Warriors marði Durants og Harden laust Nets-lið | Stórleikur Kuzma dugði ekki til Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 11:00 Tveir stigahæstu leikmenn Golden State í nótt. Kavin Mistry/Getty Images Golden State Warriors lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það vantaði bæði Kevin Durant og James Harden í lið Nets. Þá skoraði Kyle Kuzma er Washington Wizards töpuðu gegn Ja Morant og félögum í Memphis Grizzlies. Það vantaði nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar ef tvö af betri liðum hennar mættust í nótt. Hjá gestunum í Nets vantaði áðurnefnda Durant og Harden á meðan Draymond Green var fjarri góðu gamni hjá heimamönnum. Leikurinn var samt sem áður frábær skemmtun þó svo að gestirnir frá Brooklyn hafi verið smá tíma að finna taktinn. Heimamenn leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta en sá munur var kominn niður í sjö stig fyrir hálfleik. Gestirnir voru svo yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en hann var æsispennandi. Staðan var jöfn 93-93 um miðbik fjórða leikhluta, Stephen Curry kom Warriors svo yfir með þriggja stiga körfu en Patty Mills jafnaði metin um hæl. Með leikinn á línunni steig Klay Thompson upp og smellti niður tveimur mikilvægum þriggja stiga körfum sem fóru langt með að tryggja sigur heimamanna í Warriors. The @warriors win their 5th-straight @StephenCurry30: 19 PTS, 7 REB, 8 AST, 3 STL@22wiggins: 24 PTS, 8 REB, 3 STL, 2 BLK@KlayThompson: 16 PTS, 6 REB pic.twitter.com/tcry7AsteS— NBA (@NBA) January 30, 2022 Lokatölur 110-106 Golden State í vil. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði heimamanna með 24 stig en þar á eftir kom Stephen Curry með 19 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Jordan Poole skoraði 17 stig og Klay Thompson gerði 16 stig líkt og Otto Porter Junior. Hjá Nets var Kyrie stigahæstur með 32 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Þar á eftir kom Mills með 24 stig. Kyrie Irving is about BUCKETS! @KyrieIrving: 32 PTS, 7 REB, 7 AST, 3 STL pic.twitter.com/Zy6Nju0EHo— NBA (@NBA) January 30, 2022 Ja Morant bauð upp á enn eina sýninguna en hann skoraði 34 stig er Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 20 stiga sigur á Galdramönnunum frá Washington, lokatölur 115-95. Hjá Washington var Kuzma stigahæstur með 30 stig. The @memgrizz win their 3rd straight game powered by a great performance by Ja Morant!@JaMorant: 34 PTS, 4 3PM pic.twitter.com/mDYUgLqiWR— NBA (@NBA) January 30, 2022 Luka Dončić skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar í öruggum 132-105 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Joel Embiid skoraði 36 stig og tók 12 fráköst í naumum 103-101 sigri Philadelphia 76ers á Sacramento Kings þar sem Kings fengu síðustu sóknina til að jafna eða vinna leikinn en skotið rataði ekki ofan í. Tyrese Haliburton skoraði 38 stig fyrir Kings í leiknum. Jayson Tatum skoraði 38 stig og Jaylen Brown skoraði 31 er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 107-97. Að lokum skoraði Gary Trent Jr. 33 stig er Toronto Raptors vann Miami Heat í framlengdum leik, 124-120. The @MiamiHEAT & @Raptors battled it out for 4 quarters plus 3 OT periods in a back and forth THRILLER!@JimmyButler: 37 PTS, 14 REB, 10 AST, 3 STL, 2 BLK@gtrentjr: 33 PTS, 5 REB, 5 STL, 5 3PM pic.twitter.com/kQVFk3JVyU— NBA (@NBA) January 30, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
Það vantaði nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar ef tvö af betri liðum hennar mættust í nótt. Hjá gestunum í Nets vantaði áðurnefnda Durant og Harden á meðan Draymond Green var fjarri góðu gamni hjá heimamönnum. Leikurinn var samt sem áður frábær skemmtun þó svo að gestirnir frá Brooklyn hafi verið smá tíma að finna taktinn. Heimamenn leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta en sá munur var kominn niður í sjö stig fyrir hálfleik. Gestirnir voru svo yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en hann var æsispennandi. Staðan var jöfn 93-93 um miðbik fjórða leikhluta, Stephen Curry kom Warriors svo yfir með þriggja stiga körfu en Patty Mills jafnaði metin um hæl. Með leikinn á línunni steig Klay Thompson upp og smellti niður tveimur mikilvægum þriggja stiga körfum sem fóru langt með að tryggja sigur heimamanna í Warriors. The @warriors win their 5th-straight @StephenCurry30: 19 PTS, 7 REB, 8 AST, 3 STL@22wiggins: 24 PTS, 8 REB, 3 STL, 2 BLK@KlayThompson: 16 PTS, 6 REB pic.twitter.com/tcry7AsteS— NBA (@NBA) January 30, 2022 Lokatölur 110-106 Golden State í vil. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði heimamanna með 24 stig en þar á eftir kom Stephen Curry með 19 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Jordan Poole skoraði 17 stig og Klay Thompson gerði 16 stig líkt og Otto Porter Junior. Hjá Nets var Kyrie stigahæstur með 32 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Þar á eftir kom Mills með 24 stig. Kyrie Irving is about BUCKETS! @KyrieIrving: 32 PTS, 7 REB, 7 AST, 3 STL pic.twitter.com/Zy6Nju0EHo— NBA (@NBA) January 30, 2022 Ja Morant bauð upp á enn eina sýninguna en hann skoraði 34 stig er Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 20 stiga sigur á Galdramönnunum frá Washington, lokatölur 115-95. Hjá Washington var Kuzma stigahæstur með 30 stig. The @memgrizz win their 3rd straight game powered by a great performance by Ja Morant!@JaMorant: 34 PTS, 4 3PM pic.twitter.com/mDYUgLqiWR— NBA (@NBA) January 30, 2022 Luka Dončić skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar í öruggum 132-105 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Joel Embiid skoraði 36 stig og tók 12 fráköst í naumum 103-101 sigri Philadelphia 76ers á Sacramento Kings þar sem Kings fengu síðustu sóknina til að jafna eða vinna leikinn en skotið rataði ekki ofan í. Tyrese Haliburton skoraði 38 stig fyrir Kings í leiknum. Jayson Tatum skoraði 38 stig og Jaylen Brown skoraði 31 er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 107-97. Að lokum skoraði Gary Trent Jr. 33 stig er Toronto Raptors vann Miami Heat í framlengdum leik, 124-120. The @MiamiHEAT & @Raptors battled it out for 4 quarters plus 3 OT periods in a back and forth THRILLER!@JimmyButler: 37 PTS, 14 REB, 10 AST, 3 STL, 2 BLK@gtrentjr: 33 PTS, 5 REB, 5 STL, 5 3PM pic.twitter.com/kQVFk3JVyU— NBA (@NBA) January 30, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira