Gagnrýnir harðlega atburðarás í máli hjúkrunarfræðings Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 22:23 Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir segir heilbrigðisstarfsfólk eiga undir högg að sækja. Vísir/Egill Tómas Guðbjartsson læknir segir illskiljanlegt að atburðarás í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um gáleysi í starfi, hafi raungerst. Heilbrigðisstarfsfólk standi illa að vígi og sé jafnan óvarið fyrir óvæginni umfjöllun. Ásta Kristín var ákærð fyrir manndráp af gáleysi árið 2015 og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundvelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012. Hún var sýknuð af ákærunni og fór fram á miskabætur vegna málsins. Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið af bótakröfunni og ekki var talið sýnt fram á að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar í skilningi skaðabótalaga. Ásta Kristín var nýlega í viðtali við Stundina og kvaðst hafa misst allt úr höndunum eftir sýknudóminn. Málsmeðferðin hafi tekið mikið á og afleiðingarnar hafi verið gríðarlegar. Margir í samfélaginu komu Ástu til stuðnings og málsmeðferð hlaut mikla gagnrýni. Heilbrigðisstarfsfólk í hættu Tómas gagnrýnir atburðarásina harðlega í aðsendri grein á Vísi. Hann segir að lagaleg réttindi heilbrigðisstarfsfólks verði að tryggja annars sé hætt við því að enginn fáist til að sinna verkefnum sem séu jafnan krefjandi og áhættusöm. „Frá fyrstu kynnum varð mér ljóst hversu framúrskarandi fagmaður Ásta Kristín var – en um leið skemmtilegur vinnufélagi. Kvöldið 3. október 2012 áttu þó eftir að verða þáttaskil í lífi hennar og fjölskyldu – og hún ranglega borin sökum. Í gang fór atburðarás sem á fáeinum árum rústaði starfsferli hennar og einkalífi - og sem hún hefur sjálf lýst sem „algjörri martröð“,“ segir Tómas í greininni. Auki hættu á að mistök verði ekki tilkynnt Hann segir illskiljanlegt hvers vegna atburðarásin í máli Ástu hafi þróast með þeim hætti er raunin var. Miklir ágallar hafi verið á málsmeðferðinni og þrátt fyrir sýknudóm hafi skaðinn verið skeður. Heilbrigðisstarfsfólk vinni oft undir ómanneskjulegu álagi og hafi sjaldan verið jafn berskjaldaðir og nú. „Til þess að læra af mistökunum er aðferðafræðin alls ekki sú að ásaka einstaklinga sem eru að sinna vinnu sinni - oft undir ómanneskjulegu álagi. Svokallaður „Blame Culture“ hjálpar nefnilega engum fram á við og eykur aðeins hættuna á því að mistök verði ekki tilkynnt. Á Landspítala er ágætt ferli atvikaskráningar – og mér enn illskiljanlegt hvernig þetta mál gat tekið svo óheillavænlega stefnu, segir Tómas í greininni. „Þessu verður að breyta - enda afar mikilvægt að við höldum í sérþjálfað starfsfólk okkar - helstu auðlind heilbrigðiskerfisins. Vonandi getur ömurlegt mál Ástu Kristínar orðið innlegg í slíkar umbætur - og um leið hjálpað henni að koma aftur til starfa - ferli sem hún hefur sem betur fer þegar hafið. Enda sárt saknað á Landspítala.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00 Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ásta Kristín var ákærð fyrir manndráp af gáleysi árið 2015 og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundvelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012. Hún var sýknuð af ákærunni og fór fram á miskabætur vegna málsins. Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið af bótakröfunni og ekki var talið sýnt fram á að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar í skilningi skaðabótalaga. Ásta Kristín var nýlega í viðtali við Stundina og kvaðst hafa misst allt úr höndunum eftir sýknudóminn. Málsmeðferðin hafi tekið mikið á og afleiðingarnar hafi verið gríðarlegar. Margir í samfélaginu komu Ástu til stuðnings og málsmeðferð hlaut mikla gagnrýni. Heilbrigðisstarfsfólk í hættu Tómas gagnrýnir atburðarásina harðlega í aðsendri grein á Vísi. Hann segir að lagaleg réttindi heilbrigðisstarfsfólks verði að tryggja annars sé hætt við því að enginn fáist til að sinna verkefnum sem séu jafnan krefjandi og áhættusöm. „Frá fyrstu kynnum varð mér ljóst hversu framúrskarandi fagmaður Ásta Kristín var – en um leið skemmtilegur vinnufélagi. Kvöldið 3. október 2012 áttu þó eftir að verða þáttaskil í lífi hennar og fjölskyldu – og hún ranglega borin sökum. Í gang fór atburðarás sem á fáeinum árum rústaði starfsferli hennar og einkalífi - og sem hún hefur sjálf lýst sem „algjörri martröð“,“ segir Tómas í greininni. Auki hættu á að mistök verði ekki tilkynnt Hann segir illskiljanlegt hvers vegna atburðarásin í máli Ástu hafi þróast með þeim hætti er raunin var. Miklir ágallar hafi verið á málsmeðferðinni og þrátt fyrir sýknudóm hafi skaðinn verið skeður. Heilbrigðisstarfsfólk vinni oft undir ómanneskjulegu álagi og hafi sjaldan verið jafn berskjaldaðir og nú. „Til þess að læra af mistökunum er aðferðafræðin alls ekki sú að ásaka einstaklinga sem eru að sinna vinnu sinni - oft undir ómanneskjulegu álagi. Svokallaður „Blame Culture“ hjálpar nefnilega engum fram á við og eykur aðeins hættuna á því að mistök verði ekki tilkynnt. Á Landspítala er ágætt ferli atvikaskráningar – og mér enn illskiljanlegt hvernig þetta mál gat tekið svo óheillavænlega stefnu, segir Tómas í greininni. „Þessu verður að breyta - enda afar mikilvægt að við höldum í sérþjálfað starfsfólk okkar - helstu auðlind heilbrigðiskerfisins. Vonandi getur ömurlegt mál Ástu Kristínar orðið innlegg í slíkar umbætur - og um leið hjálpað henni að koma aftur til starfa - ferli sem hún hefur sem betur fer þegar hafið. Enda sárt saknað á Landspítala.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20 „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00 Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. 9. desember 2015 11:20
„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00
Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37