern. Noregur, með sínar fimm milljónir íbúa, á ekki einu sinni tuttugu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu.“ Nygård bendir líka á að íslensku leikmennirnir geri það gott með sínum félagsliðum. Til marks um það hafi Íslendingur orðið markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni tvö ár í röð. Ennfremur segir Nygård að góður árangur Íslands á handboltasviðinu sé ekki nýr af nálinni. Ísland hafi verið í fremstu röð síðan á 9. áratug síðustu aldar. Eiga nóg eftir Nygård segir að fyrir utan nokkra eigi flestir leikmenn íslenska liðsins enn eftir að toppa og segir að Magdeburg-mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson muni vera í fremstu röð á alþjóða vísu næstu tíu árin svo lengi sem þeir haldist heilir. Ómar var í 19. sæti á lista Nygårds yfir bestu handboltamenn ársins 2021 en hann segir að Selfyssingurinn sé á leið að verða einn besti handboltamaður heims og hann muni væntanlega taka stórt stökk upp á við á lista hans fyrir 2022. Þá notar Nygård Viggó Kristjánsson sem vitni um hversu sterka stöðu handboltinn hefur á Íslandi. Viggó hafi hætt í handbolta á unglingsárum, einbeitt sér að fótboltanum og meðal annars náð að spila í Evrópudeildinni. En hann hafi hætt í fótbolta tvítugur og snúið sér aftur að handboltanum og nú, átta árum síðar, sé hann skærasta stjarna Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og spili fyrir Ísland á EM. Grein Nygårds má lesa með því að smella hér. Ísland og Noregur mætast í leiknum um 5. sætið á EM klukkan 14:30 í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Ísland mætir Noregi í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í dag. Eftir erfið ár virðist íslenska liðið vera komið aftur í fremstu röð og sama hvernig fer í dag er það búið að ná sínum besta árangri síðan 2014. Í pistli sínum segir Nygård árangur Íslands aðdáunarverðan, sérstaklega í ljósi fámennisins hér á landi. Hann líkir þessu við að Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Nygård stillir upp úrvalsliði leikmanna frá Björgvin og óhætt er að segja að það sé ekki beint ógnvekjandi á blaði. Eiga mun fleiri í bestu deildunum en Noregur „Aðeins hundrað þúsund fleiri búa á Íslandi en í Björgvin en ef þú tekur allt svæðið í kring hefur Björgvin úr fleirum að velja. Það sýnir hversu mikið ævintýri íslenski handboltinn er,“ skrifar Nygård. „Ísland er með um þrjátíu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. Til samanburðar er Björgvin með Harald Reinkind í Kiel og Eivind Tangen í Skjern. Noregur, með sínar fimm milljónir íbúa, á ekki einu sinni tuttugu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu.“ Nygård bendir líka á að íslensku leikmennirnir geri það gott með sínum félagsliðum. Til marks um það hafi Íslendingur orðið markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni tvö ár í röð. Ennfremur segir Nygård að góður árangur Íslands á handboltasviðinu sé ekki nýr af nálinni. Ísland hafi verið í fremstu röð síðan á 9. áratug síðustu aldar. Eiga nóg eftir Nygård segir að fyrir utan nokkra eigi flestir leikmenn íslenska liðsins enn eftir að toppa og segir að Magdeburg-mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson muni vera í fremstu röð á alþjóða vísu næstu tíu árin svo lengi sem þeir haldist heilir. Ómar var í 19. sæti á lista Nygårds yfir bestu handboltamenn ársins 2021 en hann segir að Selfyssingurinn sé á leið að verða einn besti handboltamaður heims og hann muni væntanlega taka stórt stökk upp á við á lista hans fyrir 2022. Þá notar Nygård Viggó Kristjánsson sem vitni um hversu sterka stöðu handboltinn hefur á Íslandi. Viggó hafi hætt í handbolta á unglingsárum, einbeitt sér að fótboltanum og meðal annars náð að spila í Evrópudeildinni. En hann hafi hætt í fótbolta tvítugur og snúið sér aftur að handboltanum og nú, átta árum síðar, sé hann skærasta stjarna Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og spili fyrir Ísland á EM. Grein Nygårds má lesa með því að smella hér. Ísland og Noregur mætast í leiknum um 5. sætið á EM klukkan 14:30 í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira