Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur staðfest komu vængmannsins Luis Díaz. Hann er Kólumbíumaður sem kemur frá Porto í Portúgal.
The moment you ve been waiting for
— Liverpool FC (@LFC) January 30, 2022
Luis Diaz is a RED #VamosLuis pic.twitter.com/wl9koUlPgl
Hinn 25 ára gamli Díaz virtist við það að ganga í raðir Tottenham Hotspur en eftir að Liverpool kom inn í myndina var ljóst að vængmaðurinn væri á leiðinni í Bítlaborgina.
Talið er að Díaz kosti Liverpool í kringum 45 milljónir punda. Hann mun veita Sadio Mané, Diogo Jota og Mohamed Salah samkeppni.
Just a little taste of what Liverpool fans can expect from Luis Diaz
— DAZN Football (@DAZNFootball) January 30, 2022
@FCPorto pic.twitter.com/5fk6xkuMjI
Díaz skoraði 41 mark í 125 leikjum fyrir Porto og mun klæðast treyju númer 23 hjá Liverpool. Tekur hann við treyju Xerdans Shaqiri en sá var einnig varaskeifa fyrir Mané, Salah og Jota.